Tuesday, December 1, 2009

Apocalypse Now

Apocalypse Now - 10/10. I wanted a mission, and for my sins, they gave me one. Brought it up to me like room service. It was a real choice mission, and when it was over, I never wanted another.













Stríðsmynd leikstýrð af Francis Ford Coppola með Martin Sheen (pabbi Charlie Sheen fyrir all noobs þarna úti) í aðalhultverki og menn eins og Marlon Brando, Robert Duvall, Laurence Fishburne og Harrison Ford í smærri hlutverkum. Þessi mynd er af mörgum talinn síðasta stórverk Coppola en er framleiðsla þessarar myndar sögð hafa rústað honum algjörlega. Framleiðsla myndarinnar tók hrikalega langan tíma og var hún öll tekinn upp í Víetnam þar sem allt sem gæti farið illa fór illa. Coppola átti í miklum erfiðleikum að leikstýra offitusjúklinginn Brando, Martin Sheen fékk hjartaáfall, fokdýrir kvikmyndatökustaðir (kallaðir sets á ensku, dunno hvað þeir heita á íslensku) eyddust í nokkrum veðurhamförum þarna í Asíu og svo eftir að tökurnar sjálfar voru kláraðir þá þurfti Coppola að vaða í gegnum milljónum metra af upptökuefni og klippa það saman í eina heildarmynd. Framleiðsla myndarinnar og Coppola á jaðri geðbilunar er lýst í heimaldrmyndinni Hearts of Darkness: A Filmmaker's Apocalypse (1991) og mig langar geðveikt að sjá hana. Menn segja yfirleitt að þessi mynd braut Coppola því að á undan henni gerði hann þrjár fullkomnar myndir á stuttum tíma (The Godfather, The Conversation og Godfather II) og svo hafa myndirnar hans ekki reynst vel eftir þessa (Mér finnst samt The Rainmaker helviti góð og Godfather III er mjög fín líka).













Byrjunin er fræg en í henni er sýndur grænn skógur en svo er hann gjörsprengdur undir súrrealístisku lagi The Doors: The End. Er svo hægt og rólega skipt yfir á andlit Martin Sheen sem liggur hálf-vakinn, fullur, nakinn og geðraskaður á hótelrúmi í Saigon. Er strax í byrjun sýnt hversu brenglaður stríðið hefur gert hann. Martin Sheen er narrator myndarinnar og útskýrir hann strax í byrjun tilfinningar sínar gagnvart þessu stríði (When I was here [Vietnam], I wanted to be there [heima]; when I was there, all I could think of was getting back into the jungle. I'm here a week now... waiting for a mission... getting softer. Every minute I stay in this room, I get weaker, and every minute Charlie squats in the bush, he gets stronger. Each time I looked around the walls moved in a little tighter...). Geðbilun Sheen er svo ekki lýst neitt meira eiginlega en á yfirborðinu kemur hann fram að mestu leiti mjög fagmannlega. Ég held að Martin Sheen í byrjun þessara myndar komi fram sem mest óhamingjusamasta maneskja í heimi þar sem hann dansar grátandi og blæðandi, og mun aldrei ná sér frá þeim hrylling sem hann hefur séð í stríðinu.












Sem sagt Sheen bíður taugaveiklaður eftir að fá nýtt mission (...while I sit here gettin' weaker, Charlie gets stronger...) og að lokum fær hann eitt. Hann fær verkefnið að drepa geðsjúkan Bandariskan herforingja sem hefur tekið herlið sitt alla leið uppí Kambodia að berjast þar og er hættur að hlýða fyrirmæli. Þessi herforingi er leikinn af aldraðan Marlon Brando og er karakter hans lýstur sem hinn mesti afburðarmaður (frábær íþróttamaður, frábær skólamaður og frábær persónuleiki) en í einhvers staðar í Víetnam breyttist hann og varð "unsound" eins og þeir kalla hann.

Hefur þá Sheen missionið sitt og byrjar geðveikin. Ferðalagið sem Sheen leggur af stað í er eitt það brjálæðasta sem hefur verið sett á filmu og byggir Coppola upp ótrulega súrrealístikt atmosphere. Við lendum í einu geðveiku atriði eftir annað og það næsta toppar alltaf hið fyrra og svo þegar við komum að lok ferðarinnar þá koma karakterar Sheen og Brando fram sem hinu heilbrigðustu menn miðað við allt hið pakkið. Í gegnum alla myndina lærum við meira og meira um herforingann Brando þar sem Sheen lesir skýrslur um honum og uppgötvar Sheen samband milli sín og Brando og fer að pæla í hvort það sé rétt að drepa hann. Þegar líður á myndina berast þær fregnir til Sheen að yfirvöld sentu annan assasin til þess að drepa Brando en að þessi assasin hafði nú joinað herlið Brando. Slíkar uppgötvanir eins og þessar um herforingann og lífi hans byggir upp mikla spennu og bíða áhorfendur (eða allavega ég...) óþreyjufullir eftir að sjá hvað er í gangi með þennan mann... og hvort Sheen muni drepa hann eða ekki...












Eftir þetta fimmta áhorf af þessa mynd held ég að hún sé bara komin í top 10 hjá mér og ég held að hún sé bara þannig mynd að maður þarf að horfa á hana oft til þess að skilja hana alla og lifa sér inní hana. Hún er eins og Höfuðregla tegurreiknings, það er ekki nóg að kíkja á sönnunia einu sinni til þess að skilja hann... heldur þarf maður að kíkja á hvert smátriði fyrir sér og reyna púzzla sér saman heildarmynd af henni allri... yeah (fór í stæ próf ígær og horfð líka á AN þá...). Mér finnst að þessi mynd sé það besta sem hefur komið úr smiðju Coppola (þriðja 10/10 sem ég gef til hans) og er frammistaða Martin Sheen ein besta sem ég hef nokkurn tímann séð. Held ég hef aldrei séð eins mikla hrylling og geðbilun lýsta og þá með eins fallegri myndatöku og hjá Coppola hér. Þetta er meistaraverk.












Að mínu mati er flottasta atriði myndarinnar þegar þeir koma að einhver far-out herstöð nálægt Kambodiu þar sem vantar herforinga yfir herliðinu og allir hermennirnir eru uppdópaðir og geðbilaðir (eiginlega allir í þessa mynd eru geðbilaðir) að verja brú gegn Vietnömum: