Tuesday, February 16, 2010

Veikinda-myndir

edit: Liturinn ruglaðist eitthvað upp hjá mér, þess vegna lítur þetta svona skrítið út -.-

Ég var veikur í viku or so, og tók þá kvikmynda overkill:

*Aladdin (1992) - 7/10. Ein af síðustu klassísku disney myndirnar sem voru 'teiknaðar'. Í grunninn er þetta rómantísk grínmynd en myndin verður súrrealístisk á tímum og gerir virkilega not af mediumið sem er animation. Brandararnir virka, söguþráðurinn er spennandi og myndin er sjónrænt falleg.
*The Hudsucker Proxy (1994) - 9/10. Frábær Coen myndir þar sem bræðurnir taka sinni list út á ýstu nöf. Mér finnst þetta dæmi um Coen mynd þar sem gjörsamlega allt gengur upp. Leikstjórnin, handritið, tónlistin, cinematographyn, leikararnir og húmorinn er svo hrikalega fullkominn hér. Hún er yfirleitt talin meðal verri Coen myndum en mér finnst hún næstbest hjá þeim eftir The Big Lebowski. Introið er meðal bestu introum sem ég hef séð. Gott dæmi um frábæra rithæfileika bræðranna og Carter Burwell gerir einnig awesome score.














*Master and Commander: The Far Side of the World (2003) - 7/10. Þessi mynd tekur okkur umborð eitt skip Breska flotans á tímum Napóleon-styrjöldarinnar. Flestar svona "báta"
myndir sem ég hef séð finnst mér tapa miklu á hversu mikil einangrun virðist ríkja. Það eina sem maður sér í 90-120 mínútur er sama hafið og sami báturinn. Besta báta-myndin sem ég hef séð er Das Boot þó en hún gerir hrikalega miklu úr þessari einangrun og áhorfandinn liður að lokum eins og hann sé með þeim þarna níðrí kafbátnum. Þannig að það er hægt að nýta sér einangrunina. Master & Commander átti góða punkta og báta-bardagarnir voru mjög flottir.
*Barton Fink (1991) - 8/10. Jamm, önnur Coen mynd. Sagan bakvið myndina er víst að
bræðurnir voru með writer's block og skrifuðu þannig bara mynd um handritshöfund með writer's block. John Turturro fer sennilega með besta leik sinn hér sem nervy, tense New York gyðingur kominn til Hollywood. Myndin er mjög skemmtileg þangað til ástkonan er kynnt til sögu en myndin dalar allsvakalega þá. Hún pikkar svo upp aftur þegar eitt svakalegt gerist og eru lokamínúturnar hreint frábærar.














*Repulsion (1965) - 7/10. Polanski mynd um einma
nna franska táningsstelpu í London. Catherine Deneuve er mjög sterk í sínu hlutverki og er mjög áhugavert að horfa á ferlinu þegar hún verður geðveik. Bestu atriðin eru án efa þegar Polanski gerir allt súrrealistiskt og fer að leika sér með myndavélina en þau voru of fá fannst mér.














*The Asphalt Jungle (1950) - 7/10. Dæmigerð film noir mynd um sóðalega krimma, double crosses og sígarettur. Myndin svipar mjög til the Killing og mér finnst alveg líklegt að Kubrick hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann gerði hana.
*Viskningar och rop (1972) - 8/10. Ingmar Bergman mynd í lit um samband 3 systra þegar ein þeirra verður deyjandi. Maður veit það alltaf þegar maður horfir á Bergman myndir að maður muni sjá eitthvað sem hefur aldrei sést áður.














*Pitch Black (2000) - 7/10. Sci-fi mynd um hóp fólks á framandi plánetu. Er full af göllum og kjánalegum atriðum en er samt sem áður ágæt skemmtun.
*The Taking of Pelham One Two Three (1974) - 7/10. Upprunalega myndin um lestina Pelham 123 sem verður tekin af glæpamönnum. Walther Matthau leikur lögguna sem á að stoppa krimmanna og leikur hann dæmigerða hlutverk sitt sem grumpy en samt witty gammall kall. Myndin er spennandi og miklu betri en endurgerðin.
*The Curious Case of Benjamin Button (2008) - 9/10. Þessi David Fincher mynd er nú
uppáhalds-2008 myndin mín (move over sjónvarpsmyndin Recount) og Fincher hittir aftur í mark. Hún fjallar Benjamin Button sem byrjar líf sitt gammal en endar það ungur. Lífið hans er ævintýralegt og spennandi saga hér á ferð. Myndin verður mjög svo tilfinningarík þegar Button breyttist í krakka og gleymir öllu því sem hann hefur gert á sinni ævi. That made me a sad panda.










*The Defiant Ones (1958) - 8/10. Þriðja Stanley Kramer myndin sem ég hef séð og eins og hinar (epísku meistaraverkin Inherit the Wind og Judgment at Nuremberg) þá er þessi líka frábær. Hún fjallar um tvo strokufanga (einn svartur og hinn hvítur) og um hvernig samband þeirra í tengslum við þynþátt hvors annan breytist. Tony Curtis er ótrulegur í þessa mynd og sýnir einn sterkasta leik sem ég hef séð í atriðinu þegar hann afsalar rasisman sinn og svona semi-fórnar sjálfum sig til þess að bjarga svertingjann sem er leikinn af Sydney Poitier.

Friday, February 5, 2010

Notorious

Notorious (1946) - 6/10. Ég horfði ekki á þessa mynd whenever-þið-horfðuð-á-hana. Ég var samt buinn að sjá hana og þó svo hún væri ágæt þá valdi hún mér miklum vonbrigðum. Fagmannleg kvikmyndataka einkennir myndina og nokkur fræg skot eru að finna úr henni. Samt sem áður fannst mér tempóið dauflegt og mér fannst Cary Grant eins woody og hann getur mögulega verið. Ingrid Bergman hrifði mig ekki heldur hér. Mig minnir að mér hafi fundist söguþráðurinn áhugaverður en að öllum atburðum tók óralangan tíma og allt þetta persónulega þvaður og rómantík innámilli skemmti mér ekkert sérstaklega. Af þeim 14 or so Hitchcock myndir sem ég hef séð er þessi sennilega verst og segir það allt um gæði leikstjórans.

Anatomy of a Murder

Anatomy of a Murder (1959) - 10/10. Twelve people go off into a room: twelve different minds, twelve different hearts, from twelve different walks of life; twelve sets of eyes, ears, shapes, and sizes. And these twelve people are asked to judge another human being as different from them as they are from each other. And in their judgment, they must become of one mind - unanimous. It's one of the miracles of Man's disorganized soul that they can do it, and in most instances, do it right well. God bless juries.


















Fyrir rúma viku síðan datt ég ég í lukku pottinn og fann eina mynd sem ég hef beðið langan tíma eftir að poppi upp á dagskrána á SKY. Það var margt við þessa mynd sem benti til þess að mér myndi finnast hún góð: vel metinn hjá öðrum kvikmynda-unnendum, James Stewart, Otto Preminger + þeirri staðreynd að myndin skuli vera courtroom drama (en ég er mikill sucker fyrir þannig myndir). Ég vissi þó ekki að hún myndi verða eins sjúklega frábær og raun bar vitni.

















Myndin hefst á frægu opening credits sénu þar sem trippy taktar jazz meistara extraordinaire Duke Ellington og frumlega credits framsetningin gefur strax til kynna einstöku stefnuna sem myndin tekur:

Það sem ég strax tók eftir þegar myndin rúllaði af stað var myndatakan en hún var frekar spés. Mér fannst eins og myndavélin væri alltaf frekar nálægt leikurunum og eins og árekstur væri í vændum með hverri hreyfingu leikarans, en með líprum myndavélafærslum færði myndavélin sér alltaf og gaf okkur nýtt og ferskt skot frá nýjum vinkli.

James Stewart leikur lögfræðing sem hefur lent í tilvistarkreppu eftir að hann missir naumlega af embættið sem saksóknari í bænum hans. Eyðir hann dögunum í að veiða fisk með fyrrverandi lögfræðing sem er nú fyllibytta. Eyðir Stewart svo miklum tíma í að veiða að kæliskápurinn hans er fylltur fiski. En alltíeinu berst honum atvinnutækifæri þar sem ungur hermaður (leikinn af Ben Gazzara) biður hann um að verja sig gegn morðákæru. Ben Gazzara hefur drepið mann sem er talinn hafa nauðgað konu hans (Lee Remick) og þarf Stewart að bjarga honum. Vörnin sem Stewart notar svo er insanity og snúast réttarhöldin um tvennt: 1) hvort Lee Remick hafi verið nauðgað 2) hvort Ben Gazzara hafi verið nógu "tímabundið geðbilaður" til þess að afsaka glæp sinn.

















Samspil alla karakteranna er yndislegt að horfa á og tók ég strax eftir ákveðna subtle kekki, andlitshreyfingar og einkenni sem aðalkarakterarnir sýndu við dialogue. Mér finnst slíkt oft skorta í hefðbundnar myndir en hér sást það mjög greinilega. Fær Preminger og leikarahópurinn stórt hrós fyrir það. James Stewart fer með kostum og þó hann leiki svipuðum leik í flestum myndum sínum þá finnst mér hann eiga leik lífs síns hér. Þegar hann og George C. Scott takast á í réttarsalnum á sér stað eitt flottasta samspil tveggja leikara sem ég hef séð. Og það frábæra með þau atriði er að sjaldan eiga þeir tveir félagar dialogue saman og samt verða þau svona ýkt nett. Leikstjórinn Otto Preminger fer einnig á kostum en hann hámarkar tilþrif leikaranna með mjög skemmtilegri upptöku. Á tímum er það eins og ballett að horfa á coordinationið milli Stewart, Scott og myndavélina þar sem einn karakter segir eitthvað, færir sig til, myndavélin færir sig til, næsti karakter færir sig að myndavélinni og svo burt, og svo zoomar myndavélin út og hinn karakterinn traðkar inn frá hægri... og svo framvegis...

















Flottasta atriði myndarinnar er einmitt atriði tengt þessu. Atriðið er þegar George C. Scott reynir að blokkera sjón Stewarts þegar Scott er að yfirheyra mikilvægasta vitnið. Færslur Scotts, Stewarts og myndavélarinnar eru þá svo ótrulega nettar að þegar Stewart að lokum öskrar "OBJECTION, your honor" þá varð mesta sólheimarglott sem hefur nokkurn tímann sést á mér.















Myndin gefur okkur annars skemmtilega frásögn af réttarhöld from start to finish. Hefðbundnar courtroom dramas virðast eiginlega bara sýna yfirheyrslu vitna og fólki tengt glæpamálinu persónulega. Anatomy of a Murder sýnir þó bail procedúrið, kviðdómenda-valið, yfirheyrsla við "the arresting officer"/krufningarmanninum/maðurinn sem myndaði líkið... og svo framvegis... Þessar sénur verða ótrulega skemmtilegar þökk sé samspil lögfræðinganna. Það mætti segja að þar sem 12 Angry Men leyfði okkur inn í huga kviðdómenda þá gerði Anatomy of a Murder okkur að kviðdómendunum. Anatomy of a Murder tók mig staði sem Liz Lemon myndi segja "I want to go to there" um og náði ég að innsigla mína fyrstu 10/10 í mörg ár (Once Upon a Time in America var síðasta 10/10 sem ég gaf).

The Bad News Bears (1976)

The Bad News Bears (1976) - 8/10. All we got is a cruddy alky for a manager

















Rorschach!


Eftir að hafa skemmt mér konunglega á endurfundi með Walther Matthau datt ég í næst Matthau mynd sem ég hafði tekið upp á SKY og var þessi mynd endurgerð fyrir nokkrum árum með B-Bob Thornton í aðalhlutverki. Mig grunar miðað við imdb einkunnina að ég hafi verið meðal fáu sem fíluðu endurgerðina. Hin upprunalega Bad News Bears fjallar um fyrrverandi baseball kappa sem tekur við sem þjálfari smábarnalið í baseball. Þessi þjálfari er leikin af Walther Matthau og er hann drekkjandi, reykjandi, hóstandi, hrækjandi og blótandi nánast alla myndina. Liðið sem hann þjálfar er mesta saurlið sem hefur sést og þarf undrarverk til að laga það. Walther Matthau þarf til dæmis í byrjun myndarinnar að útskýra fyrir krökkunum hvernig baseball spilast og hvað baseball bolti er.













En Walther Matthau fræðir krakkana ekki einungis um hafnabolta, heldur líka um lífið. Hann tekur meðal annars krakkana með sér í vinnuna hans sem pool cleaner og lætur krakkana gera vinnuna sína fyrir hann. Hann kennir þeim líka að búa til drykki fyrir hann. Jackie Earle Haley og Tatum O´Neal leika tveim af þessum krökkum og standa sig klárlega best af barnaleikurunum.












Með mjög fyrirsjáanlegum hætti breyttist þetta lið úr ömurlegasta lið í heimi í það besta. Í lokaleiknum stendur liðið sér frábærlega vel og fagnar Matthau með að gefa krökkunum bjór og lýkur myndin á hamingjusömum nótum. Allt í allt var þetta falleg og skemmtileg saga, og góð skemmtun.

Charley Varrick

Charley Varrick (1973) - 8/10. The difference is the Mafia kills you, no trial, no judge. They never stop looking for you, not 'til you're dead. I'd rather have ten F.B.I.s after me.
















Snjöll krimmamynd leikstýrð af Don Siegel sem er frægastur fyrir fjölmargar Clint Eastwood myndir á þeim tíma þegar sá meistari var að verða icon. Walther Matthau, Andrew Robinson og Joe Don Baker fara með aðalhlutverk og er þetta fyrsta Walther Matthau myndin sem ég hef séð í langan tíma. Má líka nefna að alla myndina var það að vefjast fyrir mér hvar ég hefði séð Joe Don Baker áður, en sá kappi hefur leikið nokkur aukahlutverk og er með mjög einkennandi útlít og þá sérstaklega augnráð. Söguþráðurinn er þannig að ræningjar (Matthau og Robinson) ræna litlan banka í New Mexico. Þeir kjósa að ræna litlan banka því þeir telja sig 1) geta rænt hann auðveldari 2) geta flúið auðveldari (þar sem þetta myndi ekki vera eins stórt forgangsmál hjá löggunni) 3) ekki þurfa á aragrúa af peningum, heldur telja þeir að þeir verða saddir á þeirri fjárhæð sem má finna í litlum banka.

















Bankaránið sjálft er tekið upp með flottum hætti, en klippingin er er snögg og að mínu mati frekar frumleg. Þó að myndin sé nýbyrjuð (og að fólk er ennþá að aðlaga sér að myndinni) þá fannst mér þetta bankarán mjög spennnandi og gefa okkur ágætis kynning á aðalpersónurnar. Bankaránið sjálft gengur ekki upp smoothly, og eru bankaræningjarnir óheppnir með að nokkrar löggur deyja. En að bankaráninu loknu kemur upp mesta vandamálið en þá uppgötvar Matthau að féið sem hann stal tilheyrði Mafíunni og að það taldi uppí næstuþví milljón dollars (miklu meir en hann ætlaði að stela). Hefst nú eltingarleikur þar sem Matthau/Robinson eru forgangsmál #1 hjá bæði Mafíunni og lögreglunni.




















Myndin svipar pínu til No Country for Old Men bæði í útliti og söguþræði. Myndin er tekin upp á eyðimarkarsléttur í New Mexico og Don Siegel, alveg eins og Coen bræður, tekur upp náttúruna með fallegum hætti. Bæði Brolin og Matthau fá eftir sér bæði löggur og glæpamenn, og þó að þeir taki íllar ákvarðanir þá virðast þeir ekki eins vondir og allir hinir karakterarnir halda. Alveg eins og No Country þá er þessi mynd hín fínasta skemmtun. Spennan helst í gegnum alla myndina þar sem sífellt breyttar aðstæður verða og nýjar hindranir skýta upp kollinn sem aðalkarakterarnir þurfa bregðast við.