Sunday, August 30, 2009

Myndir sem ég sá í síðustu viku




*Out of the Past (1947) - 5/10. Fyrsta myndin sem ég sá í film noir maraþoni sem var á BBC. Robert Mitchum og Kirk Douglas fara með aðalhlutverkin og eru þeir frábærir í þessa mynd, sérstaklega Mitchum sem er bara nettasti leikari allra tíma. Myndin er bara týpisk film noir mynd; myrkur, skuggar, cigarettur, töffarar, glæpamenn og einhvers konar kaldhæðin realisma.
Myndin fjallar um karakter Mitchum sem á bensínstöð í einhverjum no-name smábæ í Californiu og á hann kærustu í þessum bæ. Kemur einn daginn maður inn í þessum bæ sem kannast við Mitchum, og þá kemur í ljós að Mitchum á sér dularfulla fortíð sem gangster í New York. Þetta er svona svipað og í A History of Violence. Þá eru aðstæðurnar sem leiddu til þess að Mitchum endaði í þessum smábæ lýstar með flashbacks þar sem atmospherið er mjög draumlegt. Þegar fortíðin hefur verið útskýrð þá er kominn tími til þess að takast á við nútíðina (Mitchum hefur verið fundinn og það eru menn á eftir honum) og finnst mér myndin missa sig hérna aðeins. Það koma svo margir twists and turns að ég týnist eiginlega og er ekki að skilja neitt sem er að gerast. Þannig að myndin fær fail fyrir þetta.
Myndin er frekar falleg að sjá og nær hún að búa til draumlegur atmosphere með mjög skilvirkum hætti og karlkyns aðaleikararnir fara vel með hlutverk sín en ég týnist í seinni hluta myndarinnar og það messar eiginlega upp alla myndina fyrir mig.


















*Stranger on the Third Floor (1940) - 7/10. Film Noir mynd með Peter Lorre og einhverjum no-name leikurum. Peter Lorre leikur eins og venjulega super-creepy psycho (í öllum myndunum hans leikur hann annaðhvort þessa týpu eða lævísan dólg). Myndin fjallar um frettamann sem verður ásakaður um morð og er sýnd allri þeirri sálarangist sem hann fer í gegnum. Myndin er frekar ómerkileg þangað til að sýrutrippin byrja þar sem sálarangist fréttamannsins er sýnd með súrrrealiskum hætti (myndirnar niðri sýna dæmi um þessar sénur). Eru þau atriði ógeðslega flott og finnst mér það skömm að restin að myndin var svo ómerkileg þegar leikstjórinn hefur greinilega tök á myndavélina og getur gert betur. Annars ber Peter Lorre myndina upp í þau atriði sem hann leikur í og þau atriði sem hann leikur ekki í eru bara leiðinleg.





















*The General (1927) - 4/10. Silent mynd um Buster Keaton sem er að reyna impressa konu í suðurríkjum Bandaríkjanna á tímum civil war. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af myndum án hljóðs (Battleship Potemkin t.d.) og er ég frekar hrifin af húmori sem tengist orðaleiki heldur en svona sjónrænt dæmi (er ekki heldur hrifin af Chaplin eða Marx brothers myndir). Myndin átti þó sínar góðar stundir en ég hló ekki nógu oft yfir þessa grínmynd til þess að telja hana góða.
























*The Lady from Shanghai (1947) - 7/10. Film noir mynd leikstýrð af Orson Welles með honum og Rita Hayworth í aðalhlutverkum. Eins og allar Welles myndir þá er myndatakan fullkomin og alltaf svo kreatív. Sögurþráðurinn er mjög flókin og steiktur með fullt af twist and turns þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna útskýra hann. Ég get bara sagt að myndin er skipt í tvo hluta þar sem sá fyrsti er fullur af æsingi og hasar og í þeim seinni eru réttarhöld útaf öllum hasarnum. Mér finnst Welles ná mjög vel að gera myndina meir og meir spennandi þannig að við fáum geðveikt climax í lokin. Skemmtileg mynd en hún er samt engin Citizen Kane eða Touch of Evil. Lokaatriðið hefur verið hermt eftir í meðal annars The Man with the Golden Gun.














*Commando (1985) - 7/10. Fyndin action mynd með Arnold Schwarzenegger (náði að skrifa nafnið rétt án þess að googla það, yay). Söguþráðurinn er frekar steiktur og á sér stað mörg atriði sem meika ekkert séns. Barn (hún er leikin af Alyssa Milano sem fólk þekkir sennilega úr þeim mjög svo hræðilega þætti Charmed) Arnolds verður tekið af gaur og er hann að reyna neyða Arnold (sem er auðvitað súper hermaður) til þess að drepa núverandi forseti Val Verdes þannig að vondi gaurinn getur orðið forseti Val Verdes. Arnold nær svo auðvitað að drepa alla vonda gauranna og endurheimta barnið sitt eftir 90 minútur af stanslausu actioni og hlátri. Vá hvað ég get ekki beðið eftir að Arnold hætti sem ríkisstjóri Californiu og endurreisi Hollywood ferillinn sinn. Það er svakalegur skortur á góðum tongue-in-cheek action myndum ídag.

Saturday, August 22, 2009

Top 10 myndir

Pulp Fiction (1994)

Awesome mynd um gangstra i Los Angeles eftir Quentin Tarantino. Handritið er megatöff og Samuel L. Jackson kicks ass.

Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan (2006)

Awesome mynd um Borat sem er að ferðast í gegnum Bandaríkin til þess að búa til heimildamynd/fræðimynd. Drepfyndin.

Blue Velvet (1986)

Awesome mynd eftir David Lynch um unglingstrák í smábæ sem lendir í veseni við glæpagengi þegar hann fer að grafa dýpra í ákveðið glæpamál

The Big Lebowski (1998)

Awesome mynd eftir Coen bræður um the Dude og bowling-félagar hans sem lenda í ýmis konar drepfyndnum átökum eftir að nihilistar brjótast inn hjá the Dude of pissa á mottuna hans.

Grave of the Fireflies (1988)

Sorgleg anime mynd um áhrif sprengjuvörpunnar Banadaríkjumanna á Japan í annarri heimsstyrjöldinni á unglingsstrák og systur hans.

Rope (1948)

Awesome mynd eftir Alred Hitchcock um two súra gaura sem drepa vin sinn og boða svo i partý eftirá þar sem þeir fela lík vinar sins í skúffu fyrir framan nefið á öllu fólkinu. Myndin er 90 minútur og er hún öll ein taka (næstuþví).

Once Upon a Time in America (1984)

Awesome mynd eftir Sergio Leone um stráka sem alast upp í Hells Kitchen og verða að glæpabarónum. Nær á 4 klst. að segja lífssögu karakter Roberts De Niro með mjög áhrifaríkum hætti.

The Night of the Hunter (1955)

Awesome mynd um baráttuna milli góðs og ills (love & hate) þar sem við fylgjum systkinapar á hlaupum frá hinum grimma Robert Mitchum.

City of God (2002)

Awesome mynd um glæpaborg í Brasiliu og uppvöxt nokkra krakka úr henni. Ein af fáum myndum á tungumáli ég skil ekki sem ég met hátt.

Touch of Evil (1958)

Awesome mynd eftir Orson Welles um spilltan lögreglustjóra í svo kölluðum "Mexican American border town" sem lendir í hárunum á Mexikanskann Charlton Heston.

Voting history á imdb: http://www.imdb.com/mymovies/list?l=11464003