Monday, November 23, 2009

The Great Escape + Night of the Hunter

Night of the Hunter (1955) – 10/10. Leaning... leaning... safe and secure from all alarms. Leaning... leaning... leaning on the everlasting arms.


















Ég sá þessa mynd leikstýrð af Charles Laughton með Robert Mitchum í aðalhlutverki ekki á miðvikud. en ég hef séð hana áður. Söguþráðurinn er þannig að á kreppuárum Bandaríkjanna (mig minnir að hún eigi sér stað þá) er prestur leikinn af Robert Mitchum að leita uppí helling af fölldum peningum hjá Bandariskri fjölskyldu. Þessi fjölskylda samanstendur af ekkju og tveimur börnum hennar, en pabbi þessara barna létu börnin vita hvar peningarnir voru falldir og ætlar Robert Mitchum sér að komast af því. Það sem gerir þessa mynd svona sígílda era að hún er sögð með rosalega sjónrænum hætti og virðist ekki eiga sér stað í neinum raunveruleika. Myndin er svaka surrealistísk og er þessi fantasy-heimur sem við heimsækjum hreint út sagt magnaður. Það má túlka þessa mynd með tvennum hætti, annaðhvort með því að túlka söguþráðin úr realistisku sjónarhorni eða túlka hann sem eitthvað æðri sem tekur á baráttuna milli góðs og ills þar sem karakterar eru alls ekki persónur, heldur eins konar heildarímyndir fyrir hatur og ást. (veit ekki hvort þetta meikar séns, bjó í útlöndum, get ekki tjáð mig á íslensku). Fyrst þegar ég sá myndina, þá fannst mér hún hálf-kjánaleg (en samt góð) enda túlkaði ég henna útfrá realistisku sjónarhorni. En ári seinna og með fleiri kvikmyndir að baki mér, þá varð seinna áhorfið að einni ótrulegustu rússibanaferð sem ég hef farið í, þar sem hægt var að yfirsjá Mitchum missa börnin með mjög klaufalegum hætti og í stað sjá heildina sem myndin var að reyna endurspegla. Börnin eiga alltaf að sleppa frá Mitchum og það eina sem skiptir máli er að það sé tekið upp með fallegum hætti. Hvort sem atriðin þegar Mitchum missir af þeim í kjallaranum eða á sjávarbakkan líta raunveruleg skiptir engu máli, kvikmynd byggir upp sinn eigin heim og eigin raunveruleika, og við ættum að skoða hana útfrá honum. Hvaða hálfviti sem er, getur endurspeglað raunveruleikann eða búið til eltingarleiki sem meika séns, það eru hins vegar bara meistarar sem geta búið til sinn eigin raunveruleika með eins fallegum hætti og Charles Laughton gerir hér. Myndin misshepnaðist svakalega á þeim tíma sem hún kom út og Laughton fékk aldrei að leikstýra aðra mynd. Það sökkar feitt enda gæti hann haft rosa mikil áhrif á stefnu kvikmynda (miðað við hversu mikil áhrif þessa eina mynd hans hefur haft á mörgum af meisturu-leikstjórum nútima-kvikmynda). Robert Mitchum er sjúúúúúklega góður í þessa mynd enda býr karakterinn hans uppá miklu. Hann leikur sem sagt hypocritical prest sem fer frá bæ til bæ valdandi vandræðum og fjallar myndin aðallega um leit hans að tveimur krökkum sem geyma hrúgu af peningum. Mér finnst myndin endurspegla þeim draumaheim og súrrealisma sem mátti finna í margar Disney myndir fyrir þess tíma en í stað þess að hafa indæla karaktera og hamingju 10x, þá höfum við goddamn Robert Mitchum og hann ásamt öll þessi draumlegu atriði verða að lokum að súrrealistísk hryllingsmynd. Mörg atriði eru ótrulega falleg *sagt með hreimi Guðbjarts jarðfræðikennara* og væri frekar half-assed að reyna telja þau öll upp, en uppáhalds-atriðin mín eru sennilega þegar krakkarnir ferðast í bát í fljótinu. Söngurinn, tónlistin og myndatakan gefur okkur ótrulega dreamy atmosphere og ef þessi youtube-myndagæði væri ekki svona slöpp, þá myndi ég örugglega slefa yfir hversu ýkt fallegt þetta allt er:



Það er frekar langt frá því ég sá þessa mynd og því frekar erfitt að blogga um hana og tjá mér nákvæmt um hana en hún er án efa meðal bestu myndum sem ég hef séð.

The Great Escape (1963) - 9/10. I haven't seen Berlin yet, from the ground or from the air, and I plan on doing both before the war is over.










Sannsöguleg mynd leikstýrð af John Sturges (sem ég þarf að sjá fleiri myndum eftir) með helling af frægum leikurum, og þessir leikarar eru ekki einungis bara einhverjir frægir plebbar heldur virðist John Sturges hafa valið sér einkum töffir og skemmtilegir leikarar. Myndin fjallar um helling af ofurhermönnum sem hafa verið safnaðir saman í einu súper-hermannafangelsi í Þýskalandi á tímum WWII. Allir þessir hermenn eiga sér sögu við að flýja frá fangabúðum (en sumir þeirra hafa náð að flýja oftar en 10 sinnum) og nú eru þeir allir komnir saman... I wonder wut will happen? Til þess að flýja frá þessum fangabúðum þurfa fangarnir að koma upp með fullkomna áætlun. Er svo sýnt hlutverk mikilvægustu karakteranna og er undirbúningur flýjunninnar sýnd með mjög nákvæmum hætti (ég er mikið fan af þannig frásögn eins og er í Day of the Jackal, The Killing, Ocean's Eleven , Escape from Alcatraz o.fl.). Er til dæmis sýnt hvernig verkfræðingarnir sem ætla byggju tunnelinn hugsa sér hann, hvernig þeir dreifa sandinn úr tunnlinum, hvernig þeir ná að anda í tunnlinum, hvernig þeir búa til vegabréf, föt og viðeigandi pappíra handa fanganna sem ætla sér að flýja, hvernig system þeir nota til þess að hætta framkvæmdum ef einn vörður er að nálgast einhvern vinnustað and on and on... Þetta gefur myndina miklan realisma og allt þetta ásamt þekkinguna um að þessir menn voru virkilega til, gerir okkur kleift að tengjast karakteranna miklu betur, bera meiri virðingu fyrir þeim og finna til þegar eitthvað klikkar hjá þeim. Fyrsti helmingur myndarinnar er afslappaður og hálf-kómedískur en í seinni hluta myndarinnar breyttist andrúmsloftið og angist fanganna til þess að flýja og órói þeirra yfir afleiðingarnar koma í ljós (alveg eins og í Stalag 17), og gefur þetta okkur enn djúpari tengingu við karakteranna. Og svo að lokum þegar kemur að the great escape í The Great Escape þá er áhorfendur algjörlega límdir við skjáinn og er spennan á tímum yfirþyrmandi.

Sunday, November 15, 2009

Searchers, Wait Until Dark + Casablanca

The Searchers (1956) - 7/10. We'll find 'em. Just as sure as the turnin' of the Earth.











Klassískur John Ford westri sem fjallar um fyrrv. Confederate hermann (John Wayne) og leit hans að frænku sinni (Natalie Wood) sem hefur verið rænt af Comanche indjánum. Myndatakan og cinematographyn er svaka professional í þessari mynd en myndin lítur rosa falleg út. Söguþráðurinn er góður og spennandi, og er karakter John Waynes mjög skemmtileg týpa. Það sem gekk hins vegar ekki upp að minu mati var leikurinn hjá mörgum, og þá sérstaklega hjá helling af kvennfólkinu en eru flestar konur í þessari mynd hreint út sagt óþolandi (Natalie cutie pie Wood ekki talin með). Alvarleiki og kaldhæðni John Waynes vegur mikið á móti þessu þó. Tónlistin er líka frekar ómerkileg og ópassandi finnst mér (mér finnst það hins vegar eiga við um margar myndir fyrir ca 1965). Action atriðin eru svo einnig hálf-kjánaleg og tel ég mig hafa spottað gallann í þessum atriðum eftir að hafa unnið við Sergio Leone fyrirlestrinum mínum. Sergio Leone kom sem sagt með nýjung þegar hann tók upp sínar myndir en í myndirnar hans sýndi hann ofbeldi alltaf í samheldnum skotum (t.d. er sýnt hvernig Eastwood hleypur af byssu og í sömu skoti hvernig mennirnir á móti hann deyja af völdum byssunar). Í The Searchers verða action sénurnar frekar bútóttar (alltaf klippt eftir að John Wayne hleypur af byssu og svo er í næsta skoti sýnt hvernig indjánar deyja) og þær skorta gott flæði, og að lokum verður þetta allt hálf-kjánalegt. Góð leikstjórn yfir myndina í heild sinni og kröftug John Wayne frammistaða gerir þó þessa mynd að góðri skemmtun.

Wait Until Dark (1967)
- 6/10. This is the big bad world, full of mean people, where nasty things happen!











Mynd eftir Terence Young (sem gerði nokkrar ágætar Bond myndir) með Audrey Hepburn, Alan Arkin (sést á myndinni^) og Richard Crenna (herforingin hans Rambo) í aðalhlutverkum. Tónlistin hans Henry Mancini er mjög góð og er hún passlega mysterious (minnti mig pínu á tónlistina í Marathon Man). Richard Crenna og Richard Crenna eru frábærir í þessa mynd, en hárgreiðslan hans Arkin er langt frá því að vera frábær... En þrátt fyrir allrar tilraunir hárgreiðslunar hans Arkin að trufla mig þá hélt ég einbeitinguna og náði að skilja frekar flókið plot. Ef ég gæti talað betri íslensku þá myndi ég reyna að útskýra plottið en þar sem ég sökka svo feitt í henni þá ætla ég bara að segja frá nokkrum basics í plottinu: Hóp glæpamanna eru að reyna ná dúkku af Audrey Hepburn (hún leikur blinda gellu) en ólíkt flestum dúkkum þá inniheldur þessi dúkka verðmætt heróin. Glæpamennirnir reyna fyrst með flóknum hætti að blekkja þessa blinda konu til þess að gefa upp dúkkuna og skarast mörg sjónarhorn karaktera við í þessu. Það var frekar skemmtilegt að sem áhorfandi geta séð heildarmyndina og hvernig hver karakter bregðst við útfrá hans sjónarhorni (veit ekki hvort þetta meikar séns...). Mér finnst Audrey Hepburn vera veiki púnktur myndarinnar en ég hef aldrei verið hrifin af leik-hæfileikar hennar né finnst mér hún þessi súper-sæta gella sem allir eru að tala um. Karakterinn hennar er bæði óþolandi og mér finnst hún ekki fara vel með þessu margbrotna hlutverki blindrar og ráðvilltrar konu sem hefur lent í höndunum á vondum glæpamönnum.

Casablanca - 7/10. Ég sá þessa mynd ekki á miðvikud. enda hef ég séð hana áður. Þessi sjúklega fræg mynd með frábærum leikarahóp skartar endalausum frægum quotum og one-liners enda er handrit myndarinnar ýkt frábært. Úrvinnsla myndarinnar hefði samt getað verið betri minnir mig og náði ég ekki að tengjast þessari mynd nógu vel. Frammistöðu leikaranna er frábær en minnir mig að Peter Lorre hrifði mig einkum mikið. Ingrid Bergman stóð sér líka vel en þessi sænska ró og díalekt virkar frekar vel.

Svar á spurningu þinni: Ég hef ekki séð the Verdict (mig minnir að ég hafi tekið hana upp en að hún hafi einhvern veginn dottið útúr upptöku-systeminu á Sky :( ) en hún hljómar vel og það er greinilega fagmanlegt fólk sem stendur bakvið framleiðslu hennar. Og já, maður hatar fátt meira en hið siðlausa og gallaða bandariska heilbrigðiskerfi (svipað og í the Rainmaker) og plottið hljómar þess vegna einkum vel. Þarf að checka þessa mynd out.

Tuesday, November 10, 2009

Taken, Justice for all + some like it hot

LinkTaken (2008) - 8/10. It was all personal to me.










Þessi ræma fjallar um Liam Neeson sem er að reyna finna dóttur sína eftir að henni verður rænt í Evrópu. Í byrjun myndarinnar er sýnt hvernig Neeson reynir að endurheimta glataða tíð með dóttur sína (sem býr með fyrrv. eiginkonu hans). Ást Neesons fyrir dóttur sína er greinileg, þrátt fyrir að stelpan sé frekar æst, tjúlluð og bara almennt pirrandi. Neeson sýnir frábæran leik í þessari magnaða spennumynd og er hann nánast englalegur á svip þegar hann er með dóttur sína. En svo þegar hann persónulega vitnar þess að dóttir hans verður tekin þá brestur andlit hans með mjög yfirveguðum hætti og verð ég að segja að sú atriði er það besta úr þessari mynd. Ég bjóst við einföldum 'smash+kill+gera grín að látnum óvinum' söguþræði en actionið minnti mikið á Bourne myndirnar en þar er actionið tekið með alvarlegri no-nonsense nálgun. Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart allri þessari Bourne klippingu en hún gerir bílaeltingarleiki nánast óhorfanlegir að mínu mati. Close-combattið kemur þó betra út. Taken er hín finasta action-mynd og sýnir Liam Neeson besta frammistöðu sem ég hef séð í langan tíma.

...And Justice for All (1979) - 4/10. Why would she lie?












Courtoom drama með Al Pacino í aðalhlutverki. Ég er svakaleur sucker fyrir svona courtroom dramas og þegar þær koma vel út, þá veit ég um ekkert betra (The Rainmaker, Witness for the Prosecution, 12 Angry Men o.s.frv.). Þessi mynd kom hins vegar ekki vel út. Fjallar hún um lögfræðing sem þarf að verja saklausan en vondan dómara gegn nauðgunarkæru. Fyrst og fremst sökkar tónlistin hans Dave Grusin, en passar hún ekkert inní þessa mynd að minu mati. Dave Grusin á það hins vegar inní sér að búa til klassa tónlist og klassa kvikmyndatónlist. Mér fannst Al Pacino vera eins og hálfger parodía af sjálfum sér og ég var ekkert ýkt hrifinn af honum hér. Leikarinn sem kemur bestur út úr þessa mynd er Craig T. Nelson en hann leikur ákæruvaldið. Myndin er troðfull af tilgangslaust þvaður og helling af filler og þegar við að lokum komum að síðasta hálftímann þegar málið fer inní dómsstóll þá hafði ég algjörlega misst áhugann og tímdi ekki að horfa á meir.

Some Like It Hot (1959) - 8/10. Well, nobody's perfect.











Ég sá ekki þessa mynd á miðvikud.
en ég hafði séð hana áður. Leikstýrð af meistara Billy Wilder með Marilyn Monroe, Jack Lemmon og Tony Curtis í aðalhlutverkum. Húmorinn er góður, Monroe er æsandi og söguþráðurinn er skemmtilegur og áhugaverður. Frammistaða Jack Lemmon er einkum frábær minnir mig enda held ég að það var í þessa mynd sem ég uppgötvaði leikarahæfileika hans.