Hef verið veikur frá því á föstudag og hef því ekki náð að sjá neina RIFF mynd (mig langar samt að skríða út úr rúminu ámorgun til þess að checka out síðasta sýninguna af Gaukshreiðrið) og komst ekki í þennan kvikmynda-gagnrýnis-málfund-eitthvað á laugardeginum. En það jákvæða er samt að ég hef náð að sjá nokkrar myndir heima:
Swingers (1996) - 8/10. Trent, the beautiful babies don't work the midnight to six shift on a Wednesday. This is like the skank shift.
Swingers er cult mynd sem fjallar um ástarlíf nokkra atvinnulausra leikara í Hollywood. Í sviðsljósinu er karakter Jon Favreau og eru vinir hans að reyna fá kjeppz til þess að reyna lukku sína meðal kvenfólksins. Meðal vina hans er Vince Vaughn og Ron Livingston (gaurinn í Office Space) og þetta er myndin þar sem þeir allir svona semi-slógu-i-gegn. Myndagæðin er ekki sú besta (þetta er svona grainy dæmi, svona næstuþví eins og í Clerks (hún var samt svart-hvít)) og myndin er greinilega búin til á litlum budgeti, en mér finnst samt eins og það gæti hafa hjálpað myndina (það hafði allavega engin neikv. áhrif). Myndagæðin veldur því að myndin lítur eldri út en hún virkilega er og passar það vel með hina gömlu swing tónlist sem einkennir myndina. Handritið er ótrulega skemmtilegt og eru samræðurnar oft á tíðum drepfyndnar þar sem Favreau er frekar Woody Allen-legur á meðan Vince Vaughn leikur þess týpa sem hann leikur í allar sínar myndir (og hér er hann bestur). Þrátt fyrir alla brandaranna og skemmtunina þá nær maður samt að tengjast karakter Favreau og finna með honum og er maður líkt og í There's Something About Mary ótrulega hamingjusamur þegar allt að lokum gengur upp fyrir aðalkarakterinn.
Besta atriðið er sennilega þegar þeir eru í hockey og panta mat:
Bound by Honor (1993) - 7/10. When you expect nothing and get everything, that's destiny.
Fjallar um 3 unglinga af rómönskum ættum sem alast upp í fátækrahverfi Los Angeles og fylgjumst við með örlög þeirra. Þótt að þeir allir tengjast glæpaklíkum og ofbeldi frá ungum aldri, þá fara þeir sitthvorra leið í lífinu... einn verður glæpamaður (fylgjumst aðallega með honum), einn verður lögreglumaður og sá síðasti verður listamaður háður dópi. Mér finnst atburðirnir í lífi glæpamannsins vera svaka-spennandi (fyrsta myndin sem ég hef séð sem fer mjög ítarlega í starfsemi glæpagengja í Bandariskum fangelsum). Það sem mér finnst hins vegar frekar slappt er hvernig allir þessir karakterar þurfa að tengjast hvor öðrum í gegnum alla myndina og randomly lenda í aðstæður þar sem einn þeirra þarf að skaða hinn. Þetta minnti mig svona frekar mikið á hvernig ýmsir karakterar í Crash klestu saman með mjög kjánalegu hætti. Aðalleikarinn ofleikur líka í þessa mynd, annars fara hinir leikararnir vel með hlutverk sín; þá aðallega Jesse Borrego (Con Air og helling af sjónvarpsþáttum) og Benjamin Bratt (sem var með svakalegt potential að mínu mati en það varð svo ekkert af honum). Annars fara Billy Bob Thornton, Ving Rhames og Danny Trejo með cameo hlutverk. Grand Theft Auto hefur sennilega sótt mikinn innblástur úr þessa mynd.
The Day the Earth Stood Still (1951) - 7/10. Your choice is simple: join us and live in peace, or pursue your present course and face obliteration. We shall be waiting for your answer. The decision rests with you.
Fræg sci-fi mynd sem varð endurgerð fyrir ári síðan. Þetta er önnur myndin eftir Robert Wise sem ég hef séð og er hún talsvert betri en sú fyrri (The Sand Pebbles). Plottið er mjög skemmtilegt og áhugavert þar sem geimvera frá annarri plánetu lendur á jörðina og labbar á meðal okkar og við skoðum eiginlega okkur sjálf í gegnum sjónarhorninu hans og gerum grein fyrir hversu brjálæð og undarleg við erum. Þetta minnir mikið á hvernig plottið í Miracle on 34th Street er en þá fylgjumst við með jólasveininum sem er á ferðum í New York og er hann svo gjafmildur, góður og vingjarnlegur að honum verður hent inn á geðveikrahæli. Líkt og í þessa mynd þá ferðast þessi framandi einstaklingur ásamt manneskjubarni og þarf barnið eiginlega að útskýra margt fyrir honum. Tæknibrellurnar eru ekkert að hrópa húrra fyrir að minu mati, enda var alltaf notað sama skæra ljós trikkið í hvert skipti sem eitthvað ótrulegt átti að gerast (t.d. þegar geimveran drepur einhverja manneskju með geislann sinn þá birtist skært ljós á skjánum þar sem maðurinn stendur og skjárinn frosnar og svo hverfur ljósið og þá er maðurinn líka búinn að hverfa). Tónlistin hans Benard Herrmann er einnig skemmtileg og frekar spooky fyrir sinn tíma.
Tuesday, September 22, 2009
Sunday, September 6, 2009
Myndir sem ég sá í síðustu viku
The Wicker Man (1973) - 8/10. O, Lord! O, Jesus Christ!
Þetta er bresk cult mynd með Edward Woodward, Cristopher Lee og Britt Ekland í aðalhlutverkum. Handritið er skrifað af prakkaranum Anthony Shaffer sem gerði einnig handritin að Sleuth (1970) (9/10) og Hitchcock myndina Frenzy (1972) (8/10). Söguþráðurinn er þannig að löggan Edward Woodward er kominn til eyjunnar Summerisle að leita eftir týnda stúlku. Fólkið á eyjunni kannast ekkert við þessa stúlku en löggan grunar að stúlkan muni láta lífið í heiðna hátíð sem muni eiga sér stað eftir nokkra daga og verður hann því að finna hana áður en... Eyjan er sem sagt heiðin að keltneskum sið og er Cristopher Lee (Saruman, Scaramanga) andlegur leiðtogi þeirra. Karakterinn hans Edward Woodwards er hins vegar mjög strangtrúaður kaþolikki og leikur hann hlutverk sitt frábærlega þar sem hann er alla myndina að leika uberpirraðan gaur sem fær kast yfir alla heiðna siði sem hann sér á eyjunni.
Þessi mynd er einn sú furðulegasta sem ég hef séð og nær hún með undarlegri folk tónlist, söngatriðum og karakterum að byggja upp atmosphere sem ég hef aldrei séð áður. Finnst mér þessi trailer nokkuð veginn lýsa því vel:
Endirinn er svo einn hryllilegasti, ógnvekjandi og yndislega daprasti endir sem ég hef séð. The Mist hvað? Ein af þessum sem allir kvikmynda áhugamenn verða sjá.
Inglourious Basterds (2009) - 8/10. Bonjourno
Trailerinn fyrir þessa mynda var arfaslök, Death Proof var slöpp, og Kill Bill myndirnar voru skref niðurávið fyrir Tarantino þannig ég bjóst ekki við miklu. Tarantino kom mér samt á óvart og hefur hann greinilega fundið góða taktana aftur. Myndin er gjörsamlega brjáluð en hún nær alveg að halda jafnvægi þannig að brjálæðin er ekkert yfirþyrmandi. Myndin er vel leikin, þá sérstaklega af Cristoph Waltz sem leikur The Jew Hunter og Brad Pitt sem leikur herforingjann Aldo Raine með þykkan Tennessee hreim sem er s.n.i.l.l.d. Karakter Brad Pitts minnir mig smá á karakter Sam Jacksons í Pulp Fiction þar sem þeir eru báðir hálfgerðir heimspekingar með miklar pælingar og lífsgildi... en þeir eru samt geðbilaðar drápsmaskínur. Annars var gaman að sjá vísbendingarnar í aðrar myndir, Sergio Leone vísanirnar, the Dirty Dozen skotið (þegar Brad Pitt/Lee Marvin er fyrst að fara tala við sína menn), Cat People lagið eftir David Bowie og svo bíosals-lokaatriðið sem gefur manni svakalega deja vu tilfinningu yfir Carrie. Annað sem ég fílaði í botn er skortur á væmni og hvernig Tarantino er ekkert að reyna vera neinn Ron Howard og reyna ná PG-13 mynd með því að sleppa mörgum grófum atriðum (mér fannst þessi oj atriði bæta myndina mjög og gefa henni tón). Besta atriði myndarinnar er pottþétt þegar Brad Pitt og co eru að reyna tala ítölsku en síðustu 5 mínútur myndarinnar eru meðal flottustu lokamínútur sem ég hef séð. Besta myndin í ár (move over, Karlar sem hate konur). Get ekki beðið eftir næstu mynd Tarantinos.
Citizen Kane (1941) - 10/10. Rosebud
Ég sá þessa reyndar ekki í síðustu viku (hef séð hana nokkrum sinnum áður) en þarf samt að skrifa um hana. Myndin er leikstýrð, skrifuð og leikin af Orson Welles með tónlist eftir meistara Bernard Hermann og með hinum mjög svo vanmetna Joseph Cotten (The Third Man, Shadow of a Doubt) í aukahlutverk. Myndin segir lífssögu karakter Welles sem verður að fjölmiðlajöfri og sýnir hvernig ungur, hraustur maður með góð lísgildi breyttist í vondan, einmanna ref innilokaður í höllina sína (rís og fall sem sagt, svona Scarface, There Will Be Blood dæmi). Það er meir en ár síðan ég sá þessa mynd en flottasti atriðin sem ég man eftir úr henni er sennilega atriðið þar sem foreldrar Welles tala við einhvern fjármálagaur og Welles (sem barn) er sýndur leika úti í snjónum og svo fer myndavélin út gegnum gluggan til barnsins. Þetta atriði ásamt helling af öðrum hafa verið eftirhermd í Simpsons, maður veit alltaf að mynd er góð/merkileg þegar hún er eftirhermd í fyrstu 10 seríurnar af Simpsons. Byrjunaratriðið er einnig svakalega flott og á maður erfitt með að skilja hvernig þeir náðu að taka slíkt upp fyrir 70 árum. Þessi mynd er meistaraverk.
Btw Siggi, ég er búna svara tölvupóstinn þinn.
Þetta er bresk cult mynd með Edward Woodward, Cristopher Lee og Britt Ekland í aðalhlutverkum. Handritið er skrifað af prakkaranum Anthony Shaffer sem gerði einnig handritin að Sleuth (1970) (9/10) og Hitchcock myndina Frenzy (1972) (8/10). Söguþráðurinn er þannig að löggan Edward Woodward er kominn til eyjunnar Summerisle að leita eftir týnda stúlku. Fólkið á eyjunni kannast ekkert við þessa stúlku en löggan grunar að stúlkan muni láta lífið í heiðna hátíð sem muni eiga sér stað eftir nokkra daga og verður hann því að finna hana áður en... Eyjan er sem sagt heiðin að keltneskum sið og er Cristopher Lee (Saruman, Scaramanga) andlegur leiðtogi þeirra. Karakterinn hans Edward Woodwards er hins vegar mjög strangtrúaður kaþolikki og leikur hann hlutverk sitt frábærlega þar sem hann er alla myndina að leika uberpirraðan gaur sem fær kast yfir alla heiðna siði sem hann sér á eyjunni.
Þessi mynd er einn sú furðulegasta sem ég hef séð og nær hún með undarlegri folk tónlist, söngatriðum og karakterum að byggja upp atmosphere sem ég hef aldrei séð áður. Finnst mér þessi trailer nokkuð veginn lýsa því vel:
Endirinn er svo einn hryllilegasti, ógnvekjandi og yndislega daprasti endir sem ég hef séð. The Mist hvað? Ein af þessum sem allir kvikmynda áhugamenn verða sjá.
Inglourious Basterds (2009) - 8/10. Bonjourno
Trailerinn fyrir þessa mynda var arfaslök, Death Proof var slöpp, og Kill Bill myndirnar voru skref niðurávið fyrir Tarantino þannig ég bjóst ekki við miklu. Tarantino kom mér samt á óvart og hefur hann greinilega fundið góða taktana aftur. Myndin er gjörsamlega brjáluð en hún nær alveg að halda jafnvægi þannig að brjálæðin er ekkert yfirþyrmandi. Myndin er vel leikin, þá sérstaklega af Cristoph Waltz sem leikur The Jew Hunter og Brad Pitt sem leikur herforingjann Aldo Raine með þykkan Tennessee hreim sem er s.n.i.l.l.d. Karakter Brad Pitts minnir mig smá á karakter Sam Jacksons í Pulp Fiction þar sem þeir eru báðir hálfgerðir heimspekingar með miklar pælingar og lífsgildi... en þeir eru samt geðbilaðar drápsmaskínur. Annars var gaman að sjá vísbendingarnar í aðrar myndir, Sergio Leone vísanirnar, the Dirty Dozen skotið (þegar Brad Pitt/Lee Marvin er fyrst að fara tala við sína menn), Cat People lagið eftir David Bowie og svo bíosals-lokaatriðið sem gefur manni svakalega deja vu tilfinningu yfir Carrie. Annað sem ég fílaði í botn er skortur á væmni og hvernig Tarantino er ekkert að reyna vera neinn Ron Howard og reyna ná PG-13 mynd með því að sleppa mörgum grófum atriðum (mér fannst þessi oj atriði bæta myndina mjög og gefa henni tón). Besta atriði myndarinnar er pottþétt þegar Brad Pitt og co eru að reyna tala ítölsku en síðustu 5 mínútur myndarinnar eru meðal flottustu lokamínútur sem ég hef séð. Besta myndin í ár (move over, Karlar sem hate konur). Get ekki beðið eftir næstu mynd Tarantinos.
Citizen Kane (1941) - 10/10. Rosebud
Ég sá þessa reyndar ekki í síðustu viku (hef séð hana nokkrum sinnum áður) en þarf samt að skrifa um hana. Myndin er leikstýrð, skrifuð og leikin af Orson Welles með tónlist eftir meistara Bernard Hermann og með hinum mjög svo vanmetna Joseph Cotten (The Third Man, Shadow of a Doubt) í aukahlutverk. Myndin segir lífssögu karakter Welles sem verður að fjölmiðlajöfri og sýnir hvernig ungur, hraustur maður með góð lísgildi breyttist í vondan, einmanna ref innilokaður í höllina sína (rís og fall sem sagt, svona Scarface, There Will Be Blood dæmi). Það er meir en ár síðan ég sá þessa mynd en flottasti atriðin sem ég man eftir úr henni er sennilega atriðið þar sem foreldrar Welles tala við einhvern fjármálagaur og Welles (sem barn) er sýndur leika úti í snjónum og svo fer myndavélin út gegnum gluggan til barnsins. Þetta atriði ásamt helling af öðrum hafa verið eftirhermd í Simpsons, maður veit alltaf að mynd er góð/merkileg þegar hún er eftirhermd í fyrstu 10 seríurnar af Simpsons. Byrjunaratriðið er einnig svakalega flott og á maður erfitt með að skilja hvernig þeir náðu að taka slíkt upp fyrir 70 árum. Þessi mynd er meistaraverk.
Btw Siggi, ég er búna svara tölvupóstinn þinn.
Subscribe to:
Posts (Atom)