Hef verið veikur frá því á föstudag og hef því ekki náð að sjá neina RIFF mynd (mig langar samt að skríða út úr rúminu ámorgun til þess að checka out síðasta sýninguna af Gaukshreiðrið) og komst ekki í þennan kvikmynda-gagnrýnis-málfund-eitthvað á laugardeginum. En það jákvæða er samt að ég hef náð að sjá nokkrar myndir heima:
Swingers (1996) - 8/10. Trent, the beautiful babies don't work the midnight to six shift on a Wednesday. This is like the skank shift.
Swingers er cult mynd sem fjallar um ástarlíf nokkra atvinnulausra leikara í Hollywood. Í sviðsljósinu er karakter Jon Favreau og eru vinir hans að reyna fá kjeppz til þess að reyna lukku sína meðal kvenfólksins. Meðal vina hans er Vince Vaughn og Ron Livingston (gaurinn í Office Space) og þetta er myndin þar sem þeir allir svona semi-slógu-i-gegn. Myndagæðin er ekki sú besta (þetta er svona grainy dæmi, svona næstuþví eins og í Clerks (hún var samt svart-hvít)) og myndin er greinilega búin til á litlum budgeti, en mér finnst samt eins og það gæti hafa hjálpað myndina (það hafði allavega engin neikv. áhrif). Myndagæðin veldur því að myndin lítur eldri út en hún virkilega er og passar það vel með hina gömlu swing tónlist sem einkennir myndina. Handritið er ótrulega skemmtilegt og eru samræðurnar oft á tíðum drepfyndnar þar sem Favreau er frekar Woody Allen-legur á meðan Vince Vaughn leikur þess týpa sem hann leikur í allar sínar myndir (og hér er hann bestur). Þrátt fyrir alla brandaranna og skemmtunina þá nær maður samt að tengjast karakter Favreau og finna með honum og er maður líkt og í There's Something About Mary ótrulega hamingjusamur þegar allt að lokum gengur upp fyrir aðalkarakterinn.
Besta atriðið er sennilega þegar þeir eru í hockey og panta mat:
Bound by Honor (1993) - 7/10. When you expect nothing and get everything, that's destiny.
Fjallar um 3 unglinga af rómönskum ættum sem alast upp í fátækrahverfi Los Angeles og fylgjumst við með örlög þeirra. Þótt að þeir allir tengjast glæpaklíkum og ofbeldi frá ungum aldri, þá fara þeir sitthvorra leið í lífinu... einn verður glæpamaður (fylgjumst aðallega með honum), einn verður lögreglumaður og sá síðasti verður listamaður háður dópi. Mér finnst atburðirnir í lífi glæpamannsins vera svaka-spennandi (fyrsta myndin sem ég hef séð sem fer mjög ítarlega í starfsemi glæpagengja í Bandariskum fangelsum). Það sem mér finnst hins vegar frekar slappt er hvernig allir þessir karakterar þurfa að tengjast hvor öðrum í gegnum alla myndina og randomly lenda í aðstæður þar sem einn þeirra þarf að skaða hinn. Þetta minnti mig svona frekar mikið á hvernig ýmsir karakterar í Crash klestu saman með mjög kjánalegu hætti. Aðalleikarinn ofleikur líka í þessa mynd, annars fara hinir leikararnir vel með hlutverk sín; þá aðallega Jesse Borrego (Con Air og helling af sjónvarpsþáttum) og Benjamin Bratt (sem var með svakalegt potential að mínu mati en það varð svo ekkert af honum). Annars fara Billy Bob Thornton, Ving Rhames og Danny Trejo með cameo hlutverk. Grand Theft Auto hefur sennilega sótt mikinn innblástur úr þessa mynd.
The Day the Earth Stood Still (1951) - 7/10. Your choice is simple: join us and live in peace, or pursue your present course and face obliteration. We shall be waiting for your answer. The decision rests with you.
Fræg sci-fi mynd sem varð endurgerð fyrir ári síðan. Þetta er önnur myndin eftir Robert Wise sem ég hef séð og er hún talsvert betri en sú fyrri (The Sand Pebbles). Plottið er mjög skemmtilegt og áhugavert þar sem geimvera frá annarri plánetu lendur á jörðina og labbar á meðal okkar og við skoðum eiginlega okkur sjálf í gegnum sjónarhorninu hans og gerum grein fyrir hversu brjálæð og undarleg við erum. Þetta minnir mikið á hvernig plottið í Miracle on 34th Street er en þá fylgjumst við með jólasveininum sem er á ferðum í New York og er hann svo gjafmildur, góður og vingjarnlegur að honum verður hent inn á geðveikrahæli. Líkt og í þessa mynd þá ferðast þessi framandi einstaklingur ásamt manneskjubarni og þarf barnið eiginlega að útskýra margt fyrir honum. Tæknibrellurnar eru ekkert að hrópa húrra fyrir að minu mati, enda var alltaf notað sama skæra ljós trikkið í hvert skipti sem eitthvað ótrulegt átti að gerast (t.d. þegar geimveran drepur einhverja manneskju með geislann sinn þá birtist skært ljós á skjánum þar sem maðurinn stendur og skjárinn frosnar og svo hverfur ljósið og þá er maðurinn líka búinn að hverfa). Tónlistin hans Benard Herrmann er einnig skemmtileg og frekar spooky fyrir sinn tíma.
Tuesday, September 22, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Fín færsla. 7 stig.
ReplyDelete