The Wicker Man (1973) - 8/10. O, Lord! O, Jesus Christ!
Þetta er bresk cult mynd með Edward Woodward, Cristopher Lee og Britt Ekland í aðalhlutverkum. Handritið er skrifað af prakkaranum Anthony Shaffer sem gerði einnig handritin að Sleuth (1970) (9/10) og Hitchcock myndina Frenzy (1972) (8/10). Söguþráðurinn er þannig að löggan Edward Woodward er kominn til eyjunnar Summerisle að leita eftir týnda stúlku. Fólkið á eyjunni kannast ekkert við þessa stúlku en löggan grunar að stúlkan muni láta lífið í heiðna hátíð sem muni eiga sér stað eftir nokkra daga og verður hann því að finna hana áður en... Eyjan er sem sagt heiðin að keltneskum sið og er Cristopher Lee (Saruman, Scaramanga) andlegur leiðtogi þeirra. Karakterinn hans Edward Woodwards er hins vegar mjög strangtrúaður kaþolikki og leikur hann hlutverk sitt frábærlega þar sem hann er alla myndina að leika uberpirraðan gaur sem fær kast yfir alla heiðna siði sem hann sér á eyjunni.
Þessi mynd er einn sú furðulegasta sem ég hef séð og nær hún með undarlegri folk tónlist, söngatriðum og karakterum að byggja upp atmosphere sem ég hef aldrei séð áður. Finnst mér þessi trailer nokkuð veginn lýsa því vel:
Endirinn er svo einn hryllilegasti, ógnvekjandi og yndislega daprasti endir sem ég hef séð. The Mist hvað? Ein af þessum sem allir kvikmynda áhugamenn verða sjá.
Inglourious Basterds (2009) - 8/10. Bonjourno
Trailerinn fyrir þessa mynda var arfaslök, Death Proof var slöpp, og Kill Bill myndirnar voru skref niðurávið fyrir Tarantino þannig ég bjóst ekki við miklu. Tarantino kom mér samt á óvart og hefur hann greinilega fundið góða taktana aftur. Myndin er gjörsamlega brjáluð en hún nær alveg að halda jafnvægi þannig að brjálæðin er ekkert yfirþyrmandi. Myndin er vel leikin, þá sérstaklega af Cristoph Waltz sem leikur The Jew Hunter og Brad Pitt sem leikur herforingjann Aldo Raine með þykkan Tennessee hreim sem er s.n.i.l.l.d. Karakter Brad Pitts minnir mig smá á karakter Sam Jacksons í Pulp Fiction þar sem þeir eru báðir hálfgerðir heimspekingar með miklar pælingar og lífsgildi... en þeir eru samt geðbilaðar drápsmaskínur. Annars var gaman að sjá vísbendingarnar í aðrar myndir, Sergio Leone vísanirnar, the Dirty Dozen skotið (þegar Brad Pitt/Lee Marvin er fyrst að fara tala við sína menn), Cat People lagið eftir David Bowie og svo bíosals-lokaatriðið sem gefur manni svakalega deja vu tilfinningu yfir Carrie. Annað sem ég fílaði í botn er skortur á væmni og hvernig Tarantino er ekkert að reyna vera neinn Ron Howard og reyna ná PG-13 mynd með því að sleppa mörgum grófum atriðum (mér fannst þessi oj atriði bæta myndina mjög og gefa henni tón). Besta atriði myndarinnar er pottþétt þegar Brad Pitt og co eru að reyna tala ítölsku en síðustu 5 mínútur myndarinnar eru meðal flottustu lokamínútur sem ég hef séð. Besta myndin í ár (move over, Karlar sem hate konur). Get ekki beðið eftir næstu mynd Tarantinos.
Citizen Kane (1941) - 10/10. Rosebud
Ég sá þessa reyndar ekki í síðustu viku (hef séð hana nokkrum sinnum áður) en þarf samt að skrifa um hana. Myndin er leikstýrð, skrifuð og leikin af Orson Welles með tónlist eftir meistara Bernard Hermann og með hinum mjög svo vanmetna Joseph Cotten (The Third Man, Shadow of a Doubt) í aukahlutverk. Myndin segir lífssögu karakter Welles sem verður að fjölmiðlajöfri og sýnir hvernig ungur, hraustur maður með góð lísgildi breyttist í vondan, einmanna ref innilokaður í höllina sína (rís og fall sem sagt, svona Scarface, There Will Be Blood dæmi). Það er meir en ár síðan ég sá þessa mynd en flottasti atriðin sem ég man eftir úr henni er sennilega atriðið þar sem foreldrar Welles tala við einhvern fjármálagaur og Welles (sem barn) er sýndur leika úti í snjónum og svo fer myndavélin út gegnum gluggan til barnsins. Þetta atriði ásamt helling af öðrum hafa verið eftirhermd í Simpsons, maður veit alltaf að mynd er góð/merkileg þegar hún er eftirhermd í fyrstu 10 seríurnar af Simpsons. Byrjunaratriðið er einnig svakalega flott og á maður erfitt með að skilja hvernig þeir náðu að taka slíkt upp fyrir 70 árum. Þessi mynd er meistaraverk.
Btw Siggi, ég er búna svara tölvupóstinn þinn.
Sunday, September 6, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Fín færsla. 7 stig.
ReplyDeleteGóður punktur með Dirty Dozen vísunina - það er orðið það langt síðan ég sá hana að ég fattaði það ekki. Sama má segja um Carrie. Ég er ekki frá því að ég sé sammála þér, Inglourious Basterds er að öllum líkindum besta nýja myndin sem ég hef séð í ár.
Twistið og endirinn á Wicker Man er bara snilld.
Í hvaða Simpsons þætti var aftur þessi vísun? Það var eitthvað með æsku Mr. Burns, ekki satt?
Hérna er nett síða með Simpsons parodíur: http://www.totalfilm.com/features/the-50-greatest-simpsons-movie-references
ReplyDeleteCitizen Kane kom mikið við sögu í þættinum þar sem Burns átti afmæli og langaði í gamla bangsann sinn Bobo (Rosebud).