Lone Star (1996) - 6/10. No telling yet if there's been a crime, but this country's seen a fair amount of disagreements over the years.

Mynd leikstýrð af John Sayles með hinum frábæra Chris Cooper í aðalhlutverki. Þegar ungur sheriff (Chris Cooper) finnur úrelt lík af fyrrverandi sheriff í þorpi sínu í the Lone Star state (Texas) þá þarf hann að kafa í fortíðina og finna morðingjann. Er þá saga þorpsins sýnd úr sjónarhornum margra íbúa og er kíkt inn í fortíðina með flashbacks. Allir þessir karakterar og öl þessi sjónarhorn reyndust flókin til að byrja með en fannst mér söguþráðurinn skýrast mun betur þar sem myndin leið. Eins og með flestar myndir sem eiga sér stað í Deep Southið þá er frekar rómantískt atmosphere þar sem manneskjurnar eru frekar einfaldar og tjáningarnar þeirra einnig. Mér finnst hins vegar of margar persónur og sjónarhornum lýst í þessari mynd og mætti alveg að losa sig við nokkrum af þessum sub-plottum til þess að bæta myndina. Samt sem áður var þessi mynd ágæt skemmtun.
Ocean's Eleven (2001) - 7/10. Smash and grab job, huh?

Mynd leikstýrð af Steven Söderbergh í þeim tilgangi að leyfa Brad Pitt, George Clooney og þeirra posse að koma saman og skemmta sér (svona eins og með Trantino og Rodriguez við framleiðslu Grindhouse). Plottið er þannig að 11 menn eru að fara ræna helling af $ úr kasinóum í Las Vegas og er það mjög erfitt og því þurfa þessi 11 gaurar að plana glæpin vel. Undirbúningur glæpsins er sýndur með The Killing hætti en þá er öll detail glæpsins úrskýrð með nákvæmum hætti áður en glæpurinn á sér stað. Atmospherið er mjög óalvarlegt og fyndið en það breyttist allt þegar Julia Roberts og hennar sállausa andlit kemur upp á skjáinn og hún algjörlega messar myndina upp.
Wall Street (1987) - 7/10. Greed is good.

Oliver Stone mynd sem skartar Charlie Sheen og Michael Douglas í aðalhlutverkum. Hún fjallar eins og nafnið ber að kynna um lífið á Wall Street og fylgjumst við með rís og fall Charlie Sheens í þeim einkennilega heimi. Er strax útskýrt fyrir okkur hvernig auðveldasta leiðin til að þéna peninga á Wall Street er með því að gera ólöglega og ósiðlega hluti. Karakter Michael Douglas fær Charlie Sheen til þess að gera ósiðlega hluti en svo með mjög fyrirsjáanlegum hætti ákveður Sheen alltíeinu að hætta vera vondur strákur og fer að vinna gegn Michael Douglas. Frammistaða Michael Douglas er frábær og vann hann Oscar verðlaun sem hinn úber-siðlausi Gordon Gekko. Martin Sheen leikur faðir Charlies og í þau fáu atriði sem hann kemur við sögu stendur hann sig með prýði. Wall Street hefði getað verið mun betri en hún gefur samt sem áður áhugaverða innsýn í heimi viðskiptajöfra.
The Longest Day (1962) - 7/10. You remember it. Remember every bit of it, 'cause we are on the eve of a day that people are going to talk about long after we are dead and gone.

Stríðsmynd um innrásina í Normandy sem skartar stjörnum eins og John Wayne, Henry Fonda, Rod Steiger, Sean Connery og Robert Mitchum. Ég hef séð margar frásagnir af Normandy innrásina en í öllum þeim myndum/þáttum var innrásin einungis brot af söguþræðinum og var frekar einblínt á stríðið í heild sinni. Þessi mynd segir þó einungis frá innrásina sjálfa og undirbúningin fyrir hana. Leikstjórnin er mjög fagmannleg en hún gefur okkur nákvæmt lýsing á atburðum tengd innrásina og er öllum sjónarhornum lýst (sjónarhorn Frakka, Breta, Amerikana og Þjóðverja). Fannst mér þó frásögnin kanski aðeins of fræðileg og það vantaði að minu mati persónulega innsýn. Það eru margar karakterar og fá meðal annars allir þessar stórstjörnur aðeins nokkrar mínútur hver og einn fyrir framan myndavélina. Það er þá ekkert kafað neitt djúpt í þessar persónur. Besta atriði myndarinnar er að minu mati þegar Amerikanar parachuta sig inn í þorpi og festist einn gaur efst í kirkjuturni og getur ekki losnað. Sjáum við þá orrustuna á vigvellinum útfrá sjónarhorninu hans og finnst mér það frekar groovy. Brot af þeirri orrustu má sjá hér: