Ein spurning: Hversu mörg bloggstig þarf maður að ná samtals á þessari önn?
Lone Star (1996) - 6/10. No telling yet if there's been a crime, but this country's seen a fair amount of disagreements over the years.
Mynd leikstýrð af John Sayles með hinum frábæra Chris Cooper í aðalhlutverki. Þegar ungur sheriff (Chris Cooper) finnur úrelt lík af fyrrverandi sheriff í þorpi sínu í the Lone Star state (Texas) þá þarf hann að kafa í fortíðina og finna morðingjann. Er þá saga þorpsins sýnd úr sjónarhornum margra íbúa og er kíkt inn í fortíðina með flashbacks. Allir þessir karakterar og öl þessi sjónarhorn reyndust flókin til að byrja með en fannst mér söguþráðurinn skýrast mun betur þar sem myndin leið. Eins og með flestar myndir sem eiga sér stað í Deep Southið þá er frekar rómantískt atmosphere þar sem manneskjurnar eru frekar einfaldar og tjáningarnar þeirra einnig. Mér finnst hins vegar of margar persónur og sjónarhornum lýst í þessari mynd og mætti alveg að losa sig við nokkrum af þessum sub-plottum til þess að bæta myndina. Samt sem áður var þessi mynd ágæt skemmtun.
Ocean's Eleven (2001) - 7/10. Smash and grab job, huh?
Mynd leikstýrð af Steven Söderbergh í þeim tilgangi að leyfa Brad Pitt, George Clooney og þeirra posse að koma saman og skemmta sér (svona eins og með Trantino og Rodriguez við framleiðslu Grindhouse). Plottið er þannig að 11 menn eru að fara ræna helling af $ úr kasinóum í Las Vegas og er það mjög erfitt og því þurfa þessi 11 gaurar að plana glæpin vel. Undirbúningur glæpsins er sýndur með The Killing hætti en þá er öll detail glæpsins úrskýrð með nákvæmum hætti áður en glæpurinn á sér stað. Atmospherið er mjög óalvarlegt og fyndið en það breyttist allt þegar Julia Roberts og hennar sállausa andlit kemur upp á skjáinn og hún algjörlega messar myndina upp.
Wall Street (1987) - 7/10. Greed is good.
Oliver Stone mynd sem skartar Charlie Sheen og Michael Douglas í aðalhlutverkum. Hún fjallar eins og nafnið ber að kynna um lífið á Wall Street og fylgjumst við með rís og fall Charlie Sheens í þeim einkennilega heimi. Er strax útskýrt fyrir okkur hvernig auðveldasta leiðin til að þéna peninga á Wall Street er með því að gera ólöglega og ósiðlega hluti. Karakter Michael Douglas fær Charlie Sheen til þess að gera ósiðlega hluti en svo með mjög fyrirsjáanlegum hætti ákveður Sheen alltíeinu að hætta vera vondur strákur og fer að vinna gegn Michael Douglas. Frammistaða Michael Douglas er frábær og vann hann Oscar verðlaun sem hinn úber-siðlausi Gordon Gekko. Martin Sheen leikur faðir Charlies og í þau fáu atriði sem hann kemur við sögu stendur hann sig með prýði. Wall Street hefði getað verið mun betri en hún gefur samt sem áður áhugaverða innsýn í heimi viðskiptajöfra.
The Longest Day (1962) - 7/10. You remember it. Remember every bit of it, 'cause we are on the eve of a day that people are going to talk about long after we are dead and gone.
Stríðsmynd um innrásina í Normandy sem skartar stjörnum eins og John Wayne, Henry Fonda, Rod Steiger, Sean Connery og Robert Mitchum. Ég hef séð margar frásagnir af Normandy innrásina en í öllum þeim myndum/þáttum var innrásin einungis brot af söguþræðinum og var frekar einblínt á stríðið í heild sinni. Þessi mynd segir þó einungis frá innrásina sjálfa og undirbúningin fyrir hana. Leikstjórnin er mjög fagmannleg en hún gefur okkur nákvæmt lýsing á atburðum tengd innrásina og er öllum sjónarhornum lýst (sjónarhorn Frakka, Breta, Amerikana og Þjóðverja). Fannst mér þó frásögnin kanski aðeins of fræðileg og það vantaði að minu mati persónulega innsýn. Það eru margar karakterar og fá meðal annars allir þessar stórstjörnur aðeins nokkrar mínútur hver og einn fyrir framan myndavélina. Það er þá ekkert kafað neitt djúpt í þessar persónur. Besta atriði myndarinnar er að minu mati þegar Amerikanar parachuta sig inn í þorpi og festist einn gaur efst í kirkjuturni og getur ekki losnað. Sjáum við þá orrustuna á vigvellinum útfrá sjónarhorninu hans og finnst mér það frekar groovy. Brot af þeirri orrustu má sjá hér:
Thursday, October 29, 2009
Saturday, October 17, 2009
Surrogates, Raising Arizona + Diamonds'r'Forever
Surrogates (2009) - 4/10. Leiðinleg mynd þar sem Bruce Willis leikur dúkku-utgáfu af sjálfum sér. Útlitið hans og flestra aðra karaktera í myndina er afar sérstakt en þau líta öll út eins og Bratz útgáfur af sjálfum sér. Mér fannst það frekar viðbjóðslegt úr sjónrænu sjónarhorni og gerir það alla myndina að frekar leiðinlegri upplifun.
Raizing Arizona (1987) - 8/10. Edwina's insides were a rocky place where my seed could find no purchase.
Skemmtileg flipp-mynd hjá Coen bræður með Nicholas Cage, Holly Hunter og minn sensei John Goodman í aðalhlutverkum. Þetta er dæmigerð flipp-mynd hjá þeim bræðrum og hafa þeir allan ferilinn sinn náð að búa til svona geðveikar grínmyndir innámilli alvarlegu myndirnar og sýnir þetta hversu fjölhæfir þeir eru. Plottið er þannig að Cage og Hunter hittast og kvænast eftir að hafa hist margoft (Cage er síafbrotamaður og Hunter er lögreglugellan sem tekur myndir af glæpamönnum) og er sagt frá öllu þessu saman í intróinu sem er epískt flott. "Hvatningaratvik" myndarinnar verður þó að hjónin langar í barn en Hunter er ófrjó og þau mega ekki ættleiða því að Cage er á sakaskrá ("Biology and the prejudices of others conspired to keep us childless."). Þurfa þau að leysa þessu og gera það með því að ræna barni frá fjölskyldu sem var að eignast fimmbura... en þá hefst mikil flækja og eltingarleikur þar sem helling af fólki fer að eltast eftir þeim hjónunum (þar á meðal einhver satanískur gaur á mótorhjóli & John Goodman + félagi hans). Jafnvel þótt myndin er súper-kjánaleg og allir karakterar mjög ýktar týpar þá ná áhorfendur samt að byggja upp tilfinningar fyrir Cage og Hunter, og er loka-atriðið frábærlega útfært. Must-see mynd fyrir Coen aðdáendur.
Introið:
Diamonds Are Forever (1971) - 5/10. Well, I'm afraid you've caught me with more than my hands up.
Bond mynd þar sem Blofeld er búinn að stela helling af demöntum sem hann ætlar að setja í eitthvað súper-geimvopn (demantarnir áttu að spegla ljósarorku í einhvern súper-geisla sem getur eyðilagt allt) í þeim tilgangi að fjárkúga heiminum. Intro myndarinnar er ágætt (Casino Royale introið er langflottast af mínu mati (en myndin sjálf var ekkert sérstök)) og Bond lagið eftir Shirley Bassey er gott. Myndin byrjar með jákvæðum hætti en þá er aðal-nemesisin hans Bond "Blofeld" drepinn (en svo kemur í ljós að svo var ekki og að gaurinn sem dó var tvífari hans Blofelds). Ég veit ekki alveg hvað sem var að gerast í miðparta myndarinnar en ég sofnaði í miðjum eltingarleik í Hollandi og vaknaði korter seinna og þá var Bond kominn í nýjan eltingarleik í Nevada eyðimörkina þar sem hann var í einhvers konar geimfarabíl og fylgdur af óvínum á litlum þríhjólabílum. Myndin var frekar ómerkileg og þessi campy húmor náði ekki til mín í þessari mynd. Það langbesta með þessa mynd var samt atvikið þegar Bond var að sjarma einni brjótsgóðri gellu en hún hét Plenty O'Toole (og eins og nafnið ber til kynna þá var hún algjört retard) og þau fóru upp á hótelherberginu sínu og í miðjum ástarleik koma óvinirnir og Bond stíngur hendurnar upp í loft og segir "Well, I'm afraid you've caught me with more than my hands up". Sennilega besta Bond one-liner sem ég hef heyrt ("She's had her kicks" úr Russia with Love er einnig epískt) en því miður var myndin í heild sinni ekki nogu góð og langt frá Bond meistaraverkum eins og Goldfinger og GoldenEye.
edit: Tónlistin hans John Barry er btw sjúklega góð í þessa mynd (eins og hún er alltaf)
Sunday, October 4, 2009
Zachary, Cuckoos Nest + Killing Fields
Dear Zachary (2008) - 7/10. ...and he made very sure that he kept the body very far away from the wicked woman who had murdered him.
Heimildamynd sem ég sá á RIFF. Hún fjallar um Andrew Bagby og tilgangur myndarinnar var að fræða son hans, Zachary, um hversu magnaður maður faðir hans var. Andrew er gríðavínsæll gaur sem hefur snert öllum þeim sem hefur kynnst með ótrulegum hætti. Lendir hann svo í óheilsusamlegt ástarsamband við eldri konu, og kóronast það samband með því að hún drepur Andrew eftir að hann hætti saman með henni. Í kjölfar mikilla galla í réttarkerfinu í Norður-Ameriku nær hún að flýja frá justice og er hún flutt til austasta Kanadiskri eyju í Atlantshafi... og er hún orðin ólétt með barni Andrews. Leikstjórinn (sem er besti vinur Andrews) ræðst hörkulega á réttarkerfinu og öllum þeim sem áttu þátt í þessu glæpamáli. Er svo sýnt hvernig foreldrar Andrews flytja alla leið til þessarar eyju til þess að berjast fyrir forræði yfir barnabarni sínu en lýkur þeirri baráttu með svakalegum hætti. Mér finnst klippingin öflug í þessa mynd og verður söguþráður sem er flókinn og torskilinn á yfirborðinu mjög auðskiljanlegur og gefur þessi klipping einnig myndina gott tempó. Umfjöllunarefnið er hjartnæmt og áhugavert, og persónuleg þekking leikstjórans á efninu tekur myndina á hærra þrepi.
One Flew over the Cuckoo's Nest (1975) - 9/10. Which one of you nuts has got any guts?
Þetta er fræg og vel metinn mynd eftir Milos Forman sem ég sá á RIFF. Þetta er myndaútgáfan af bók Ken Keseys sem fjallar um geðveikrahæli í Bandaríkjunum. Plottið er þannig að Jack Nicholsson er lentur á geðveikrahæli og berst gegn yfirvöldum þar. Karakterinn er svona rebel without a cause týpan (eins og James Dean í einmitt Rebel Without a Cause og Paul Newman í Cool Hand Luke) en eins og í þessum myndum þá reynist barátta Nicholssons gegn yfirvöldunum réttlætanleg vegna þess hversu slæm þessi yfirvöld eru. Fara leikararnir með kostum í þessa mynd og þá að minu mati sérstaklega Sydney Lassick sem leikur Chesswick. Sjáum við þá einnig Danny DeVito, Cristopher Lloyd (Back to the Future) og Brad Dourif (Gríma í LOTR) fara með sín fyrstu hlutverk. Finnst mér það endurspegla vel hversu góð þessi mynd er á öllum sviðum sú staðreynd að hún vann Oscar verðlaun í öllum 5 aðalflokkunum.
The Killing Fields (1984) - 7/10. It was there, in the war-torn country side amidst the fighting between government troops and the Khmer Rouge guerrillas, that I met my guide and interpreter, Dith Pran
Stríðsmynd eftir Roland Joffe sem vann nokkur Oscar verðlaun. Fara Haing S. Ngor, Sam Waterston (Law & Order gaurinn) og meistari John Malkovich með aðalhlutverk. Myndin og karakterarnir eru byggðir á sönnum atburðum og persónum en er hún aðallega byggð á sannsögulega bókin The Death and Life of Dith Pran eftir Syd Schanberg. Er okkur sýnt hvernig Khmer Rouge ná yfirvöldum í Kambodia og hvernig Khmer Rouge þrátt fyrir að vera með úbersvalt heiti eru alls ekki úbersvalir. Schanberg og Pran eru meðal journalista á tímum Kambodiustríðsins en devljast þeir of lengi þar eða þangað til Khmer Rouge stjórnin verður grimmari og grimmari og svo að lokum verður Pran tekinn sem þræll en Schanberg sendur til Bandaríkjana. Fjallan svo mynd um 1) baráttu Schanberg til að finna Pran og 2) baráttu Prans við að halda sig á lífi. Fannst mér leikstjórinn geta farið betur með þessa bók þar sem alveg stórkostleg saga er að finna í henni og var þetta að minu mati frekar basic mynd sem reyndi hvorki nýja hluti né reyndi gera eitthvað kreatívt. Það sýndist best með því hvernig svakafræg lög eins og Imagine með John Lennon og Nessun Dorma voru notuð til þess að segja okkur hversu sorgleg business stríð væri. Mér fannst það frekar cheap. Meistari Mike Oldfield var annars composer myndarinnar en fannst mér leikstjórinn bæla niður spooky tónlistina hans frekar mikið með því að annað hvort hafa hana mjög lága eða vera að sýna okkur myndatöku sem er ekki í samræmi við tónlistina.
Heimildamynd sem ég sá á RIFF. Hún fjallar um Andrew Bagby og tilgangur myndarinnar var að fræða son hans, Zachary, um hversu magnaður maður faðir hans var. Andrew er gríðavínsæll gaur sem hefur snert öllum þeim sem hefur kynnst með ótrulegum hætti. Lendir hann svo í óheilsusamlegt ástarsamband við eldri konu, og kóronast það samband með því að hún drepur Andrew eftir að hann hætti saman með henni. Í kjölfar mikilla galla í réttarkerfinu í Norður-Ameriku nær hún að flýja frá justice og er hún flutt til austasta Kanadiskri eyju í Atlantshafi... og er hún orðin ólétt með barni Andrews. Leikstjórinn (sem er besti vinur Andrews) ræðst hörkulega á réttarkerfinu og öllum þeim sem áttu þátt í þessu glæpamáli. Er svo sýnt hvernig foreldrar Andrews flytja alla leið til þessarar eyju til þess að berjast fyrir forræði yfir barnabarni sínu en lýkur þeirri baráttu með svakalegum hætti. Mér finnst klippingin öflug í þessa mynd og verður söguþráður sem er flókinn og torskilinn á yfirborðinu mjög auðskiljanlegur og gefur þessi klipping einnig myndina gott tempó. Umfjöllunarefnið er hjartnæmt og áhugavert, og persónuleg þekking leikstjórans á efninu tekur myndina á hærra þrepi.
One Flew over the Cuckoo's Nest (1975) - 9/10. Which one of you nuts has got any guts?
Þetta er fræg og vel metinn mynd eftir Milos Forman sem ég sá á RIFF. Þetta er myndaútgáfan af bók Ken Keseys sem fjallar um geðveikrahæli í Bandaríkjunum. Plottið er þannig að Jack Nicholsson er lentur á geðveikrahæli og berst gegn yfirvöldum þar. Karakterinn er svona rebel without a cause týpan (eins og James Dean í einmitt Rebel Without a Cause og Paul Newman í Cool Hand Luke) en eins og í þessum myndum þá reynist barátta Nicholssons gegn yfirvöldunum réttlætanleg vegna þess hversu slæm þessi yfirvöld eru. Fara leikararnir með kostum í þessa mynd og þá að minu mati sérstaklega Sydney Lassick sem leikur Chesswick. Sjáum við þá einnig Danny DeVito, Cristopher Lloyd (Back to the Future) og Brad Dourif (Gríma í LOTR) fara með sín fyrstu hlutverk. Finnst mér það endurspegla vel hversu góð þessi mynd er á öllum sviðum sú staðreynd að hún vann Oscar verðlaun í öllum 5 aðalflokkunum.
The Killing Fields (1984) - 7/10. It was there, in the war-torn country side amidst the fighting between government troops and the Khmer Rouge guerrillas, that I met my guide and interpreter, Dith Pran
Stríðsmynd eftir Roland Joffe sem vann nokkur Oscar verðlaun. Fara Haing S. Ngor, Sam Waterston (Law & Order gaurinn) og meistari John Malkovich með aðalhlutverk. Myndin og karakterarnir eru byggðir á sönnum atburðum og persónum en er hún aðallega byggð á sannsögulega bókin The Death and Life of Dith Pran eftir Syd Schanberg. Er okkur sýnt hvernig Khmer Rouge ná yfirvöldum í Kambodia og hvernig Khmer Rouge þrátt fyrir að vera með úbersvalt heiti eru alls ekki úbersvalir. Schanberg og Pran eru meðal journalista á tímum Kambodiustríðsins en devljast þeir of lengi þar eða þangað til Khmer Rouge stjórnin verður grimmari og grimmari og svo að lokum verður Pran tekinn sem þræll en Schanberg sendur til Bandaríkjana. Fjallan svo mynd um 1) baráttu Schanberg til að finna Pran og 2) baráttu Prans við að halda sig á lífi. Fannst mér leikstjórinn geta farið betur með þessa bók þar sem alveg stórkostleg saga er að finna í henni og var þetta að minu mati frekar basic mynd sem reyndi hvorki nýja hluti né reyndi gera eitthvað kreatívt. Það sýndist best með því hvernig svakafræg lög eins og Imagine með John Lennon og Nessun Dorma voru notuð til þess að segja okkur hversu sorgleg business stríð væri. Mér fannst það frekar cheap. Meistari Mike Oldfield var annars composer myndarinnar en fannst mér leikstjórinn bæla niður spooky tónlistina hans frekar mikið með því að annað hvort hafa hana mjög lága eða vera að sýna okkur myndatöku sem er ekki í samræmi við tónlistina.
Subscribe to:
Posts (Atom)