Sunday, October 4, 2009

Zachary, Cuckoos Nest + Killing Fields

Dear Zachary (2008) - 7/10. ...and he made very sure that he kept the body very far away from the wicked woman who had murdered him.













Heimildamynd sem ég sá á RIFF. Hún fjallar um Andrew Bagby og tilgangur myndarinnar var að fræða son hans, Zachary, um hversu magnaður maður faðir hans var. Andrew er gríðavínsæll gaur sem hefur snert öllum þeim sem hefur kynnst með ótrulegum hætti. Lendir hann svo í óheilsusamlegt ástarsamband við eldri konu, og kóronast það samband með því að hún drepur Andrew eftir að hann hætti saman með henni. Í kjölfar mikilla galla í réttarkerfinu í Norður-Ameriku nær hún að flýja frá justice og er hún flutt til austasta Kanadiskri eyju í Atlantshafi... og er hún orðin ólétt með barni Andrews. Leikstjórinn (sem er besti vinur Andrews) ræðst hörkulega á réttarkerfinu og öllum þeim sem áttu þátt í þessu glæpamáli. Er svo sýnt hvernig foreldrar Andrews flytja alla leið til þessarar eyju til þess að berjast fyrir forræði yfir barnabarni sínu en lýkur þeirri baráttu með svakalegum hætti. Mér finnst klippingin öflug í þessa mynd og verður söguþráður sem er flókinn og torskilinn á yfirborðinu mjög auðskiljanlegur og gefur þessi klipping einnig myndina gott tempó. Umfjöllunarefnið er hjartnæmt og áhugavert, og persónuleg þekking leikstjórans á efninu tekur myndina á hærra þrepi.

One Flew over the Cuckoo's Nest (1975) - 9/10. Which one of you nuts has got any guts?















Þetta er fræg og vel metinn mynd eftir Milos Forman sem ég sá á RIFF. Þetta er myndaútgáfan af bók Ken Keseys sem fjallar um geðveikrahæli í Bandaríkjunum. Plottið er þannig að Jack Nicholsson er lentur á geðveikrahæli og berst gegn yfirvöldum þar. Karakterinn er svona rebel without a cause týpan (eins og James Dean í einmitt Rebel Without a Cause og Paul Newman í Cool Hand Luke) en eins og í þessum myndum þá reynist barátta Nicholssons gegn yfirvöldunum réttlætanleg vegna þess hversu slæm þessi yfirvöld eru. Fara leikararnir með kostum í þessa mynd og þá að minu mati sérstaklega Sydney Lassick sem leikur Chesswick. Sjáum við þá einnig Danny DeVito, Cristopher Lloyd (Back to the Future) og Brad Dourif (Gríma í LOTR) fara með sín fyrstu hlutverk. Finnst mér það endurspegla vel hversu góð þessi mynd er á öllum sviðum sú staðreynd að hún vann Oscar verðlaun í öllum 5 aðalflokkunum.

The Killing Fields (1984)
- 7/10. It was there, in the war-torn country side amidst the fighting between government troops and the Khmer Rouge guerrillas, that I met my guide and interpreter, Dith Pran
















Stríðsmynd eftir Roland Joffe sem vann nokkur Oscar verðlaun. Fara Haing S. Ngor, Sam Waterston (Law & Order gaurinn) og meistari John Malkovich með aðalhlutverk. Myndin og karakterarnir eru byggðir á sönnum atburðum og persónum en er hún aðallega byggð á sannsögulega bókin The Death and Life of Dith Pran eftir Syd Schanberg. Er okkur sýnt hvernig Khmer Rouge ná yfirvöldum í Kambodia og hvernig Khmer Rouge þrátt fyrir að vera með úbersvalt heiti eru alls ekki úbersvalir. Schanberg og Pran eru meðal journalista á tímum Kambodiustríðsins en devljast þeir of lengi þar eða þangað til Khmer Rouge stjórnin verður grimmari og grimmari og svo að lokum verður Pran tekinn sem þræll en Schanberg sendur til Bandaríkjana. Fjallan svo mynd um 1) baráttu Schanberg til að finna Pran og 2) baráttu Prans við að halda sig á lífi. Fannst mér leikstjórinn geta farið betur með þessa bók þar sem alveg stórkostleg saga er að finna í henni og var þetta að minu mati frekar basic mynd sem reyndi hvorki nýja hluti né reyndi gera eitthvað kreatívt. Það sýndist best með því hvernig svakafræg lög eins og Imagine með John Lennon og Nessun Dorma voru notuð til þess að segja okkur hversu sorgleg business stríð væri. Mér fannst það frekar cheap. Meistari Mike Oldfield var annars composer myndarinnar en fannst mér leikstjórinn bæla niður spooky tónlistina hans frekar mikið með því að annað hvort hafa hana mjög lága eða vera að sýna okkur myndatöku sem er ekki í samræmi við tónlistina.

1 comment: