Saturday, October 17, 2009

Surrogates, Raising Arizona + Diamonds'r'Forever


Surrogates (2009) - 4/10. Leiðinleg mynd þar sem Bruce Willis leikur dúkku-utgáfu af sjálfum sér. Útlitið hans og flestra aðra karaktera í myndina er afar sérstakt en þau líta öll út eins og Bratz útgáfur af sjálfum sér. Mér fannst það frekar viðbjóðslegt úr sjónrænu sjónarhorni og gerir það alla myndina að frekar leiðinlegri upplifun.

Raizing Arizona (1987) - 8/10. Edwina's insides were a rocky place where my seed could find no purchase.













Skemmtileg flipp-mynd hjá Coen bræður með Nicholas Cage, Holly Hunter og minn sensei John Goodman í aðalhlutverkum. Þetta er dæmigerð flipp-mynd hjá þeim bræðrum og hafa þeir allan ferilinn sinn náð að búa til svona geðveikar grínmyndir innámilli alvarlegu myndirnar og sýnir þetta hversu fjölhæfir þeir eru. Plottið er þannig að Cage og Hunter hittast og kvænast eftir að hafa hist margoft (Cage er síafbrotamaður og Hunter er lögreglugellan sem tekur myndir af glæpamönnum) og er sagt frá öllu þessu saman í intróinu sem er epískt flott. "Hvatningaratvik" myndarinnar verður þó að hjónin langar í barn en Hunter er ófrjó og þau mega ekki ættleiða því að Cage er á sakaskrá ("Biology and the prejudices of others conspired to keep us childless."). Þurfa þau að leysa þessu og gera það með því að ræna barni frá fjölskyldu sem var að eignast fimmbura... en þá hefst mikil flækja og eltingarleikur þar sem helling af fólki fer að eltast eftir þeim hjónunum (þar á meðal einhver satanískur gaur á mótorhjóli & John Goodman + félagi hans). Jafnvel þótt myndin er súper-kjánaleg og allir karakterar mjög ýktar týpar þá ná áhorfendur samt að byggja upp tilfinningar fyrir Cage og Hunter, og er loka-atriðið frábærlega útfært. Must-see mynd fyrir Coen aðdáendur.

Introið:

Diamonds Are Forever (1971) - 5/10. Well, I'm afraid you've caught me with more than my hands up.














Bond mynd þar sem Blofeld er búinn að stela helling af demöntum sem hann ætlar að setja í eitthvað súper-geimvopn (demantarnir áttu að spegla ljósarorku í einhvern súper-geisla sem getur eyðilagt allt) í þeim tilgangi að fjárkúga heiminum. Intro myndarinnar er ágætt (Casino Royale introið er langflottast af mínu mati (en myndin sjálf var ekkert sérstök)) og Bond lagið eftir Shirley Bassey er gott. Myndin byrjar með jákvæðum hætti en þá er aðal-nemesisin hans Bond "Blofeld" drepinn (en svo kemur í ljós að svo var ekki og að gaurinn sem dó var tvífari hans Blofelds). Ég veit ekki alveg hvað sem var að gerast í miðparta myndarinnar en ég sofnaði í miðjum eltingarleik í Hollandi og vaknaði korter seinna og þá var Bond kominn í nýjan eltingarleik í Nevada eyðimörkina þar sem hann var í einhvers konar geimfarabíl og fylgdur af óvínum á litlum þríhjólabílum. Myndin var frekar ómerkileg og þessi campy húmor náði ekki til mín í þessari mynd. Það langbesta með þessa mynd var samt atvikið þegar Bond var að sjarma einni brjótsgóðri gellu en hún hét Plenty O'Toole (og eins og nafnið ber til kynna þá var hún algjört retard) og þau fóru upp á hótelherberginu sínu og í miðjum ástarleik koma óvinirnir og Bond stíngur hendurnar upp í loft og segir "Well, I'm afraid you've caught me with more than my hands up". Sennilega besta Bond one-liner sem ég hef heyrt ("She's had her kicks" úr Russia with Love er einnig epískt) en því miður var myndin í heild sinni ekki nogu góð og langt frá Bond meistaraverkum eins og Goldfinger og GoldenEye.

edit: Tónlistin hans John Barry er btw sjúklega góð í þessa mynd (eins og hún er alltaf)

1 comment: