Tuesday, November 10, 2009

Taken, Justice for all + some like it hot

LinkTaken (2008) - 8/10. It was all personal to me.










Þessi ræma fjallar um Liam Neeson sem er að reyna finna dóttur sína eftir að henni verður rænt í Evrópu. Í byrjun myndarinnar er sýnt hvernig Neeson reynir að endurheimta glataða tíð með dóttur sína (sem býr með fyrrv. eiginkonu hans). Ást Neesons fyrir dóttur sína er greinileg, þrátt fyrir að stelpan sé frekar æst, tjúlluð og bara almennt pirrandi. Neeson sýnir frábæran leik í þessari magnaða spennumynd og er hann nánast englalegur á svip þegar hann er með dóttur sína. En svo þegar hann persónulega vitnar þess að dóttir hans verður tekin þá brestur andlit hans með mjög yfirveguðum hætti og verð ég að segja að sú atriði er það besta úr þessari mynd. Ég bjóst við einföldum 'smash+kill+gera grín að látnum óvinum' söguþræði en actionið minnti mikið á Bourne myndirnar en þar er actionið tekið með alvarlegri no-nonsense nálgun. Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart allri þessari Bourne klippingu en hún gerir bílaeltingarleiki nánast óhorfanlegir að mínu mati. Close-combattið kemur þó betra út. Taken er hín finasta action-mynd og sýnir Liam Neeson besta frammistöðu sem ég hef séð í langan tíma.

...And Justice for All (1979) - 4/10. Why would she lie?












Courtoom drama með Al Pacino í aðalhlutverki. Ég er svakaleur sucker fyrir svona courtroom dramas og þegar þær koma vel út, þá veit ég um ekkert betra (The Rainmaker, Witness for the Prosecution, 12 Angry Men o.s.frv.). Þessi mynd kom hins vegar ekki vel út. Fjallar hún um lögfræðing sem þarf að verja saklausan en vondan dómara gegn nauðgunarkæru. Fyrst og fremst sökkar tónlistin hans Dave Grusin, en passar hún ekkert inní þessa mynd að minu mati. Dave Grusin á það hins vegar inní sér að búa til klassa tónlist og klassa kvikmyndatónlist. Mér fannst Al Pacino vera eins og hálfger parodía af sjálfum sér og ég var ekkert ýkt hrifinn af honum hér. Leikarinn sem kemur bestur út úr þessa mynd er Craig T. Nelson en hann leikur ákæruvaldið. Myndin er troðfull af tilgangslaust þvaður og helling af filler og þegar við að lokum komum að síðasta hálftímann þegar málið fer inní dómsstóll þá hafði ég algjörlega misst áhugann og tímdi ekki að horfa á meir.

Some Like It Hot (1959) - 8/10. Well, nobody's perfect.











Ég sá ekki þessa mynd á miðvikud.
en ég hafði séð hana áður. Leikstýrð af meistara Billy Wilder með Marilyn Monroe, Jack Lemmon og Tony Curtis í aðalhlutverkum. Húmorinn er góður, Monroe er æsandi og söguþráðurinn er skemmtilegur og áhugaverður. Frammistaða Jack Lemmon er einkum frábær minnir mig enda held ég að það var í þessa mynd sem ég uppgötvaði leikarahæfileika hans.

1 comment:

  1. Fín færsla. 6 stig.

    Talandi um courtroom dramas, hefurðu séð The Verdict? Hvernig fannst þér hún?

    ReplyDelete