Sunday, November 15, 2009

Searchers, Wait Until Dark + Casablanca

The Searchers (1956) - 7/10. We'll find 'em. Just as sure as the turnin' of the Earth.











Klassískur John Ford westri sem fjallar um fyrrv. Confederate hermann (John Wayne) og leit hans að frænku sinni (Natalie Wood) sem hefur verið rænt af Comanche indjánum. Myndatakan og cinematographyn er svaka professional í þessari mynd en myndin lítur rosa falleg út. Söguþráðurinn er góður og spennandi, og er karakter John Waynes mjög skemmtileg týpa. Það sem gekk hins vegar ekki upp að minu mati var leikurinn hjá mörgum, og þá sérstaklega hjá helling af kvennfólkinu en eru flestar konur í þessari mynd hreint út sagt óþolandi (Natalie cutie pie Wood ekki talin með). Alvarleiki og kaldhæðni John Waynes vegur mikið á móti þessu þó. Tónlistin er líka frekar ómerkileg og ópassandi finnst mér (mér finnst það hins vegar eiga við um margar myndir fyrir ca 1965). Action atriðin eru svo einnig hálf-kjánaleg og tel ég mig hafa spottað gallann í þessum atriðum eftir að hafa unnið við Sergio Leone fyrirlestrinum mínum. Sergio Leone kom sem sagt með nýjung þegar hann tók upp sínar myndir en í myndirnar hans sýndi hann ofbeldi alltaf í samheldnum skotum (t.d. er sýnt hvernig Eastwood hleypur af byssu og í sömu skoti hvernig mennirnir á móti hann deyja af völdum byssunar). Í The Searchers verða action sénurnar frekar bútóttar (alltaf klippt eftir að John Wayne hleypur af byssu og svo er í næsta skoti sýnt hvernig indjánar deyja) og þær skorta gott flæði, og að lokum verður þetta allt hálf-kjánalegt. Góð leikstjórn yfir myndina í heild sinni og kröftug John Wayne frammistaða gerir þó þessa mynd að góðri skemmtun.

Wait Until Dark (1967)
- 6/10. This is the big bad world, full of mean people, where nasty things happen!











Mynd eftir Terence Young (sem gerði nokkrar ágætar Bond myndir) með Audrey Hepburn, Alan Arkin (sést á myndinni^) og Richard Crenna (herforingin hans Rambo) í aðalhlutverkum. Tónlistin hans Henry Mancini er mjög góð og er hún passlega mysterious (minnti mig pínu á tónlistina í Marathon Man). Richard Crenna og Richard Crenna eru frábærir í þessa mynd, en hárgreiðslan hans Arkin er langt frá því að vera frábær... En þrátt fyrir allrar tilraunir hárgreiðslunar hans Arkin að trufla mig þá hélt ég einbeitinguna og náði að skilja frekar flókið plot. Ef ég gæti talað betri íslensku þá myndi ég reyna að útskýra plottið en þar sem ég sökka svo feitt í henni þá ætla ég bara að segja frá nokkrum basics í plottinu: Hóp glæpamanna eru að reyna ná dúkku af Audrey Hepburn (hún leikur blinda gellu) en ólíkt flestum dúkkum þá inniheldur þessi dúkka verðmætt heróin. Glæpamennirnir reyna fyrst með flóknum hætti að blekkja þessa blinda konu til þess að gefa upp dúkkuna og skarast mörg sjónarhorn karaktera við í þessu. Það var frekar skemmtilegt að sem áhorfandi geta séð heildarmyndina og hvernig hver karakter bregðst við útfrá hans sjónarhorni (veit ekki hvort þetta meikar séns...). Mér finnst Audrey Hepburn vera veiki púnktur myndarinnar en ég hef aldrei verið hrifin af leik-hæfileikar hennar né finnst mér hún þessi súper-sæta gella sem allir eru að tala um. Karakterinn hennar er bæði óþolandi og mér finnst hún ekki fara vel með þessu margbrotna hlutverki blindrar og ráðvilltrar konu sem hefur lent í höndunum á vondum glæpamönnum.

Casablanca - 7/10. Ég sá þessa mynd ekki á miðvikud. enda hef ég séð hana áður. Þessi sjúklega fræg mynd með frábærum leikarahóp skartar endalausum frægum quotum og one-liners enda er handrit myndarinnar ýkt frábært. Úrvinnsla myndarinnar hefði samt getað verið betri minnir mig og náði ég ekki að tengjast þessari mynd nógu vel. Frammistöðu leikaranna er frábær en minnir mig að Peter Lorre hrifði mig einkum mikið. Ingrid Bergman stóð sér líka vel en þessi sænska ró og díalekt virkar frekar vel.

Svar á spurningu þinni: Ég hef ekki séð the Verdict (mig minnir að ég hafi tekið hana upp en að hún hafi einhvern veginn dottið útúr upptöku-systeminu á Sky :( ) en hún hljómar vel og það er greinilega fagmanlegt fólk sem stendur bakvið framleiðslu hennar. Og já, maður hatar fátt meira en hið siðlausa og gallaða bandariska heilbrigðiskerfi (svipað og í the Rainmaker) og plottið hljómar þess vegna einkum vel. Þarf að checka þessa mynd out.

2 comments:

  1. Fín færsla. 8 stig.

    Veit ekki alveg hvort ég gæti verið sammála um Audrey Hepburn (þótt ég hafi raunar ekki séð þessa mynd). Mér fannst Hepburn alveg yndisleg í Roman Holiday og Sabrina...

    ReplyDelete
  2. P.S. Þig vantar 12 stig upp í kvótann.

    ReplyDelete