Friday, February 5, 2010

Anatomy of a Murder

Anatomy of a Murder (1959) - 10/10. Twelve people go off into a room: twelve different minds, twelve different hearts, from twelve different walks of life; twelve sets of eyes, ears, shapes, and sizes. And these twelve people are asked to judge another human being as different from them as they are from each other. And in their judgment, they must become of one mind - unanimous. It's one of the miracles of Man's disorganized soul that they can do it, and in most instances, do it right well. God bless juries.


















Fyrir rúma viku síðan datt ég ég í lukku pottinn og fann eina mynd sem ég hef beðið langan tíma eftir að poppi upp á dagskrána á SKY. Það var margt við þessa mynd sem benti til þess að mér myndi finnast hún góð: vel metinn hjá öðrum kvikmynda-unnendum, James Stewart, Otto Preminger + þeirri staðreynd að myndin skuli vera courtroom drama (en ég er mikill sucker fyrir þannig myndir). Ég vissi þó ekki að hún myndi verða eins sjúklega frábær og raun bar vitni.

















Myndin hefst á frægu opening credits sénu þar sem trippy taktar jazz meistara extraordinaire Duke Ellington og frumlega credits framsetningin gefur strax til kynna einstöku stefnuna sem myndin tekur:

Það sem ég strax tók eftir þegar myndin rúllaði af stað var myndatakan en hún var frekar spés. Mér fannst eins og myndavélin væri alltaf frekar nálægt leikurunum og eins og árekstur væri í vændum með hverri hreyfingu leikarans, en með líprum myndavélafærslum færði myndavélin sér alltaf og gaf okkur nýtt og ferskt skot frá nýjum vinkli.

James Stewart leikur lögfræðing sem hefur lent í tilvistarkreppu eftir að hann missir naumlega af embættið sem saksóknari í bænum hans. Eyðir hann dögunum í að veiða fisk með fyrrverandi lögfræðing sem er nú fyllibytta. Eyðir Stewart svo miklum tíma í að veiða að kæliskápurinn hans er fylltur fiski. En alltíeinu berst honum atvinnutækifæri þar sem ungur hermaður (leikinn af Ben Gazzara) biður hann um að verja sig gegn morðákæru. Ben Gazzara hefur drepið mann sem er talinn hafa nauðgað konu hans (Lee Remick) og þarf Stewart að bjarga honum. Vörnin sem Stewart notar svo er insanity og snúast réttarhöldin um tvennt: 1) hvort Lee Remick hafi verið nauðgað 2) hvort Ben Gazzara hafi verið nógu "tímabundið geðbilaður" til þess að afsaka glæp sinn.

















Samspil alla karakteranna er yndislegt að horfa á og tók ég strax eftir ákveðna subtle kekki, andlitshreyfingar og einkenni sem aðalkarakterarnir sýndu við dialogue. Mér finnst slíkt oft skorta í hefðbundnar myndir en hér sást það mjög greinilega. Fær Preminger og leikarahópurinn stórt hrós fyrir það. James Stewart fer með kostum og þó hann leiki svipuðum leik í flestum myndum sínum þá finnst mér hann eiga leik lífs síns hér. Þegar hann og George C. Scott takast á í réttarsalnum á sér stað eitt flottasta samspil tveggja leikara sem ég hef séð. Og það frábæra með þau atriði er að sjaldan eiga þeir tveir félagar dialogue saman og samt verða þau svona ýkt nett. Leikstjórinn Otto Preminger fer einnig á kostum en hann hámarkar tilþrif leikaranna með mjög skemmtilegri upptöku. Á tímum er það eins og ballett að horfa á coordinationið milli Stewart, Scott og myndavélina þar sem einn karakter segir eitthvað, færir sig til, myndavélin færir sig til, næsti karakter færir sig að myndavélinni og svo burt, og svo zoomar myndavélin út og hinn karakterinn traðkar inn frá hægri... og svo framvegis...

















Flottasta atriði myndarinnar er einmitt atriði tengt þessu. Atriðið er þegar George C. Scott reynir að blokkera sjón Stewarts þegar Scott er að yfirheyra mikilvægasta vitnið. Færslur Scotts, Stewarts og myndavélarinnar eru þá svo ótrulega nettar að þegar Stewart að lokum öskrar "OBJECTION, your honor" þá varð mesta sólheimarglott sem hefur nokkurn tímann sést á mér.















Myndin gefur okkur annars skemmtilega frásögn af réttarhöld from start to finish. Hefðbundnar courtroom dramas virðast eiginlega bara sýna yfirheyrslu vitna og fólki tengt glæpamálinu persónulega. Anatomy of a Murder sýnir þó bail procedúrið, kviðdómenda-valið, yfirheyrsla við "the arresting officer"/krufningarmanninum/maðurinn sem myndaði líkið... og svo framvegis... Þessar sénur verða ótrulega skemmtilegar þökk sé samspil lögfræðinganna. Það mætti segja að þar sem 12 Angry Men leyfði okkur inn í huga kviðdómenda þá gerði Anatomy of a Murder okkur að kviðdómendunum. Anatomy of a Murder tók mig staði sem Liz Lemon myndi segja "I want to go to there" um og náði ég að innsigla mína fyrstu 10/10 í mörg ár (Once Upon a Time in America var síðasta 10/10 sem ég gaf).

1 comment:

  1. Það eru ekki nema 2-3 ár síðan ég sá þessa, en ég man samt ekki almennilega eftir henni. Ég man að mér fannst hún góð, en kannski ekki alveg svona góð. Maður ætti kannski að kíkja aftur á hana...

    Virkilega fín færsla. 9 stig.

    ReplyDelete