Tuesday, February 16, 2010

Veikinda-myndir

edit: Liturinn ruglaðist eitthvað upp hjá mér, þess vegna lítur þetta svona skrítið út -.-

Ég var veikur í viku or so, og tók þá kvikmynda overkill:

*Aladdin (1992) - 7/10. Ein af síðustu klassísku disney myndirnar sem voru 'teiknaðar'. Í grunninn er þetta rómantísk grínmynd en myndin verður súrrealístisk á tímum og gerir virkilega not af mediumið sem er animation. Brandararnir virka, söguþráðurinn er spennandi og myndin er sjónrænt falleg.
*The Hudsucker Proxy (1994) - 9/10. Frábær Coen myndir þar sem bræðurnir taka sinni list út á ýstu nöf. Mér finnst þetta dæmi um Coen mynd þar sem gjörsamlega allt gengur upp. Leikstjórnin, handritið, tónlistin, cinematographyn, leikararnir og húmorinn er svo hrikalega fullkominn hér. Hún er yfirleitt talin meðal verri Coen myndum en mér finnst hún næstbest hjá þeim eftir The Big Lebowski. Introið er meðal bestu introum sem ég hef séð. Gott dæmi um frábæra rithæfileika bræðranna og Carter Burwell gerir einnig awesome score.














*Master and Commander: The Far Side of the World (2003) - 7/10. Þessi mynd tekur okkur umborð eitt skip Breska flotans á tímum Napóleon-styrjöldarinnar. Flestar svona "báta"
myndir sem ég hef séð finnst mér tapa miklu á hversu mikil einangrun virðist ríkja. Það eina sem maður sér í 90-120 mínútur er sama hafið og sami báturinn. Besta báta-myndin sem ég hef séð er Das Boot þó en hún gerir hrikalega miklu úr þessari einangrun og áhorfandinn liður að lokum eins og hann sé með þeim þarna níðrí kafbátnum. Þannig að það er hægt að nýta sér einangrunina. Master & Commander átti góða punkta og báta-bardagarnir voru mjög flottir.
*Barton Fink (1991) - 8/10. Jamm, önnur Coen mynd. Sagan bakvið myndina er víst að
bræðurnir voru með writer's block og skrifuðu þannig bara mynd um handritshöfund með writer's block. John Turturro fer sennilega með besta leik sinn hér sem nervy, tense New York gyðingur kominn til Hollywood. Myndin er mjög skemmtileg þangað til ástkonan er kynnt til sögu en myndin dalar allsvakalega þá. Hún pikkar svo upp aftur þegar eitt svakalegt gerist og eru lokamínúturnar hreint frábærar.














*Repulsion (1965) - 7/10. Polanski mynd um einma
nna franska táningsstelpu í London. Catherine Deneuve er mjög sterk í sínu hlutverki og er mjög áhugavert að horfa á ferlinu þegar hún verður geðveik. Bestu atriðin eru án efa þegar Polanski gerir allt súrrealistiskt og fer að leika sér með myndavélina en þau voru of fá fannst mér.














*The Asphalt Jungle (1950) - 7/10. Dæmigerð film noir mynd um sóðalega krimma, double crosses og sígarettur. Myndin svipar mjög til the Killing og mér finnst alveg líklegt að Kubrick hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann gerði hana.
*Viskningar och rop (1972) - 8/10. Ingmar Bergman mynd í lit um samband 3 systra þegar ein þeirra verður deyjandi. Maður veit það alltaf þegar maður horfir á Bergman myndir að maður muni sjá eitthvað sem hefur aldrei sést áður.














*Pitch Black (2000) - 7/10. Sci-fi mynd um hóp fólks á framandi plánetu. Er full af göllum og kjánalegum atriðum en er samt sem áður ágæt skemmtun.
*The Taking of Pelham One Two Three (1974) - 7/10. Upprunalega myndin um lestina Pelham 123 sem verður tekin af glæpamönnum. Walther Matthau leikur lögguna sem á að stoppa krimmanna og leikur hann dæmigerða hlutverk sitt sem grumpy en samt witty gammall kall. Myndin er spennandi og miklu betri en endurgerðin.
*The Curious Case of Benjamin Button (2008) - 9/10. Þessi David Fincher mynd er nú
uppáhalds-2008 myndin mín (move over sjónvarpsmyndin Recount) og Fincher hittir aftur í mark. Hún fjallar Benjamin Button sem byrjar líf sitt gammal en endar það ungur. Lífið hans er ævintýralegt og spennandi saga hér á ferð. Myndin verður mjög svo tilfinningarík þegar Button breyttist í krakka og gleymir öllu því sem hann hefur gert á sinni ævi. That made me a sad panda.










*The Defiant Ones (1958) - 8/10. Þriðja Stanley Kramer myndin sem ég hef séð og eins og hinar (epísku meistaraverkin Inherit the Wind og Judgment at Nuremberg) þá er þessi líka frábær. Hún fjallar um tvo strokufanga (einn svartur og hinn hvítur) og um hvernig samband þeirra í tengslum við þynþátt hvors annan breytist. Tony Curtis er ótrulegur í þessa mynd og sýnir einn sterkasta leik sem ég hef séð í atriðinu þegar hann afsalar rasisman sinn og svona semi-fórnar sjálfum sig til þess að bjarga svertingjann sem er leikinn af Sydney Poitier.

1 comment:

  1. Flott færsla og vel af sér vikið að hafa horft á einhverjar almennilegar myndir í veikindunum. Ég dett yfirleitt í þá gildru að glápa á eitthvað léttmeti þegar ég er veikur.

    Og ég er algjörlega sammála með Hudsucker Proxy. Skil ekki af hverju hún er svona vanmetin.

    8 stig.

    ReplyDelete