Friday, February 5, 2010

The Bad News Bears (1976)

The Bad News Bears (1976) - 8/10. All we got is a cruddy alky for a manager

















Rorschach!


Eftir að hafa skemmt mér konunglega á endurfundi með Walther Matthau datt ég í næst Matthau mynd sem ég hafði tekið upp á SKY og var þessi mynd endurgerð fyrir nokkrum árum með B-Bob Thornton í aðalhlutverki. Mig grunar miðað við imdb einkunnina að ég hafi verið meðal fáu sem fíluðu endurgerðina. Hin upprunalega Bad News Bears fjallar um fyrrverandi baseball kappa sem tekur við sem þjálfari smábarnalið í baseball. Þessi þjálfari er leikin af Walther Matthau og er hann drekkjandi, reykjandi, hóstandi, hrækjandi og blótandi nánast alla myndina. Liðið sem hann þjálfar er mesta saurlið sem hefur sést og þarf undrarverk til að laga það. Walther Matthau þarf til dæmis í byrjun myndarinnar að útskýra fyrir krökkunum hvernig baseball spilast og hvað baseball bolti er.













En Walther Matthau fræðir krakkana ekki einungis um hafnabolta, heldur líka um lífið. Hann tekur meðal annars krakkana með sér í vinnuna hans sem pool cleaner og lætur krakkana gera vinnuna sína fyrir hann. Hann kennir þeim líka að búa til drykki fyrir hann. Jackie Earle Haley og Tatum O´Neal leika tveim af þessum krökkum og standa sig klárlega best af barnaleikurunum.












Með mjög fyrirsjáanlegum hætti breyttist þetta lið úr ömurlegasta lið í heimi í það besta. Í lokaleiknum stendur liðið sér frábærlega vel og fagnar Matthau með að gefa krökkunum bjór og lýkur myndin á hamingjusömum nótum. Allt í allt var þetta falleg og skemmtileg saga, og góð skemmtun.

1 comment:

  1. Ég hef hvoruga myndina séð, en miðað við þessa lýsingu þá vaknar sú spurning hvort endurgerðin fari eins langt og þessi, þ.e.a.s. er hægt að gera "barnamynd" þar sem börnin fá bjór að drekka?

    5 stig.

    ReplyDelete