Charley Varrick (1973) - 8/10. The difference is the Mafia kills you, no trial, no judge. They never stop looking for you, not 'til you're dead. I'd rather have ten F.B.I.s after me.
Snjöll krimmamynd leikstýrð af Don Siegel sem er frægastur fyrir fjölmargar Clint Eastwood myndir á þeim tíma þegar sá meistari var að verða icon. Walther Matthau, Andrew Robinson og Joe Don Baker fara með aðalhlutverk og er þetta fyrsta Walther Matthau myndin sem ég hef séð í langan tíma. Má líka nefna að alla myndina var það að vefjast fyrir mér hvar ég hefði séð Joe Don Baker áður, en sá kappi hefur leikið nokkur aukahlutverk og er með mjög einkennandi útlít og þá sérstaklega augnráð. Söguþráðurinn er þannig að ræningjar (Matthau og Robinson) ræna litlan banka í New Mexico. Þeir kjósa að ræna litlan banka því þeir telja sig 1) geta rænt hann auðveldari 2) geta flúið auðveldari (þar sem þetta myndi ekki vera eins stórt forgangsmál hjá löggunni) 3) ekki þurfa á aragrúa af peningum, heldur telja þeir að þeir verða saddir á þeirri fjárhæð sem má finna í litlum banka.
Bankaránið sjálft er tekið upp með flottum hætti, en klippingin er er snögg og að mínu mati frekar frumleg. Þó að myndin sé nýbyrjuð (og að fólk er ennþá að aðlaga sér að myndinni) þá fannst mér þetta bankarán mjög spennnandi og gefa okkur ágætis kynning á aðalpersónurnar. Bankaránið sjálft gengur ekki upp smoothly, og eru bankaræningjarnir óheppnir með að nokkrar löggur deyja. En að bankaráninu loknu kemur upp mesta vandamálið en þá uppgötvar Matthau að féið sem hann stal tilheyrði Mafíunni og að það taldi uppí næstuþví milljón dollars (miklu meir en hann ætlaði að stela). Hefst nú eltingarleikur þar sem Matthau/Robinson eru forgangsmál #1 hjá bæði Mafíunni og lögreglunni.
Myndin svipar pínu til No Country for Old Men bæði í útliti og söguþræði. Myndin er tekin upp á eyðimarkarsléttur í New Mexico og Don Siegel, alveg eins og Coen bræður, tekur upp náttúruna með fallegum hætti. Bæði Brolin og Matthau fá eftir sér bæði löggur og glæpamenn, og þó að þeir taki íllar ákvarðanir þá virðast þeir ekki eins vondir og allir hinir karakterarnir halda. Alveg eins og No Country þá er þessi mynd hín fínasta skemmtun. Spennan helst í gegnum alla myndina þar sem sífellt breyttar aðstæður verða og nýjar hindranir skýta upp kollinn sem aðalkarakterarnir þurfa bregðast við.
Friday, February 5, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég hef ekki séð þessa, en hún hljómar vel. 7 stig.
ReplyDelete