Friday, March 5, 2010

Doctor Zhivago

Doctor Zhivago (1965) - 8/10. Finally, when they could stand it no longer, they began doing what every army dreams of doing... They began to go home. That was the beginning of the Revolution.











Kvikmyndaútgáfa af frægu skáldsögu Boris Pasternak. David Lean er leikstjóri myndarinnar og finns mér hann skemmtilegur leikstjóri. Hann hefur meðal annars gert myndirnar The Bridge on the River Kwai, The Brief Encounter og Lawrence of Arabia. Þessar myndir er allt gamlar en ég verð að segja að þær hafa elst hrikalega vel. Ég myndi eiginlega segja að myndir Lean eldast best af öllum myndum. Þær líta einhvern veginn svo nútimalegar út, myndatakan er svo hrein og lítirnir ekkert daufir.













Skáldsagan og myndin rekur sögu og staða Rússlands á áhugaverðasti tímabil landsins (tímabilið fyrir/eftir Bolshevíka-byltinguna). Við fylgjum Doctor Zhivago (leikin af Omar Sharif) í gegnum þennan óróatíma í sögu Rússlands. Frásögnin hefst rétt áður en WWI skellur á, en á þessum tíma eru Bolshevíkar að styrkjast. Zhivago er svona semi-aðalsmaður og er sýnt hvernig hann lifir góðu lífi á meðan almenningur lifa við slæm kjör. Scenery myndarinnar er óvenjulegt, fallegt og lúmst creepy (enda er fátt tengt Rússlandi sem er ekki amk pínu creepy). Myrkar, kaldar borgir Rússlands og einkennilega arkitektúr þess útbúa umhverfi Doctor Zhivago. Og snjór... mikið af snjó. Ég hef ekki oft spekúlerað úti búninga fólks í myndum en ég tók vel eftir þeim hér og mér fannst búningarnir geðveikt töffir. Yeah...













Áður en WWI hefst er sýnt hvernig lögregluyfirvöld brjóta niður friðsamlegar göngur Bolshevíka og skilja tugi manna eftir látnir. David Lean sýnir okkur ekki beint hvernig þeim er slátrað en myndavélin fókuserar á andlit Omar Sharif sem stendur á svölum og hörfir yfir hryllingin. Omar Sharif sýnir hér sterkan leik og sorg í bland við reiði má sjá útfrá andlitstjáningu hans. Þannig gerum við okkur grein fyrir það sem er að gerast og er þetta mjög sterkt atriði í myndinni. Af þeim David Lean myndum sem ég hef séð myndi ég segja að myndatakan er mest experimental í þessari.













WWI skellir svo á og fer Zhivago til austurvigstöðvanna sem herlæknir. Er hér greinilega sýnt hversu hörmulegar austurvigstöðvarnar voru þar sem Rússneskir hermenn lifa í miklum hryllingi. Er sýnt hvernig þeir sitja í skotgrafir umlyktir snjó um miðja vetur, og mennirnir eru svo bláir/gráir að þeir líta út eins og draugar eða lík. Þar sem að aðstæðurnar voru svona shitty þá labba þessir draugar burt frá vígstöðvunum eftir áróður Bólshevíka.












Stríðið lýkur svo og Doc Zhivago snýr heim til konuna og börnin sín. En allt er breytt. Bolshevikar hafa sigrað og ný samfélagsskipun ríkir. Allir lífa við mikla fátækt og þeir sem voru ríkir fyrir byltingu eða þeir sem eru menttaðir lífa líka við þessi slæmu kjör (Zhivago+fjölskylda einnig). Narrator myndarinnar er hálfbróðir Zhivago (leikin af Alec Guinness (ol' school Obi-Wan Kenobi)) og er hann Bolshevika-lögreglumaður og hann poppar upp á ca 25-mínútna fresti. Hvert skipti sem hann poppar upp fær myndin hálf-creepy, hálf-súrrealistiskt vibe. Fjölskyldan lifir við shit kjör og hún ákveður að engin framtíð sé í borginni. Zhivago planar þá að flytja upp í hálendi Úralfjalla og stunda þar sjálfsþurftarbúskap. Fjölskyldan fer þá öll saman í mikla lestarferð um Rússland. Á þessa ferð er sýnt hvernig bæir og þorp hafa verið brennd niður á meðan það fólk sem lifur í þorp sem hafa ekki verið brennd niður lifa við slæm kjör, hræðslu og vonleysi.













Zhivago er svo rænt af Partisan kómmunistum og þarf hann að fylgja þeim um Úralfjöllin þar sem þeir brjóta niður ýmiss konar uppreisnir. Atriðið þegar honum er rænt er mjög flott tekið upp en þá er Zhivago að ferðast um auðan veg umlukin skóg og ríkir mikil þögn. En alltíeinu með skemmtilega myndavélafærslu er sýnt hvernig Partisanarnir umlykja honum frá skóginum úr báðum áttum. Vera Zhivago hjá Partisönunum gefur okkur sjónarhorn innan frá röðum Bolshevika. Hann nær samt að flýja frá þeim og lendir í alls konar fokki það sem eftir er af myndinni.













Þó að Omar Sharif er í fókus myndarinnar þá stelur Rod Steiger algjörlega myndina í hvert sinn sem hann poppar upp sem ógeðið Komarovsky (svipað og Orson Welles í The Third Man). Myndin er kringum 200 mínútur en þrátt fyrir það finnur maður aldrei fyrir neina þreyttu enda stórmerkileg saga hér á ferð.

1 comment:

  1. Ég á alltaf eftir að sjá þessa...

    Flott færsla. 8 stig.

    ReplyDelete