Wednesday, March 3, 2010

Highlander

Highlander (1986) - 5/10. He's a Highlander, by God, and the last sound he hears should not be that of a wailing woman!














Highlander er svona fantasy action mynd sem hefur áunnið sér ágætt cult status. Ég hef séð brot úr sjónvarpsþáttunum en mér leist ekkert á þá.En þar sem þessi mynd er með ágæta einkunn á imdb (fyrir action mynd) og þeirri staðreynd að hún spawnaði sjónvarpsþáttaröð þá ákvað ég að sjá hana. Það sem maður uppgötvar fyrst í byrjun er hversu skrýtin og kjánaleg myndin er. Action atriðin meika lítið séns og eru hálf-kjánaleg. Mikið er um tímaflakk þar sem myndin á sér stað annaðhvort í 1980s New York eða hálendi Skotlands fyrir 600 árum síðan. Þó að myndin eigi sér stað á tveimur mjög svo mismunandi tímaskeiðum þá eru allir bardagar sverðabardagar. Söguþráðurinn er þannig að hópur fólks eru ódrepanlegir en þetta fólk getur bara drepið hvort annað (og eina leiðin til þess að drepa svona gaur er með því að höggva hausinn af með sverði). Mér fannst þessi mynd minna mér á myndum eins og They Live!, Repo Man og Brazil. Þetta eru allt 80s myndir þannig að kanski notuðu þeir svipaðar myndavélar með svipaðri myndgæði or something. Það eru allavega ekki nein önnur bein tengsl milli myndanna.

Það sem er mest áberandi með kvikmyndatökunni er að "krana-myndataka" er mikið notað. Hefðbundinn séna væri að tveir karakterar tala saman labbandi og svo alltíeinu svífur kameran upp í loftið og sýnir þá labba í burtu. Mér fannst myndatakan skemmtileg og sum skot er mjög góð (eitt úr lokabardaga karakter Sean Connery til dæmis). Mér fannst leikur Cristopher Lamberts passa mjög vel saman við steikta og furðulega þema myndarinnar. Tónlistin er öll eftir Queen. Ég hata Queen. Þetta ýkta Broadway sjitt hjá þeim passaði alls ekki inn í myndina og gerði hana miklu verr. Mér hefði fundist Georgio Moroder tónlist eða eitthvað í átt að Blade Runner stefið passa betur við.

1 comment: