The Cell (2000) - 8/10. Do you believe there is a part of yourself, deep inside in your mind, with things you don't want other people to see? During a session when I'm inside, I get to see those things.
Listræn hryllingsmynd eftir einum Tarsem Singh sem hefur vakið athygli fyrir einstakan upptökustíl. Í aðalhlutverkum eru Jennifer Lopez, Vince Vaughn og Vincent D'Onofrio. Jenny-from-the-Block leikur sálfræðing sem þarf að fara inn í undirmeðvitund fjöldamorðingja (Vincent D'Onofrio) til þess að komast að því hvar hann hefur falið eitt af fórnarlömbum sínum. Býr slíkur söguþráður til möguleika fyrir leikstjóra að reyna á ýstu mörk kvikmyndagerðar og oh boy, gerði Tarsem Singh það. Það mætti greina myndina í tvo hluta: draumaheimur og raunveruleiki. Í raunveruleikanum fer allt hið veraldlega fram (leitin af fyrst fjöldamorðingjanum og svo fórnarlömb hans) en í draumaheiminum fer fram svona existential stuff (þar sem hugur fjöldamorðingjans er greindur og þar sem átök hins góða og illa fer fram). Draumheimurinn er tekinn up með mjög kreatívum hætti og er nánast ólysanlegt að skýra frá þeirri fegurð sem sést á skjánum (og google virðist líka eiga erfitt með það, þar sem fá screenshot eru að finna af myndinni sem gera hana justice). Raunveruleikin er einnig fallegur en hann er tekinn upp með meira hefðbundnum hætti enda yrði það sennilega furðulegt að taka þessi atriði upp með svipuðum hætti og draumaheimurinn.
Mig langaði miklu frekar að horfa á þessar screwed up undermeðvitunds-sénur heldur en allt þetta þvaður og drama sem á sér stað innámilli í atriðin úr raunveruleika-heimnum. Hefðbundnu atriðin koma ekki eins vel út (mér fannst þau samt alveg alltilag) og má þar nefna að Vince Vaughn leikur aðallögreglugæjinn. Málin standa bara þannig að ég get ekki hlustað á Vince Vaughn án þess að hlægja, hvert einasta skipti þegar hann sagði eitthvað í þessa mynd þá hljómaði það bara eins og eitt af þau sarkastisku komment sem hann skýtur stöðugt frá sér í gamanmyndum. Mér finnst Jenny-from-the-Block koma mjög vel út úr þessa mynd enda passar fallega útlit hennar mjög vel með allri annarri fegurð í myndinni. En eins fljótt og hún opnar muninn og segir eitthvað þá fer allt í rugl.
Ef ég væri þvingaðir að líkja þessa mynd við annarri þá yrði það sennilega Pan's Labyrinth sem setti fram frumlegan draumaheim á skjáinn en hinn mikli munur er sá að 1) PL lítur ekki neitt út eins og þessi mynd og 2) PL lítur að minu mati hreinlega ljót út.
Ég hef ekki séð neitt líkt þessari mynd á ævi minni og grafíkin er svo undarleg og einstök að ég veit ekki hvort þetta eru sviðsetningar, CGI, animation eða hvahva. Þetta minnir mig ekki á neinu, þetta er eins og að hlusta á einhverja tónlist þar sem maður kannast ekki við neitt hljómfæri. Og mér fannst það frábært.
Dæmi um hversu falleg myndin er (youtube gerir henni ekki justice þó):
Friday, January 29, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Það er langt síðan ég sá þessa. Í minningunni er hún rosa flott en ekkert spes í gangi annars.
ReplyDeleteNæsta mynd Tarsem Singh á eftir þessari, The Fall, er hins vegar mjög góð. Hún byggir einmitt líka á þessari tvískiptingu milli raunveruleikans og þess ímyndaða, þótt ímynduðu senurnar fari kannski ekki alveg jafn langt og í The Cell. Ef þú ert ekki búinn að sjá The Fall, þá mæli ég eindregið með henni. Hún er virkilega vel heppnuð og flott. Og mér skilst að Singh hafi haft meira um lokapródúktið að segja en í The Cell.
7 stig.