Wednesday, January 13, 2010

Dances with Wolves

Dances with Wolves (1990) - 7/10. I had never really known who John Dunbar was. Perhaps because the name itself had no meaning. But as I heard my Sioux name being called over and over, I knew for the first time who I really was.










Westri leikstýrður af Kevin Costner með Kevin Costner í aðalhlutverki. Hún fjallar um Norðurríkja hermanninum John Dunbar og tengsl hans við indjánum á tímum borgarastyrjaldar í Bandaríkjunum. Myndin byrjar á því að Costner vaknar alblóðugur í spítalatjaldi á einhvern front í borgarstríðinu. Hann er í miklu uppnámi og er með blóðugan og ónýtan fót, og með sjónrænni lýsingu er eiginlega útskýrt fyrir okkur að honum gruni að það þurfi ampútera fótinn. Hann missir þá allan lífsvilja og réðst á hermönnum Suðurríkjanna í hálfgerðri kamikaze attack í þeim tilgangi að drepa sjálfan sig. Hann nær þó að lifa af eftir að hafa valdið miklan skaða hjá Suðurríkjamönnum og fær hann mikið hrós hjá hershöfðingjum sínum og láta þeir laga fótinn hans (þeas lækna hann en ekki skera hann af).










Costner fær þá að velja sér hvar á landinu hann vilji vera og velur hann sér einangraða herstöð útá sléttum langt í vestri. Á þessu svæði er eiginlega ekkert barist, nema gegn veiklegum indjánum. Er með skilvirkum hætti sýnt hvernig karakter Costners er ólíkur öðrum hermönnum en hann virðist hafa meiri áhugi á listum, heimspeki, gátum lífsins, yada, yada, yada.










Hann endar upp einn á fjarlægri post þar sem hann þarf að byggja upp allt sjálfur. Við sjáum svo hvernig hann byggir upp allt sjálfur, ásamt ýmsar pælingar hans um náttúruna. Á þessum stað hittir hann ekki hvítan mann í langan tíma og einu samskipti hans verða við úlf, sem hann eins og titillinn bendir til; dansaði við. En með tímanum rekst hann á indjánum og smám saman uppgötvar hann að hann fílar lífnaðarhætti þeirra betur en lífnaðarhætti hvítra manna. Með tímanum verður hann einn af þeim og framkvæmir heavy treason með því að joina þeim mönnum sem hann hefði átt að passa sig á. Þetta er svona tveimur klukkustundum inní myndina og ég hef hreinlega fengið nóg af öllu þessu endalausa hamingju rúnki hjá indjánum. Ok, ég skil að þessir indjánar eru góðir og allt það, now move on. Og þar sem ekkert af viti gerist í langan tíma þá get ég ekki beðið eftir að hvítir menn koma með allri þeirri sweet, sweet misery & war til þess að gera söguþráðin spennandi aftur. Og með fyrirsjáanlegum hætti koma hvítir menn og oh boy, þessir gaurar eru svo ógeðfelldir og illir að ég sá fyrir mér ágætum endaspretti á þessari mynd.










Hellz Yeah

Og endaspretturinn varð ágætur.

1 comment:

  1. Mig langar einmitt soldið til þess að sjá þessa aftur, og sjá hversu miklu Avatar stelur úr henni (mín tilfinning akkúrat núna er frekar miklu).

    6 stig.

    ReplyDelete