Vals Im Bashir (2008) - 7/10. Pray and shoot!
Animeruð heimildarmynd um upplifanir leikstjórans Ari Folman í Lebanon striðið 1982 sem var á milli Lebanon og Israel. Striðið (eins og flest önnur strið) var blóðugt og það er sjálfgefið að aragrúa af mönnum fara heim frá vigvellinum með mikla angist og hörmulegar minningar. Ísraelinn Ari Folman var einn þessara hermanna en hann hefur glatað/blokkerað öllum minningum af því sem gerðist í stríðinu. Martraðir kvelja honum þó um næturnar þar sem síendurtekið atriði frá striðinu skýtur upp kolli. Folman ákveður að endurheimta þessar glataðar minningar og takast á við þær. Fer hann þá í mikið ferðalag að hitta þeim hermönnum sem börðust með honum í þeirri von að þeir fylli upp minnisglufurnar hjá honum.
Allar þessar frásagnir af atriðum sem tengjast Folman hoppa út um allt og frásögnin er alls ekki linear. Ég hefði viljað fá skýrari frásögn af þáttöku hans í striðinu og öll þessi hopp í söguþráðinum hjálpaði mér alls ekki að skilja striðið sjálft né öðlast djúpari skilning á hugarástand og aðgerðum Folman. Mér fannst myndin af miklu leyti höfða frekar til Ísraelsmönnum og Aröbum sem ættu að þekkja þetta strið inn og út, heldur en hinn hefðbundni Vesturlandbúi (sem ég víst er). Þau stríðsbrot sem við sjáum er mjög áhrifarík og sýna með skilvirkum hætti hversu hrottaleg stríð eru.
Animationið er mjög óhefðbundið fyrir "stóra mynd" en það samanstendur af Adobe Flash teikningum (er mér víst sagt) sem hljómar frekar amateurish. Myndin svipar mjög mikið til A Scanner Darkly þegar það kemur að sjónrænu hliðina. Þó að animationið sé frekar basic þá lítur það samt sjúklega flott út. Hvers vegna var þó animation notað sem aðferð til þess að segja frá sögunni? Fyrst og fremst hlýtur kostnaður að hafa spilað þátt en live-action stríðsmyndir eru flestar sjúklega dýrar og hefði þetta sögusvið sennilega verið í dýrari kantinum. Annað mikilvægt sem animation gerir er að hún getur sýnt hluti með hætti sem myndi líta kjánalegur eða fáranlegur út ef það yrði tekið upp með live-action (Roger Ebert gaf gott dæmi um þetta frá Grave of the Fireflies þar sem ákveðin atriði sem myndi líta fötluð út í live-action verða að þeirri mest tilfinningaríku atriði tekin upp í kvikmyndasögunni þegar þau verða teiknuð upp). Það er eins og áhorfendur eigi auðveldara með að lifa sig inní fantasíuheima þegar þeir sjá að allt sé teiknað. Æj hvað ég útskýri þetta illa, ef ég fengi að skrifa þetta á sænsku þá myndi það koma betur út. Það er bara eins og fólk sé tilbúnari að slaka á með kröfur um realisma þegar kemur að ýktar teikningar.
Animationið er til staðar alveg til í lokin en þá er skipt yfir í live-action og kemur það hrikalega vel út hér en þá hefur verið sagt frá fjöldamorð með animationið og svo er eftirá sýnt öll fórnarlömbin í hrúgum með live-action. Slokknar algjörlega á öllu hljóði og er þessi lokaséna tilfinningaþrungin og heppnaðist mjög vel. Allt í allt var þetta góð mynd sem með hrikalega fallegri grafík náði að segja tilfinningaríka stríðsögu, það voru hins vegar hlutir sem hefði mátt bæta.
Friday, January 29, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Mig langar einmitt til þess að sjá þessa.
ReplyDeleteVarðandi valið á animation: Gæti ekki verið að animation henti betur til þess að koma huglægri reynslu/frásögn til skila - með því að nota animation má sýna atburðina eins og persónurnar sjá þá og upplifa þá, en ekki endilega eins og þeir gerðust í raun og veru.
Skemmtilegt hvað litirnir í þessari mynd tóna vel við bakgrunninn þinn...
7 stig.