Wednesday, January 6, 2010

Myndir sem ég sá í jólafríinu

*Demolition Man (1993) - 5/10. Rugluð Stallone mynd.
*The King of Kong (2007) - 7/10. Áhugaverð heimildarmynd um baráttu tveggja manna um metið í Donkey Kong tölvuleiknum.
*Silent Hill (2006) - 7/10. Tölvuleikur breyttur í kvikmynd. Byggir upp frekar spooky atmosphere (askjan sem rignir niður+eyðibær þar sem eitthvað fucked up gerist áður).
*Frost/Nixon (2008) - 6/10. Góð frammístaða hjá Frank Langella (þó hann hegði sér lítið eins og Nixon) og ýmsar áhugaverðar upplýsingar gefnar um Nixon. Annars fannst mér lítið annað standa uppúr.
*The French Connection (1971) - 7/10. Gritty lögregludrama þar sem Gene Hackman og Roy Scheider leika brjálæðar lögreglur sem eru að elta upp dópsmyglurum. Myndin náði einstaklega vel að sýna hversu ömurlegt það er að vinna sem lögga.













*Badlands (1973) - 7/10. Rosa fallega tekin upp Terrence Malick mynd um ungt par sem verða fjöldamorðingjar.













*The Exorcist (1973) - 7/10. Fræg hryllingsmynd. Aðalgalli myndarinnar finnst mér vera tempóið en tempóið er hrikalega hægt að flestu leiti en svo spýtist það upp og verður alsvakalegt á stundum en snýr svo aftur í þetta hæga tempó.
*Tombstone (1993) - 6/10. Westri sem inniheldur helling af ónauðsynlegum sub-plots þar sem sumir þeirra verða rosa asnalegir á stundum. Aðalplottið er þó spennandi.
*Watchmen (2009) - 6/10. Einu skemmtilegu partarnir voru með Jackie Earle Haley sem er frábær. Mér fannst eins og myndin vissi ekki alveg hvað hún ætlaði sér, hún var eiginlega bara helling af kynningum á persónum og innámilli var klemmt inn smá sápóperustuff sem snertu karakteranna.
*The Shootist (1976) - 7/10. Hógvær mynd um aldraðan vilta vestrið sheriff sem ætlar að deyja með style eftir að hann uppgötvar að hann sé með krabbamein.
*Blood Simple. (1984) - 8/10. Besta myndin sem ég sá í fríinu og er hún fyrsta mynd Coen bræðra. Leigumorð verður að mikilli flækju þar sem ýmsir aðilar gera mistök og þá lenda 3 karakterar í mikilli andlegri angist og þurfa að bregðast við breyttar aðstæður. Þetta er svona svipað eins og í Fargo þar sem einn karakter gerir mistök og svo hinn og svo næsti og að lokum eru allir í myndinni að reyna bjarga eigin skinni. Eins og í Fargo þá finnst mér Coen bræður gera hálfgert grín að öllum karakterunum. Tónlistin er mjög áhrifrík einnig en ákveðið píano ditty er endurtekið á tilfinningaríkum stundum.













*Home Alone (1990) - 7/10. Ágæt og einföld skemmtun þar sem Macaulay Culkin reynir að drepa Joe Pesci.
*Solyaris (1972) - 7/10. Rússnesk sci-fi mynd um sálfræðing sem fer á rússneskri geimstöð þar sem allt er í rugli til þess að sálgreina astronautanna. Sálfræðingurinn eins og allir hinir meðlimir geimstöðarinnar smitast af einhverjum ofurkrafti sem umlýkur geimstöðina. Látna fyrrverandi ástkona sálfræðingsins "endurlífgast" og verður myndin sjúklega existentialistisk þar sem hugtök eins og ást, raunveruleiki og draumar eru grannlega skoðuð.












*The Magnificent Ambersons (1942) - 7/10. Orson Welles mynd um dramað sem umlýkur fjölskylduna Ambersons. Er hrikalega falleg, og Joseph Cotten og Anne Baxter fara vel með hlutverk sín.

















*Training Day (2001) - 8/10. Sérstök mynd að mínu mati þar sem fyrri helmingurinn er frekar vafasamur en svo þegar nokkur twist poppa inn þá breyttist myndin gjörsamlega og verður ótrulega spennandi og að lokum stendur maður upp fyrir framan sjónvarpið þegar spennan nær hámarki.

2 comments:

  1. Næstum því 1 mynd á dag í fríinu, vel gert.

    ReplyDelete
  2. Nokkrar snilldarmyndir þarna, en það hefði kannski verið skemmtilegra aflestrar ef þú hefðir skrifað meira um færri myndir (velja kannski úr þær bestu...)

    Magnificent Ambersons er vissulega ótrúlega flott, með sjónrænt flottustu myndum sem ég hef séð. Ótrúlega flott tracking-skotið snemma í myndinni...

    Solyaris er líka ótrúlega flott (eins og Tarkovski er oft), en líka ÓTRÚLEGA hæg. Ef þú ert ekki búinn að sjá Andrei Rublev þá mæli ég eindregið með henni. Stalker er líka mjög flott...

    Það er ekki annað hægt en að elska bílaeltingaleikinn í French Connection - mjög vel gerður.

    Varðandi Blood Simple, þá er ég sammála - Coen bræður eiga það til að halda sér í einhverri íronískri fjarlægð frá persónum sínum, og stundum hefur maður á tilfinningunni að það geri myndirnar síst betri. Ég horfði á A Serious Man um daginn, og mér fannst það sama vera uppi á teningnum þar - allar persónurnar voru það kómískar að maður átti erfitt með að finna til með þeim...

    6 stig.

    ReplyDelete