Apocalypse Now - 10/10. I wanted a mission, and for my sins, they gave me one. Brought it up to me like room service. It was a real choice mission, and when it was over, I never wanted another.
Stríðsmynd leikstýrð af Francis Ford Coppola með Martin Sheen (pabbi Charlie Sheen fyrir all noobs þarna úti) í aðalhultverki og menn eins og Marlon Brando, Robert Duvall, Laurence Fishburne og Harrison Ford í smærri hlutverkum. Þessi mynd er af mörgum talinn síðasta stórverk Coppola en er framleiðsla þessarar myndar sögð hafa rústað honum algjörlega. Framleiðsla myndarinnar tók hrikalega langan tíma og var hún öll tekinn upp í Víetnam þar sem allt sem gæti farið illa fór illa. Coppola átti í miklum erfiðleikum að leikstýra offitusjúklinginn Brando, Martin Sheen fékk hjartaáfall, fokdýrir kvikmyndatökustaðir (kallaðir sets á ensku, dunno hvað þeir heita á íslensku) eyddust í nokkrum veðurhamförum þarna í Asíu og svo eftir að tökurnar sjálfar voru kláraðir þá þurfti Coppola að vaða í gegnum milljónum metra af upptökuefni og klippa það saman í eina heildarmynd. Framleiðsla myndarinnar og Coppola á jaðri geðbilunar er lýst í heimaldrmyndinni Hearts of Darkness: A Filmmaker's Apocalypse (1991) og mig langar geðveikt að sjá hana. Menn segja yfirleitt að þessi mynd braut Coppola því að á undan henni gerði hann þrjár fullkomnar myndir á stuttum tíma (The Godfather, The Conversation og Godfather II) og svo hafa myndirnar hans ekki reynst vel eftir þessa (Mér finnst samt The Rainmaker helviti góð og Godfather III er mjög fín líka).
Byrjunin er fræg en í henni er sýndur grænn skógur en svo er hann gjörsprengdur undir súrrealístisku lagi The Doors: The End. Er svo hægt og rólega skipt yfir á andlit Martin Sheen sem liggur hálf-vakinn, fullur, nakinn og geðraskaður á hótelrúmi í Saigon. Er strax í byrjun sýnt hversu brenglaður stríðið hefur gert hann. Martin Sheen er narrator myndarinnar og útskýrir hann strax í byrjun tilfinningar sínar gagnvart þessu stríði (When I was here [Vietnam], I wanted to be there [heima]; when I was there, all I could think of was getting back into the jungle. I'm here a week now... waiting for a mission... getting softer. Every minute I stay in this room, I get weaker, and every minute Charlie squats in the bush, he gets stronger. Each time I looked around the walls moved in a little tighter...). Geðbilun Sheen er svo ekki lýst neitt meira eiginlega en á yfirborðinu kemur hann fram að mestu leiti mjög fagmannlega. Ég held að Martin Sheen í byrjun þessara myndar komi fram sem mest óhamingjusamasta maneskja í heimi þar sem hann dansar grátandi og blæðandi, og mun aldrei ná sér frá þeim hrylling sem hann hefur séð í stríðinu.
Sem sagt Sheen bíður taugaveiklaður eftir að fá nýtt mission (...while I sit here gettin' weaker, Charlie gets stronger...) og að lokum fær hann eitt. Hann fær verkefnið að drepa geðsjúkan Bandariskan herforingja sem hefur tekið herlið sitt alla leið uppí Kambodia að berjast þar og er hættur að hlýða fyrirmæli. Þessi herforingi er leikinn af aldraðan Marlon Brando og er karakter hans lýstur sem hinn mesti afburðarmaður (frábær íþróttamaður, frábær skólamaður og frábær persónuleiki) en í einhvers staðar í Víetnam breyttist hann og varð "unsound" eins og þeir kalla hann.
Hefur þá Sheen missionið sitt og byrjar geðveikin. Ferðalagið sem Sheen leggur af stað í er eitt það brjálæðasta sem hefur verið sett á filmu og byggir Coppola upp ótrulega súrrealístikt atmosphere. Við lendum í einu geðveiku atriði eftir annað og það næsta toppar alltaf hið fyrra og svo þegar við komum að lok ferðarinnar þá koma karakterar Sheen og Brando fram sem hinu heilbrigðustu menn miðað við allt hið pakkið. Í gegnum alla myndina lærum við meira og meira um herforingann Brando þar sem Sheen lesir skýrslur um honum og uppgötvar Sheen samband milli sín og Brando og fer að pæla í hvort það sé rétt að drepa hann. Þegar líður á myndina berast þær fregnir til Sheen að yfirvöld sentu annan assasin til þess að drepa Brando en að þessi assasin hafði nú joinað herlið Brando. Slíkar uppgötvanir eins og þessar um herforingann og lífi hans byggir upp mikla spennu og bíða áhorfendur (eða allavega ég...) óþreyjufullir eftir að sjá hvað er í gangi með þennan mann... og hvort Sheen muni drepa hann eða ekki...
Eftir þetta fimmta áhorf af þessa mynd held ég að hún sé bara komin í top 10 hjá mér og ég held að hún sé bara þannig mynd að maður þarf að horfa á hana oft til þess að skilja hana alla og lifa sér inní hana. Hún er eins og Höfuðregla tegurreiknings, það er ekki nóg að kíkja á sönnunia einu sinni til þess að skilja hann... heldur þarf maður að kíkja á hvert smátriði fyrir sér og reyna púzzla sér saman heildarmynd af henni allri... yeah (fór í stæ próf ígær og horfð líka á AN þá...). Mér finnst að þessi mynd sé það besta sem hefur komið úr smiðju Coppola (þriðja 10/10 sem ég gef til hans) og er frammistaða Martin Sheen ein besta sem ég hef nokkurn tímann séð. Held ég hef aldrei séð eins mikla hrylling og geðbilun lýsta og þá með eins fallegri myndatöku og hjá Coppola hér. Þetta er meistaraverk.
Að mínu mati er flottasta atriði myndarinnar þegar þeir koma að einhver far-out herstöð nálægt Kambodiu þar sem vantar herforinga yfir herliðinu og allir hermennirnir eru uppdópaðir og geðbilaðir (eiginlega allir í þessa mynd eru geðbilaðir) að verja brú gegn Vietnömum:
Tuesday, December 1, 2009
Monday, November 23, 2009
The Great Escape + Night of the Hunter
Night of the Hunter (1955) – 10/10. Leaning... leaning... safe and secure from all alarms. Leaning... leaning... leaning on the everlasting arms.
Ég sá þessa mynd leikstýrð af Charles Laughton með Robert Mitchum í aðalhlutverki ekki á miðvikud. en ég hef séð hana áður. Söguþráðurinn er þannig að á kreppuárum Bandaríkjanna (mig minnir að hún eigi sér stað þá) er prestur leikinn af Robert Mitchum að leita uppí helling af fölldum peningum hjá Bandariskri fjölskyldu. Þessi fjölskylda samanstendur af ekkju og tveimur börnum hennar, en pabbi þessara barna létu börnin vita hvar peningarnir voru falldir og ætlar Robert Mitchum sér að komast af því. Það sem gerir þessa mynd svona sígílda era að hún er sögð með rosalega sjónrænum hætti og virðist ekki eiga sér stað í neinum raunveruleika. Myndin er svaka surrealistísk og er þessi fantasy-heimur sem við heimsækjum hreint út sagt magnaður. Það má túlka þessa mynd með tvennum hætti, annaðhvort með því að túlka söguþráðin úr realistisku sjónarhorni eða túlka hann sem eitthvað æðri sem tekur á baráttuna milli góðs og ills þar sem karakterar eru alls ekki persónur, heldur eins konar heildarímyndir fyrir hatur og ást. (veit ekki hvort þetta meikar séns, bjó í útlöndum, get ekki tjáð mig á íslensku). Fyrst þegar ég sá myndina, þá fannst mér hún hálf-kjánaleg (en samt góð) enda túlkaði ég henna útfrá realistisku sjónarhorni. En ári seinna og með fleiri kvikmyndir að baki mér, þá varð seinna áhorfið að einni ótrulegustu rússibanaferð sem ég hef farið í, þar sem hægt var að yfirsjá Mitchum missa börnin með mjög klaufalegum hætti og í stað sjá heildina sem myndin var að reyna endurspegla. Börnin eiga alltaf að sleppa frá Mitchum og það eina sem skiptir máli er að það sé tekið upp með fallegum hætti. Hvort sem atriðin þegar Mitchum missir af þeim í kjallaranum eða á sjávarbakkan líta raunveruleg skiptir engu máli, kvikmynd byggir upp sinn eigin heim og eigin raunveruleika, og við ættum að skoða hana útfrá honum. Hvaða hálfviti sem er, getur endurspeglað raunveruleikann eða búið til eltingarleiki sem meika séns, það eru hins vegar bara meistarar sem geta búið til sinn eigin raunveruleika með eins fallegum hætti og Charles Laughton gerir hér. Myndin misshepnaðist svakalega á þeim tíma sem hún kom út og Laughton fékk aldrei að leikstýra aðra mynd. Það sökkar feitt enda gæti hann haft rosa mikil áhrif á stefnu kvikmynda (miðað við hversu mikil áhrif þessa eina mynd hans hefur haft á mörgum af meisturu-leikstjórum nútima-kvikmynda). Robert Mitchum er sjúúúúúklega góður í þessa mynd enda býr karakterinn hans uppá miklu. Hann leikur sem sagt hypocritical prest sem fer frá bæ til bæ valdandi vandræðum og fjallar myndin aðallega um leit hans að tveimur krökkum sem geyma hrúgu af peningum. Mér finnst myndin endurspegla þeim draumaheim og súrrealisma sem mátti finna í margar Disney myndir fyrir þess tíma en í stað þess að hafa indæla karaktera og hamingju 10x, þá höfum við goddamn Robert Mitchum og hann ásamt öll þessi draumlegu atriði verða að lokum að súrrealistísk hryllingsmynd. Mörg atriði eru ótrulega falleg *sagt með hreimi Guðbjarts jarðfræðikennara* og væri frekar half-assed að reyna telja þau öll upp, en uppáhalds-atriðin mín eru sennilega þegar krakkarnir ferðast í bát í fljótinu. Söngurinn, tónlistin og myndatakan gefur okkur ótrulega dreamy atmosphere og ef þessi youtube-myndagæði væri ekki svona slöpp, þá myndi ég örugglega slefa yfir hversu ýkt fallegt þetta allt er:
Það er frekar langt frá því ég sá þessa mynd og því frekar erfitt að blogga um hana og tjá mér nákvæmt um hana en hún er án efa meðal bestu myndum sem ég hef séð.
The Great Escape (1963) - 9/10. I haven't seen Berlin yet, from the ground or from the air, and I plan on doing both before the war is over.
Sannsöguleg mynd leikstýrð af John Sturges (sem ég þarf að sjá fleiri myndum eftir) með helling af frægum leikurum, og þessir leikarar eru ekki einungis bara einhverjir frægir plebbar heldur virðist John Sturges hafa valið sér einkum töffir og skemmtilegir leikarar. Myndin fjallar um helling af ofurhermönnum sem hafa verið safnaðir saman í einu súper-hermannafangelsi í Þýskalandi á tímum WWII. Allir þessir hermenn eiga sér sögu við að flýja frá fangabúðum (en sumir þeirra hafa náð að flýja oftar en 10 sinnum) og nú eru þeir allir komnir saman... I wonder wut will happen? Til þess að flýja frá þessum fangabúðum þurfa fangarnir að koma upp með fullkomna áætlun. Er svo sýnt hlutverk mikilvægustu karakteranna og er undirbúningur flýjunninnar sýnd með mjög nákvæmum hætti (ég er mikið fan af þannig frásögn eins og er í Day of the Jackal, The Killing, Ocean's Eleven , Escape from Alcatraz o.fl.). Er til dæmis sýnt hvernig verkfræðingarnir sem ætla byggju tunnelinn hugsa sér hann, hvernig þeir dreifa sandinn úr tunnlinum, hvernig þeir ná að anda í tunnlinum, hvernig þeir búa til vegabréf, föt og viðeigandi pappíra handa fanganna sem ætla sér að flýja, hvernig system þeir nota til þess að hætta framkvæmdum ef einn vörður er að nálgast einhvern vinnustað and on and on... Þetta gefur myndina miklan realisma og allt þetta ásamt þekkinguna um að þessir menn voru virkilega til, gerir okkur kleift að tengjast karakteranna miklu betur, bera meiri virðingu fyrir þeim og finna til þegar eitthvað klikkar hjá þeim. Fyrsti helmingur myndarinnar er afslappaður og hálf-kómedískur en í seinni hluta myndarinnar breyttist andrúmsloftið og angist fanganna til þess að flýja og órói þeirra yfir afleiðingarnar koma í ljós (alveg eins og í Stalag 17), og gefur þetta okkur enn djúpari tengingu við karakteranna. Og svo að lokum þegar kemur að the great escape í The Great Escape þá er áhorfendur algjörlega límdir við skjáinn og er spennan á tímum yfirþyrmandi.
Ég sá þessa mynd leikstýrð af Charles Laughton með Robert Mitchum í aðalhlutverki ekki á miðvikud. en ég hef séð hana áður. Söguþráðurinn er þannig að á kreppuárum Bandaríkjanna (mig minnir að hún eigi sér stað þá) er prestur leikinn af Robert Mitchum að leita uppí helling af fölldum peningum hjá Bandariskri fjölskyldu. Þessi fjölskylda samanstendur af ekkju og tveimur börnum hennar, en pabbi þessara barna létu börnin vita hvar peningarnir voru falldir og ætlar Robert Mitchum sér að komast af því. Það sem gerir þessa mynd svona sígílda era að hún er sögð með rosalega sjónrænum hætti og virðist ekki eiga sér stað í neinum raunveruleika. Myndin er svaka surrealistísk og er þessi fantasy-heimur sem við heimsækjum hreint út sagt magnaður. Það má túlka þessa mynd með tvennum hætti, annaðhvort með því að túlka söguþráðin úr realistisku sjónarhorni eða túlka hann sem eitthvað æðri sem tekur á baráttuna milli góðs og ills þar sem karakterar eru alls ekki persónur, heldur eins konar heildarímyndir fyrir hatur og ást. (veit ekki hvort þetta meikar séns, bjó í útlöndum, get ekki tjáð mig á íslensku). Fyrst þegar ég sá myndina, þá fannst mér hún hálf-kjánaleg (en samt góð) enda túlkaði ég henna útfrá realistisku sjónarhorni. En ári seinna og með fleiri kvikmyndir að baki mér, þá varð seinna áhorfið að einni ótrulegustu rússibanaferð sem ég hef farið í, þar sem hægt var að yfirsjá Mitchum missa börnin með mjög klaufalegum hætti og í stað sjá heildina sem myndin var að reyna endurspegla. Börnin eiga alltaf að sleppa frá Mitchum og það eina sem skiptir máli er að það sé tekið upp með fallegum hætti. Hvort sem atriðin þegar Mitchum missir af þeim í kjallaranum eða á sjávarbakkan líta raunveruleg skiptir engu máli, kvikmynd byggir upp sinn eigin heim og eigin raunveruleika, og við ættum að skoða hana útfrá honum. Hvaða hálfviti sem er, getur endurspeglað raunveruleikann eða búið til eltingarleiki sem meika séns, það eru hins vegar bara meistarar sem geta búið til sinn eigin raunveruleika með eins fallegum hætti og Charles Laughton gerir hér. Myndin misshepnaðist svakalega á þeim tíma sem hún kom út og Laughton fékk aldrei að leikstýra aðra mynd. Það sökkar feitt enda gæti hann haft rosa mikil áhrif á stefnu kvikmynda (miðað við hversu mikil áhrif þessa eina mynd hans hefur haft á mörgum af meisturu-leikstjórum nútima-kvikmynda). Robert Mitchum er sjúúúúúklega góður í þessa mynd enda býr karakterinn hans uppá miklu. Hann leikur sem sagt hypocritical prest sem fer frá bæ til bæ valdandi vandræðum og fjallar myndin aðallega um leit hans að tveimur krökkum sem geyma hrúgu af peningum. Mér finnst myndin endurspegla þeim draumaheim og súrrealisma sem mátti finna í margar Disney myndir fyrir þess tíma en í stað þess að hafa indæla karaktera og hamingju 10x, þá höfum við goddamn Robert Mitchum og hann ásamt öll þessi draumlegu atriði verða að lokum að súrrealistísk hryllingsmynd. Mörg atriði eru ótrulega falleg *sagt með hreimi Guðbjarts jarðfræðikennara* og væri frekar half-assed að reyna telja þau öll upp, en uppáhalds-atriðin mín eru sennilega þegar krakkarnir ferðast í bát í fljótinu. Söngurinn, tónlistin og myndatakan gefur okkur ótrulega dreamy atmosphere og ef þessi youtube-myndagæði væri ekki svona slöpp, þá myndi ég örugglega slefa yfir hversu ýkt fallegt þetta allt er:
Það er frekar langt frá því ég sá þessa mynd og því frekar erfitt að blogga um hana og tjá mér nákvæmt um hana en hún er án efa meðal bestu myndum sem ég hef séð.
The Great Escape (1963) - 9/10. I haven't seen Berlin yet, from the ground or from the air, and I plan on doing both before the war is over.
Sannsöguleg mynd leikstýrð af John Sturges (sem ég þarf að sjá fleiri myndum eftir) með helling af frægum leikurum, og þessir leikarar eru ekki einungis bara einhverjir frægir plebbar heldur virðist John Sturges hafa valið sér einkum töffir og skemmtilegir leikarar. Myndin fjallar um helling af ofurhermönnum sem hafa verið safnaðir saman í einu súper-hermannafangelsi í Þýskalandi á tímum WWII. Allir þessir hermenn eiga sér sögu við að flýja frá fangabúðum (en sumir þeirra hafa náð að flýja oftar en 10 sinnum) og nú eru þeir allir komnir saman... I wonder wut will happen? Til þess að flýja frá þessum fangabúðum þurfa fangarnir að koma upp með fullkomna áætlun. Er svo sýnt hlutverk mikilvægustu karakteranna og er undirbúningur flýjunninnar sýnd með mjög nákvæmum hætti (ég er mikið fan af þannig frásögn eins og er í Day of the Jackal, The Killing, Ocean's Eleven , Escape from Alcatraz o.fl.). Er til dæmis sýnt hvernig verkfræðingarnir sem ætla byggju tunnelinn hugsa sér hann, hvernig þeir dreifa sandinn úr tunnlinum, hvernig þeir ná að anda í tunnlinum, hvernig þeir búa til vegabréf, föt og viðeigandi pappíra handa fanganna sem ætla sér að flýja, hvernig system þeir nota til þess að hætta framkvæmdum ef einn vörður er að nálgast einhvern vinnustað and on and on... Þetta gefur myndina miklan realisma og allt þetta ásamt þekkinguna um að þessir menn voru virkilega til, gerir okkur kleift að tengjast karakteranna miklu betur, bera meiri virðingu fyrir þeim og finna til þegar eitthvað klikkar hjá þeim. Fyrsti helmingur myndarinnar er afslappaður og hálf-kómedískur en í seinni hluta myndarinnar breyttist andrúmsloftið og angist fanganna til þess að flýja og órói þeirra yfir afleiðingarnar koma í ljós (alveg eins og í Stalag 17), og gefur þetta okkur enn djúpari tengingu við karakteranna. Og svo að lokum þegar kemur að the great escape í The Great Escape þá er áhorfendur algjörlega límdir við skjáinn og er spennan á tímum yfirþyrmandi.
Sunday, November 15, 2009
Searchers, Wait Until Dark + Casablanca
The Searchers (1956) - 7/10. We'll find 'em. Just as sure as the turnin' of the Earth.
Klassískur John Ford westri sem fjallar um fyrrv. Confederate hermann (John Wayne) og leit hans að frænku sinni (Natalie Wood) sem hefur verið rænt af Comanche indjánum. Myndatakan og cinematographyn er svaka professional í þessari mynd en myndin lítur rosa falleg út. Söguþráðurinn er góður og spennandi, og er karakter John Waynes mjög skemmtileg týpa. Það sem gekk hins vegar ekki upp að minu mati var leikurinn hjá mörgum, og þá sérstaklega hjá helling af kvennfólkinu en eru flestar konur í þessari mynd hreint út sagt óþolandi (Natalie cutie pie Wood ekki talin með). Alvarleiki og kaldhæðni John Waynes vegur mikið á móti þessu þó. Tónlistin er líka frekar ómerkileg og ópassandi finnst mér (mér finnst það hins vegar eiga við um margar myndir fyrir ca 1965). Action atriðin eru svo einnig hálf-kjánaleg og tel ég mig hafa spottað gallann í þessum atriðum eftir að hafa unnið við Sergio Leone fyrirlestrinum mínum. Sergio Leone kom sem sagt með nýjung þegar hann tók upp sínar myndir en í myndirnar hans sýndi hann ofbeldi alltaf í samheldnum skotum (t.d. er sýnt hvernig Eastwood hleypur af byssu og í sömu skoti hvernig mennirnir á móti hann deyja af völdum byssunar). Í The Searchers verða action sénurnar frekar bútóttar (alltaf klippt eftir að John Wayne hleypur af byssu og svo er í næsta skoti sýnt hvernig indjánar deyja) og þær skorta gott flæði, og að lokum verður þetta allt hálf-kjánalegt. Góð leikstjórn yfir myndina í heild sinni og kröftug John Wayne frammistaða gerir þó þessa mynd að góðri skemmtun.
Wait Until Dark (1967) - 6/10. This is the big bad world, full of mean people, where nasty things happen!
Mynd eftir Terence Young (sem gerði nokkrar ágætar Bond myndir) með Audrey Hepburn, Alan Arkin (sést á myndinni^) og Richard Crenna (herforingin hans Rambo) í aðalhlutverkum. Tónlistin hans Henry Mancini er mjög góð og er hún passlega mysterious (minnti mig pínu á tónlistina í Marathon Man). Richard Crenna og Richard Crenna eru frábærir í þessa mynd, en hárgreiðslan hans Arkin er langt frá því að vera frábær... En þrátt fyrir allrar tilraunir hárgreiðslunar hans Arkin að trufla mig þá hélt ég einbeitinguna og náði að skilja frekar flókið plot. Ef ég gæti talað betri íslensku þá myndi ég reyna að útskýra plottið en þar sem ég sökka svo feitt í henni þá ætla ég bara að segja frá nokkrum basics í plottinu: Hóp glæpamanna eru að reyna ná dúkku af Audrey Hepburn (hún leikur blinda gellu) en ólíkt flestum dúkkum þá inniheldur þessi dúkka verðmætt heróin. Glæpamennirnir reyna fyrst með flóknum hætti að blekkja þessa blinda konu til þess að gefa upp dúkkuna og skarast mörg sjónarhorn karaktera við í þessu. Það var frekar skemmtilegt að sem áhorfandi geta séð heildarmyndina og hvernig hver karakter bregðst við útfrá hans sjónarhorni (veit ekki hvort þetta meikar séns...). Mér finnst Audrey Hepburn vera veiki púnktur myndarinnar en ég hef aldrei verið hrifin af leik-hæfileikar hennar né finnst mér hún þessi súper-sæta gella sem allir eru að tala um. Karakterinn hennar er bæði óþolandi og mér finnst hún ekki fara vel með þessu margbrotna hlutverki blindrar og ráðvilltrar konu sem hefur lent í höndunum á vondum glæpamönnum.
Casablanca - 7/10. Ég sá þessa mynd ekki á miðvikud. enda hef ég séð hana áður. Þessi sjúklega fræg mynd með frábærum leikarahóp skartar endalausum frægum quotum og one-liners enda er handrit myndarinnar ýkt frábært. Úrvinnsla myndarinnar hefði samt getað verið betri minnir mig og náði ég ekki að tengjast þessari mynd nógu vel. Frammistöðu leikaranna er frábær en minnir mig að Peter Lorre hrifði mig einkum mikið. Ingrid Bergman stóð sér líka vel en þessi sænska ró og díalekt virkar frekar vel.
Svar á spurningu þinni: Ég hef ekki séð the Verdict (mig minnir að ég hafi tekið hana upp en að hún hafi einhvern veginn dottið útúr upptöku-systeminu á Sky :( ) en hún hljómar vel og það er greinilega fagmanlegt fólk sem stendur bakvið framleiðslu hennar. Og já, maður hatar fátt meira en hið siðlausa og gallaða bandariska heilbrigðiskerfi (svipað og í the Rainmaker) og plottið hljómar þess vegna einkum vel. Þarf að checka þessa mynd out.
Klassískur John Ford westri sem fjallar um fyrrv. Confederate hermann (John Wayne) og leit hans að frænku sinni (Natalie Wood) sem hefur verið rænt af Comanche indjánum. Myndatakan og cinematographyn er svaka professional í þessari mynd en myndin lítur rosa falleg út. Söguþráðurinn er góður og spennandi, og er karakter John Waynes mjög skemmtileg týpa. Það sem gekk hins vegar ekki upp að minu mati var leikurinn hjá mörgum, og þá sérstaklega hjá helling af kvennfólkinu en eru flestar konur í þessari mynd hreint út sagt óþolandi (Natalie cutie pie Wood ekki talin með). Alvarleiki og kaldhæðni John Waynes vegur mikið á móti þessu þó. Tónlistin er líka frekar ómerkileg og ópassandi finnst mér (mér finnst það hins vegar eiga við um margar myndir fyrir ca 1965). Action atriðin eru svo einnig hálf-kjánaleg og tel ég mig hafa spottað gallann í þessum atriðum eftir að hafa unnið við Sergio Leone fyrirlestrinum mínum. Sergio Leone kom sem sagt með nýjung þegar hann tók upp sínar myndir en í myndirnar hans sýndi hann ofbeldi alltaf í samheldnum skotum (t.d. er sýnt hvernig Eastwood hleypur af byssu og í sömu skoti hvernig mennirnir á móti hann deyja af völdum byssunar). Í The Searchers verða action sénurnar frekar bútóttar (alltaf klippt eftir að John Wayne hleypur af byssu og svo er í næsta skoti sýnt hvernig indjánar deyja) og þær skorta gott flæði, og að lokum verður þetta allt hálf-kjánalegt. Góð leikstjórn yfir myndina í heild sinni og kröftug John Wayne frammistaða gerir þó þessa mynd að góðri skemmtun.
Wait Until Dark (1967) - 6/10. This is the big bad world, full of mean people, where nasty things happen!
Mynd eftir Terence Young (sem gerði nokkrar ágætar Bond myndir) með Audrey Hepburn, Alan Arkin (sést á myndinni^) og Richard Crenna (herforingin hans Rambo) í aðalhlutverkum. Tónlistin hans Henry Mancini er mjög góð og er hún passlega mysterious (minnti mig pínu á tónlistina í Marathon Man). Richard Crenna og Richard Crenna eru frábærir í þessa mynd, en hárgreiðslan hans Arkin er langt frá því að vera frábær... En þrátt fyrir allrar tilraunir hárgreiðslunar hans Arkin að trufla mig þá hélt ég einbeitinguna og náði að skilja frekar flókið plot. Ef ég gæti talað betri íslensku þá myndi ég reyna að útskýra plottið en þar sem ég sökka svo feitt í henni þá ætla ég bara að segja frá nokkrum basics í plottinu: Hóp glæpamanna eru að reyna ná dúkku af Audrey Hepburn (hún leikur blinda gellu) en ólíkt flestum dúkkum þá inniheldur þessi dúkka verðmætt heróin. Glæpamennirnir reyna fyrst með flóknum hætti að blekkja þessa blinda konu til þess að gefa upp dúkkuna og skarast mörg sjónarhorn karaktera við í þessu. Það var frekar skemmtilegt að sem áhorfandi geta séð heildarmyndina og hvernig hver karakter bregðst við útfrá hans sjónarhorni (veit ekki hvort þetta meikar séns...). Mér finnst Audrey Hepburn vera veiki púnktur myndarinnar en ég hef aldrei verið hrifin af leik-hæfileikar hennar né finnst mér hún þessi súper-sæta gella sem allir eru að tala um. Karakterinn hennar er bæði óþolandi og mér finnst hún ekki fara vel með þessu margbrotna hlutverki blindrar og ráðvilltrar konu sem hefur lent í höndunum á vondum glæpamönnum.
Casablanca - 7/10. Ég sá þessa mynd ekki á miðvikud. enda hef ég séð hana áður. Þessi sjúklega fræg mynd með frábærum leikarahóp skartar endalausum frægum quotum og one-liners enda er handrit myndarinnar ýkt frábært. Úrvinnsla myndarinnar hefði samt getað verið betri minnir mig og náði ég ekki að tengjast þessari mynd nógu vel. Frammistöðu leikaranna er frábær en minnir mig að Peter Lorre hrifði mig einkum mikið. Ingrid Bergman stóð sér líka vel en þessi sænska ró og díalekt virkar frekar vel.
Svar á spurningu þinni: Ég hef ekki séð the Verdict (mig minnir að ég hafi tekið hana upp en að hún hafi einhvern veginn dottið útúr upptöku-systeminu á Sky :( ) en hún hljómar vel og það er greinilega fagmanlegt fólk sem stendur bakvið framleiðslu hennar. Og já, maður hatar fátt meira en hið siðlausa og gallaða bandariska heilbrigðiskerfi (svipað og í the Rainmaker) og plottið hljómar þess vegna einkum vel. Þarf að checka þessa mynd out.
Tuesday, November 10, 2009
Taken, Justice for all + some like it hot
Taken (2008) - 8/10. It was all personal to me.
Þessi ræma fjallar um Liam Neeson sem er að reyna finna dóttur sína eftir að henni verður rænt í Evrópu. Í byrjun myndarinnar er sýnt hvernig Neeson reynir að endurheimta glataða tíð með dóttur sína (sem býr með fyrrv. eiginkonu hans). Ást Neesons fyrir dóttur sína er greinileg, þrátt fyrir að stelpan sé frekar æst, tjúlluð og bara almennt pirrandi. Neeson sýnir frábæran leik í þessari magnaða spennumynd og er hann nánast englalegur á svip þegar hann er með dóttur sína. En svo þegar hann persónulega vitnar þess að dóttir hans verður tekin þá brestur andlit hans með mjög yfirveguðum hætti og verð ég að segja að sú atriði er það besta úr þessari mynd. Ég bjóst við einföldum 'smash+kill+gera grín að látnum óvinum' söguþræði en actionið minnti mikið á Bourne myndirnar en þar er actionið tekið með alvarlegri no-nonsense nálgun. Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart allri þessari Bourne klippingu en hún gerir bílaeltingarleiki nánast óhorfanlegir að mínu mati. Close-combattið kemur þó betra út. Taken er hín finasta action-mynd og sýnir Liam Neeson besta frammistöðu sem ég hef séð í langan tíma.
...And Justice for All (1979) - 4/10. Why would she lie?
Courtoom drama með Al Pacino í aðalhlutverki. Ég er svakaleur sucker fyrir svona courtroom dramas og þegar þær koma vel út, þá veit ég um ekkert betra (The Rainmaker, Witness for the Prosecution, 12 Angry Men o.s.frv.). Þessi mynd kom hins vegar ekki vel út. Fjallar hún um lögfræðing sem þarf að verja saklausan en vondan dómara gegn nauðgunarkæru. Fyrst og fremst sökkar tónlistin hans Dave Grusin, en passar hún ekkert inní þessa mynd að minu mati. Dave Grusin á það hins vegar inní sér að búa til klassa tónlist og klassa kvikmyndatónlist. Mér fannst Al Pacino vera eins og hálfger parodía af sjálfum sér og ég var ekkert ýkt hrifinn af honum hér. Leikarinn sem kemur bestur út úr þessa mynd er Craig T. Nelson en hann leikur ákæruvaldið. Myndin er troðfull af tilgangslaust þvaður og helling af filler og þegar við að lokum komum að síðasta hálftímann þegar málið fer inní dómsstóll þá hafði ég algjörlega misst áhugann og tímdi ekki að horfa á meir.
Some Like It Hot (1959) - 8/10. Well, nobody's perfect.
Ég sá ekki þessa mynd á miðvikud. en ég hafði séð hana áður. Leikstýrð af meistara Billy Wilder með Marilyn Monroe, Jack Lemmon og Tony Curtis í aðalhlutverkum. Húmorinn er góður, Monroe er æsandi og söguþráðurinn er skemmtilegur og áhugaverður. Frammistaða Jack Lemmon er einkum frábær minnir mig enda held ég að það var í þessa mynd sem ég uppgötvaði leikarahæfileika hans.
Þessi ræma fjallar um Liam Neeson sem er að reyna finna dóttur sína eftir að henni verður rænt í Evrópu. Í byrjun myndarinnar er sýnt hvernig Neeson reynir að endurheimta glataða tíð með dóttur sína (sem býr með fyrrv. eiginkonu hans). Ást Neesons fyrir dóttur sína er greinileg, þrátt fyrir að stelpan sé frekar æst, tjúlluð og bara almennt pirrandi. Neeson sýnir frábæran leik í þessari magnaða spennumynd og er hann nánast englalegur á svip þegar hann er með dóttur sína. En svo þegar hann persónulega vitnar þess að dóttir hans verður tekin þá brestur andlit hans með mjög yfirveguðum hætti og verð ég að segja að sú atriði er það besta úr þessari mynd. Ég bjóst við einföldum 'smash+kill+gera grín að látnum óvinum' söguþræði en actionið minnti mikið á Bourne myndirnar en þar er actionið tekið með alvarlegri no-nonsense nálgun. Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart allri þessari Bourne klippingu en hún gerir bílaeltingarleiki nánast óhorfanlegir að mínu mati. Close-combattið kemur þó betra út. Taken er hín finasta action-mynd og sýnir Liam Neeson besta frammistöðu sem ég hef séð í langan tíma.
...And Justice for All (1979) - 4/10. Why would she lie?
Courtoom drama með Al Pacino í aðalhlutverki. Ég er svakaleur sucker fyrir svona courtroom dramas og þegar þær koma vel út, þá veit ég um ekkert betra (The Rainmaker, Witness for the Prosecution, 12 Angry Men o.s.frv.). Þessi mynd kom hins vegar ekki vel út. Fjallar hún um lögfræðing sem þarf að verja saklausan en vondan dómara gegn nauðgunarkæru. Fyrst og fremst sökkar tónlistin hans Dave Grusin, en passar hún ekkert inní þessa mynd að minu mati. Dave Grusin á það hins vegar inní sér að búa til klassa tónlist og klassa kvikmyndatónlist. Mér fannst Al Pacino vera eins og hálfger parodía af sjálfum sér og ég var ekkert ýkt hrifinn af honum hér. Leikarinn sem kemur bestur út úr þessa mynd er Craig T. Nelson en hann leikur ákæruvaldið. Myndin er troðfull af tilgangslaust þvaður og helling af filler og þegar við að lokum komum að síðasta hálftímann þegar málið fer inní dómsstóll þá hafði ég algjörlega misst áhugann og tímdi ekki að horfa á meir.
Some Like It Hot (1959) - 8/10. Well, nobody's perfect.
Ég sá ekki þessa mynd á miðvikud. en ég hafði séð hana áður. Leikstýrð af meistara Billy Wilder með Marilyn Monroe, Jack Lemmon og Tony Curtis í aðalhlutverkum. Húmorinn er góður, Monroe er æsandi og söguþráðurinn er skemmtilegur og áhugaverður. Frammistaða Jack Lemmon er einkum frábær minnir mig enda held ég að það var í þessa mynd sem ég uppgötvaði leikarahæfileika hans.
Thursday, October 29, 2009
Lone Star, Oceans 11, Wall Street + Longest Day
Ein spurning: Hversu mörg bloggstig þarf maður að ná samtals á þessari önn?
Lone Star (1996) - 6/10. No telling yet if there's been a crime, but this country's seen a fair amount of disagreements over the years.
Mynd leikstýrð af John Sayles með hinum frábæra Chris Cooper í aðalhlutverki. Þegar ungur sheriff (Chris Cooper) finnur úrelt lík af fyrrverandi sheriff í þorpi sínu í the Lone Star state (Texas) þá þarf hann að kafa í fortíðina og finna morðingjann. Er þá saga þorpsins sýnd úr sjónarhornum margra íbúa og er kíkt inn í fortíðina með flashbacks. Allir þessir karakterar og öl þessi sjónarhorn reyndust flókin til að byrja með en fannst mér söguþráðurinn skýrast mun betur þar sem myndin leið. Eins og með flestar myndir sem eiga sér stað í Deep Southið þá er frekar rómantískt atmosphere þar sem manneskjurnar eru frekar einfaldar og tjáningarnar þeirra einnig. Mér finnst hins vegar of margar persónur og sjónarhornum lýst í þessari mynd og mætti alveg að losa sig við nokkrum af þessum sub-plottum til þess að bæta myndina. Samt sem áður var þessi mynd ágæt skemmtun.
Ocean's Eleven (2001) - 7/10. Smash and grab job, huh?
Mynd leikstýrð af Steven Söderbergh í þeim tilgangi að leyfa Brad Pitt, George Clooney og þeirra posse að koma saman og skemmta sér (svona eins og með Trantino og Rodriguez við framleiðslu Grindhouse). Plottið er þannig að 11 menn eru að fara ræna helling af $ úr kasinóum í Las Vegas og er það mjög erfitt og því þurfa þessi 11 gaurar að plana glæpin vel. Undirbúningur glæpsins er sýndur með The Killing hætti en þá er öll detail glæpsins úrskýrð með nákvæmum hætti áður en glæpurinn á sér stað. Atmospherið er mjög óalvarlegt og fyndið en það breyttist allt þegar Julia Roberts og hennar sállausa andlit kemur upp á skjáinn og hún algjörlega messar myndina upp.
Wall Street (1987) - 7/10. Greed is good.
Oliver Stone mynd sem skartar Charlie Sheen og Michael Douglas í aðalhlutverkum. Hún fjallar eins og nafnið ber að kynna um lífið á Wall Street og fylgjumst við með rís og fall Charlie Sheens í þeim einkennilega heimi. Er strax útskýrt fyrir okkur hvernig auðveldasta leiðin til að þéna peninga á Wall Street er með því að gera ólöglega og ósiðlega hluti. Karakter Michael Douglas fær Charlie Sheen til þess að gera ósiðlega hluti en svo með mjög fyrirsjáanlegum hætti ákveður Sheen alltíeinu að hætta vera vondur strákur og fer að vinna gegn Michael Douglas. Frammistaða Michael Douglas er frábær og vann hann Oscar verðlaun sem hinn úber-siðlausi Gordon Gekko. Martin Sheen leikur faðir Charlies og í þau fáu atriði sem hann kemur við sögu stendur hann sig með prýði. Wall Street hefði getað verið mun betri en hún gefur samt sem áður áhugaverða innsýn í heimi viðskiptajöfra.
The Longest Day (1962) - 7/10. You remember it. Remember every bit of it, 'cause we are on the eve of a day that people are going to talk about long after we are dead and gone.
Stríðsmynd um innrásina í Normandy sem skartar stjörnum eins og John Wayne, Henry Fonda, Rod Steiger, Sean Connery og Robert Mitchum. Ég hef séð margar frásagnir af Normandy innrásina en í öllum þeim myndum/þáttum var innrásin einungis brot af söguþræðinum og var frekar einblínt á stríðið í heild sinni. Þessi mynd segir þó einungis frá innrásina sjálfa og undirbúningin fyrir hana. Leikstjórnin er mjög fagmannleg en hún gefur okkur nákvæmt lýsing á atburðum tengd innrásina og er öllum sjónarhornum lýst (sjónarhorn Frakka, Breta, Amerikana og Þjóðverja). Fannst mér þó frásögnin kanski aðeins of fræðileg og það vantaði að minu mati persónulega innsýn. Það eru margar karakterar og fá meðal annars allir þessar stórstjörnur aðeins nokkrar mínútur hver og einn fyrir framan myndavélina. Það er þá ekkert kafað neitt djúpt í þessar persónur. Besta atriði myndarinnar er að minu mati þegar Amerikanar parachuta sig inn í þorpi og festist einn gaur efst í kirkjuturni og getur ekki losnað. Sjáum við þá orrustuna á vigvellinum útfrá sjónarhorninu hans og finnst mér það frekar groovy. Brot af þeirri orrustu má sjá hér:
Lone Star (1996) - 6/10. No telling yet if there's been a crime, but this country's seen a fair amount of disagreements over the years.
Mynd leikstýrð af John Sayles með hinum frábæra Chris Cooper í aðalhlutverki. Þegar ungur sheriff (Chris Cooper) finnur úrelt lík af fyrrverandi sheriff í þorpi sínu í the Lone Star state (Texas) þá þarf hann að kafa í fortíðina og finna morðingjann. Er þá saga þorpsins sýnd úr sjónarhornum margra íbúa og er kíkt inn í fortíðina með flashbacks. Allir þessir karakterar og öl þessi sjónarhorn reyndust flókin til að byrja með en fannst mér söguþráðurinn skýrast mun betur þar sem myndin leið. Eins og með flestar myndir sem eiga sér stað í Deep Southið þá er frekar rómantískt atmosphere þar sem manneskjurnar eru frekar einfaldar og tjáningarnar þeirra einnig. Mér finnst hins vegar of margar persónur og sjónarhornum lýst í þessari mynd og mætti alveg að losa sig við nokkrum af þessum sub-plottum til þess að bæta myndina. Samt sem áður var þessi mynd ágæt skemmtun.
Ocean's Eleven (2001) - 7/10. Smash and grab job, huh?
Mynd leikstýrð af Steven Söderbergh í þeim tilgangi að leyfa Brad Pitt, George Clooney og þeirra posse að koma saman og skemmta sér (svona eins og með Trantino og Rodriguez við framleiðslu Grindhouse). Plottið er þannig að 11 menn eru að fara ræna helling af $ úr kasinóum í Las Vegas og er það mjög erfitt og því þurfa þessi 11 gaurar að plana glæpin vel. Undirbúningur glæpsins er sýndur með The Killing hætti en þá er öll detail glæpsins úrskýrð með nákvæmum hætti áður en glæpurinn á sér stað. Atmospherið er mjög óalvarlegt og fyndið en það breyttist allt þegar Julia Roberts og hennar sállausa andlit kemur upp á skjáinn og hún algjörlega messar myndina upp.
Wall Street (1987) - 7/10. Greed is good.
Oliver Stone mynd sem skartar Charlie Sheen og Michael Douglas í aðalhlutverkum. Hún fjallar eins og nafnið ber að kynna um lífið á Wall Street og fylgjumst við með rís og fall Charlie Sheens í þeim einkennilega heimi. Er strax útskýrt fyrir okkur hvernig auðveldasta leiðin til að þéna peninga á Wall Street er með því að gera ólöglega og ósiðlega hluti. Karakter Michael Douglas fær Charlie Sheen til þess að gera ósiðlega hluti en svo með mjög fyrirsjáanlegum hætti ákveður Sheen alltíeinu að hætta vera vondur strákur og fer að vinna gegn Michael Douglas. Frammistaða Michael Douglas er frábær og vann hann Oscar verðlaun sem hinn úber-siðlausi Gordon Gekko. Martin Sheen leikur faðir Charlies og í þau fáu atriði sem hann kemur við sögu stendur hann sig með prýði. Wall Street hefði getað verið mun betri en hún gefur samt sem áður áhugaverða innsýn í heimi viðskiptajöfra.
The Longest Day (1962) - 7/10. You remember it. Remember every bit of it, 'cause we are on the eve of a day that people are going to talk about long after we are dead and gone.
Stríðsmynd um innrásina í Normandy sem skartar stjörnum eins og John Wayne, Henry Fonda, Rod Steiger, Sean Connery og Robert Mitchum. Ég hef séð margar frásagnir af Normandy innrásina en í öllum þeim myndum/þáttum var innrásin einungis brot af söguþræðinum og var frekar einblínt á stríðið í heild sinni. Þessi mynd segir þó einungis frá innrásina sjálfa og undirbúningin fyrir hana. Leikstjórnin er mjög fagmannleg en hún gefur okkur nákvæmt lýsing á atburðum tengd innrásina og er öllum sjónarhornum lýst (sjónarhorn Frakka, Breta, Amerikana og Þjóðverja). Fannst mér þó frásögnin kanski aðeins of fræðileg og það vantaði að minu mati persónulega innsýn. Það eru margar karakterar og fá meðal annars allir þessar stórstjörnur aðeins nokkrar mínútur hver og einn fyrir framan myndavélina. Það er þá ekkert kafað neitt djúpt í þessar persónur. Besta atriði myndarinnar er að minu mati þegar Amerikanar parachuta sig inn í þorpi og festist einn gaur efst í kirkjuturni og getur ekki losnað. Sjáum við þá orrustuna á vigvellinum útfrá sjónarhorninu hans og finnst mér það frekar groovy. Brot af þeirri orrustu má sjá hér:
Saturday, October 17, 2009
Surrogates, Raising Arizona + Diamonds'r'Forever
Surrogates (2009) - 4/10. Leiðinleg mynd þar sem Bruce Willis leikur dúkku-utgáfu af sjálfum sér. Útlitið hans og flestra aðra karaktera í myndina er afar sérstakt en þau líta öll út eins og Bratz útgáfur af sjálfum sér. Mér fannst það frekar viðbjóðslegt úr sjónrænu sjónarhorni og gerir það alla myndina að frekar leiðinlegri upplifun.
Raizing Arizona (1987) - 8/10. Edwina's insides were a rocky place where my seed could find no purchase.
Skemmtileg flipp-mynd hjá Coen bræður með Nicholas Cage, Holly Hunter og minn sensei John Goodman í aðalhlutverkum. Þetta er dæmigerð flipp-mynd hjá þeim bræðrum og hafa þeir allan ferilinn sinn náð að búa til svona geðveikar grínmyndir innámilli alvarlegu myndirnar og sýnir þetta hversu fjölhæfir þeir eru. Plottið er þannig að Cage og Hunter hittast og kvænast eftir að hafa hist margoft (Cage er síafbrotamaður og Hunter er lögreglugellan sem tekur myndir af glæpamönnum) og er sagt frá öllu þessu saman í intróinu sem er epískt flott. "Hvatningaratvik" myndarinnar verður þó að hjónin langar í barn en Hunter er ófrjó og þau mega ekki ættleiða því að Cage er á sakaskrá ("Biology and the prejudices of others conspired to keep us childless."). Þurfa þau að leysa þessu og gera það með því að ræna barni frá fjölskyldu sem var að eignast fimmbura... en þá hefst mikil flækja og eltingarleikur þar sem helling af fólki fer að eltast eftir þeim hjónunum (þar á meðal einhver satanískur gaur á mótorhjóli & John Goodman + félagi hans). Jafnvel þótt myndin er súper-kjánaleg og allir karakterar mjög ýktar týpar þá ná áhorfendur samt að byggja upp tilfinningar fyrir Cage og Hunter, og er loka-atriðið frábærlega útfært. Must-see mynd fyrir Coen aðdáendur.
Introið:
Diamonds Are Forever (1971) - 5/10. Well, I'm afraid you've caught me with more than my hands up.
Bond mynd þar sem Blofeld er búinn að stela helling af demöntum sem hann ætlar að setja í eitthvað súper-geimvopn (demantarnir áttu að spegla ljósarorku í einhvern súper-geisla sem getur eyðilagt allt) í þeim tilgangi að fjárkúga heiminum. Intro myndarinnar er ágætt (Casino Royale introið er langflottast af mínu mati (en myndin sjálf var ekkert sérstök)) og Bond lagið eftir Shirley Bassey er gott. Myndin byrjar með jákvæðum hætti en þá er aðal-nemesisin hans Bond "Blofeld" drepinn (en svo kemur í ljós að svo var ekki og að gaurinn sem dó var tvífari hans Blofelds). Ég veit ekki alveg hvað sem var að gerast í miðparta myndarinnar en ég sofnaði í miðjum eltingarleik í Hollandi og vaknaði korter seinna og þá var Bond kominn í nýjan eltingarleik í Nevada eyðimörkina þar sem hann var í einhvers konar geimfarabíl og fylgdur af óvínum á litlum þríhjólabílum. Myndin var frekar ómerkileg og þessi campy húmor náði ekki til mín í þessari mynd. Það langbesta með þessa mynd var samt atvikið þegar Bond var að sjarma einni brjótsgóðri gellu en hún hét Plenty O'Toole (og eins og nafnið ber til kynna þá var hún algjört retard) og þau fóru upp á hótelherberginu sínu og í miðjum ástarleik koma óvinirnir og Bond stíngur hendurnar upp í loft og segir "Well, I'm afraid you've caught me with more than my hands up". Sennilega besta Bond one-liner sem ég hef heyrt ("She's had her kicks" úr Russia with Love er einnig epískt) en því miður var myndin í heild sinni ekki nogu góð og langt frá Bond meistaraverkum eins og Goldfinger og GoldenEye.
edit: Tónlistin hans John Barry er btw sjúklega góð í þessa mynd (eins og hún er alltaf)
Sunday, October 4, 2009
Zachary, Cuckoos Nest + Killing Fields
Dear Zachary (2008) - 7/10. ...and he made very sure that he kept the body very far away from the wicked woman who had murdered him.
Heimildamynd sem ég sá á RIFF. Hún fjallar um Andrew Bagby og tilgangur myndarinnar var að fræða son hans, Zachary, um hversu magnaður maður faðir hans var. Andrew er gríðavínsæll gaur sem hefur snert öllum þeim sem hefur kynnst með ótrulegum hætti. Lendir hann svo í óheilsusamlegt ástarsamband við eldri konu, og kóronast það samband með því að hún drepur Andrew eftir að hann hætti saman með henni. Í kjölfar mikilla galla í réttarkerfinu í Norður-Ameriku nær hún að flýja frá justice og er hún flutt til austasta Kanadiskri eyju í Atlantshafi... og er hún orðin ólétt með barni Andrews. Leikstjórinn (sem er besti vinur Andrews) ræðst hörkulega á réttarkerfinu og öllum þeim sem áttu þátt í þessu glæpamáli. Er svo sýnt hvernig foreldrar Andrews flytja alla leið til þessarar eyju til þess að berjast fyrir forræði yfir barnabarni sínu en lýkur þeirri baráttu með svakalegum hætti. Mér finnst klippingin öflug í þessa mynd og verður söguþráður sem er flókinn og torskilinn á yfirborðinu mjög auðskiljanlegur og gefur þessi klipping einnig myndina gott tempó. Umfjöllunarefnið er hjartnæmt og áhugavert, og persónuleg þekking leikstjórans á efninu tekur myndina á hærra þrepi.
One Flew over the Cuckoo's Nest (1975) - 9/10. Which one of you nuts has got any guts?
Þetta er fræg og vel metinn mynd eftir Milos Forman sem ég sá á RIFF. Þetta er myndaútgáfan af bók Ken Keseys sem fjallar um geðveikrahæli í Bandaríkjunum. Plottið er þannig að Jack Nicholsson er lentur á geðveikrahæli og berst gegn yfirvöldum þar. Karakterinn er svona rebel without a cause týpan (eins og James Dean í einmitt Rebel Without a Cause og Paul Newman í Cool Hand Luke) en eins og í þessum myndum þá reynist barátta Nicholssons gegn yfirvöldunum réttlætanleg vegna þess hversu slæm þessi yfirvöld eru. Fara leikararnir með kostum í þessa mynd og þá að minu mati sérstaklega Sydney Lassick sem leikur Chesswick. Sjáum við þá einnig Danny DeVito, Cristopher Lloyd (Back to the Future) og Brad Dourif (Gríma í LOTR) fara með sín fyrstu hlutverk. Finnst mér það endurspegla vel hversu góð þessi mynd er á öllum sviðum sú staðreynd að hún vann Oscar verðlaun í öllum 5 aðalflokkunum.
The Killing Fields (1984) - 7/10. It was there, in the war-torn country side amidst the fighting between government troops and the Khmer Rouge guerrillas, that I met my guide and interpreter, Dith Pran
Stríðsmynd eftir Roland Joffe sem vann nokkur Oscar verðlaun. Fara Haing S. Ngor, Sam Waterston (Law & Order gaurinn) og meistari John Malkovich með aðalhlutverk. Myndin og karakterarnir eru byggðir á sönnum atburðum og persónum en er hún aðallega byggð á sannsögulega bókin The Death and Life of Dith Pran eftir Syd Schanberg. Er okkur sýnt hvernig Khmer Rouge ná yfirvöldum í Kambodia og hvernig Khmer Rouge þrátt fyrir að vera með úbersvalt heiti eru alls ekki úbersvalir. Schanberg og Pran eru meðal journalista á tímum Kambodiustríðsins en devljast þeir of lengi þar eða þangað til Khmer Rouge stjórnin verður grimmari og grimmari og svo að lokum verður Pran tekinn sem þræll en Schanberg sendur til Bandaríkjana. Fjallan svo mynd um 1) baráttu Schanberg til að finna Pran og 2) baráttu Prans við að halda sig á lífi. Fannst mér leikstjórinn geta farið betur með þessa bók þar sem alveg stórkostleg saga er að finna í henni og var þetta að minu mati frekar basic mynd sem reyndi hvorki nýja hluti né reyndi gera eitthvað kreatívt. Það sýndist best með því hvernig svakafræg lög eins og Imagine með John Lennon og Nessun Dorma voru notuð til þess að segja okkur hversu sorgleg business stríð væri. Mér fannst það frekar cheap. Meistari Mike Oldfield var annars composer myndarinnar en fannst mér leikstjórinn bæla niður spooky tónlistina hans frekar mikið með því að annað hvort hafa hana mjög lága eða vera að sýna okkur myndatöku sem er ekki í samræmi við tónlistina.
Heimildamynd sem ég sá á RIFF. Hún fjallar um Andrew Bagby og tilgangur myndarinnar var að fræða son hans, Zachary, um hversu magnaður maður faðir hans var. Andrew er gríðavínsæll gaur sem hefur snert öllum þeim sem hefur kynnst með ótrulegum hætti. Lendir hann svo í óheilsusamlegt ástarsamband við eldri konu, og kóronast það samband með því að hún drepur Andrew eftir að hann hætti saman með henni. Í kjölfar mikilla galla í réttarkerfinu í Norður-Ameriku nær hún að flýja frá justice og er hún flutt til austasta Kanadiskri eyju í Atlantshafi... og er hún orðin ólétt með barni Andrews. Leikstjórinn (sem er besti vinur Andrews) ræðst hörkulega á réttarkerfinu og öllum þeim sem áttu þátt í þessu glæpamáli. Er svo sýnt hvernig foreldrar Andrews flytja alla leið til þessarar eyju til þess að berjast fyrir forræði yfir barnabarni sínu en lýkur þeirri baráttu með svakalegum hætti. Mér finnst klippingin öflug í þessa mynd og verður söguþráður sem er flókinn og torskilinn á yfirborðinu mjög auðskiljanlegur og gefur þessi klipping einnig myndina gott tempó. Umfjöllunarefnið er hjartnæmt og áhugavert, og persónuleg þekking leikstjórans á efninu tekur myndina á hærra þrepi.
One Flew over the Cuckoo's Nest (1975) - 9/10. Which one of you nuts has got any guts?
Þetta er fræg og vel metinn mynd eftir Milos Forman sem ég sá á RIFF. Þetta er myndaútgáfan af bók Ken Keseys sem fjallar um geðveikrahæli í Bandaríkjunum. Plottið er þannig að Jack Nicholsson er lentur á geðveikrahæli og berst gegn yfirvöldum þar. Karakterinn er svona rebel without a cause týpan (eins og James Dean í einmitt Rebel Without a Cause og Paul Newman í Cool Hand Luke) en eins og í þessum myndum þá reynist barátta Nicholssons gegn yfirvöldunum réttlætanleg vegna þess hversu slæm þessi yfirvöld eru. Fara leikararnir með kostum í þessa mynd og þá að minu mati sérstaklega Sydney Lassick sem leikur Chesswick. Sjáum við þá einnig Danny DeVito, Cristopher Lloyd (Back to the Future) og Brad Dourif (Gríma í LOTR) fara með sín fyrstu hlutverk. Finnst mér það endurspegla vel hversu góð þessi mynd er á öllum sviðum sú staðreynd að hún vann Oscar verðlaun í öllum 5 aðalflokkunum.
The Killing Fields (1984) - 7/10. It was there, in the war-torn country side amidst the fighting between government troops and the Khmer Rouge guerrillas, that I met my guide and interpreter, Dith Pran
Stríðsmynd eftir Roland Joffe sem vann nokkur Oscar verðlaun. Fara Haing S. Ngor, Sam Waterston (Law & Order gaurinn) og meistari John Malkovich með aðalhlutverk. Myndin og karakterarnir eru byggðir á sönnum atburðum og persónum en er hún aðallega byggð á sannsögulega bókin The Death and Life of Dith Pran eftir Syd Schanberg. Er okkur sýnt hvernig Khmer Rouge ná yfirvöldum í Kambodia og hvernig Khmer Rouge þrátt fyrir að vera með úbersvalt heiti eru alls ekki úbersvalir. Schanberg og Pran eru meðal journalista á tímum Kambodiustríðsins en devljast þeir of lengi þar eða þangað til Khmer Rouge stjórnin verður grimmari og grimmari og svo að lokum verður Pran tekinn sem þræll en Schanberg sendur til Bandaríkjana. Fjallan svo mynd um 1) baráttu Schanberg til að finna Pran og 2) baráttu Prans við að halda sig á lífi. Fannst mér leikstjórinn geta farið betur með þessa bók þar sem alveg stórkostleg saga er að finna í henni og var þetta að minu mati frekar basic mynd sem reyndi hvorki nýja hluti né reyndi gera eitthvað kreatívt. Það sýndist best með því hvernig svakafræg lög eins og Imagine með John Lennon og Nessun Dorma voru notuð til þess að segja okkur hversu sorgleg business stríð væri. Mér fannst það frekar cheap. Meistari Mike Oldfield var annars composer myndarinnar en fannst mér leikstjórinn bæla niður spooky tónlistina hans frekar mikið með því að annað hvort hafa hana mjög lága eða vera að sýna okkur myndatöku sem er ekki í samræmi við tónlistina.
Tuesday, September 22, 2009
Myndir sem ég sá um helgina
Hef verið veikur frá því á föstudag og hef því ekki náð að sjá neina RIFF mynd (mig langar samt að skríða út úr rúminu ámorgun til þess að checka out síðasta sýninguna af Gaukshreiðrið) og komst ekki í þennan kvikmynda-gagnrýnis-málfund-eitthvað á laugardeginum. En það jákvæða er samt að ég hef náð að sjá nokkrar myndir heima:
Swingers (1996) - 8/10. Trent, the beautiful babies don't work the midnight to six shift on a Wednesday. This is like the skank shift.
Swingers er cult mynd sem fjallar um ástarlíf nokkra atvinnulausra leikara í Hollywood. Í sviðsljósinu er karakter Jon Favreau og eru vinir hans að reyna fá kjeppz til þess að reyna lukku sína meðal kvenfólksins. Meðal vina hans er Vince Vaughn og Ron Livingston (gaurinn í Office Space) og þetta er myndin þar sem þeir allir svona semi-slógu-i-gegn. Myndagæðin er ekki sú besta (þetta er svona grainy dæmi, svona næstuþví eins og í Clerks (hún var samt svart-hvít)) og myndin er greinilega búin til á litlum budgeti, en mér finnst samt eins og það gæti hafa hjálpað myndina (það hafði allavega engin neikv. áhrif). Myndagæðin veldur því að myndin lítur eldri út en hún virkilega er og passar það vel með hina gömlu swing tónlist sem einkennir myndina. Handritið er ótrulega skemmtilegt og eru samræðurnar oft á tíðum drepfyndnar þar sem Favreau er frekar Woody Allen-legur á meðan Vince Vaughn leikur þess týpa sem hann leikur í allar sínar myndir (og hér er hann bestur). Þrátt fyrir alla brandaranna og skemmtunina þá nær maður samt að tengjast karakter Favreau og finna með honum og er maður líkt og í There's Something About Mary ótrulega hamingjusamur þegar allt að lokum gengur upp fyrir aðalkarakterinn.
Besta atriðið er sennilega þegar þeir eru í hockey og panta mat:
Bound by Honor (1993) - 7/10. When you expect nothing and get everything, that's destiny.
Fjallar um 3 unglinga af rómönskum ættum sem alast upp í fátækrahverfi Los Angeles og fylgjumst við með örlög þeirra. Þótt að þeir allir tengjast glæpaklíkum og ofbeldi frá ungum aldri, þá fara þeir sitthvorra leið í lífinu... einn verður glæpamaður (fylgjumst aðallega með honum), einn verður lögreglumaður og sá síðasti verður listamaður háður dópi. Mér finnst atburðirnir í lífi glæpamannsins vera svaka-spennandi (fyrsta myndin sem ég hef séð sem fer mjög ítarlega í starfsemi glæpagengja í Bandariskum fangelsum). Það sem mér finnst hins vegar frekar slappt er hvernig allir þessir karakterar þurfa að tengjast hvor öðrum í gegnum alla myndina og randomly lenda í aðstæður þar sem einn þeirra þarf að skaða hinn. Þetta minnti mig svona frekar mikið á hvernig ýmsir karakterar í Crash klestu saman með mjög kjánalegu hætti. Aðalleikarinn ofleikur líka í þessa mynd, annars fara hinir leikararnir vel með hlutverk sín; þá aðallega Jesse Borrego (Con Air og helling af sjónvarpsþáttum) og Benjamin Bratt (sem var með svakalegt potential að mínu mati en það varð svo ekkert af honum). Annars fara Billy Bob Thornton, Ving Rhames og Danny Trejo með cameo hlutverk. Grand Theft Auto hefur sennilega sótt mikinn innblástur úr þessa mynd.
The Day the Earth Stood Still (1951) - 7/10. Your choice is simple: join us and live in peace, or pursue your present course and face obliteration. We shall be waiting for your answer. The decision rests with you.
Fræg sci-fi mynd sem varð endurgerð fyrir ári síðan. Þetta er önnur myndin eftir Robert Wise sem ég hef séð og er hún talsvert betri en sú fyrri (The Sand Pebbles). Plottið er mjög skemmtilegt og áhugavert þar sem geimvera frá annarri plánetu lendur á jörðina og labbar á meðal okkar og við skoðum eiginlega okkur sjálf í gegnum sjónarhorninu hans og gerum grein fyrir hversu brjálæð og undarleg við erum. Þetta minnir mikið á hvernig plottið í Miracle on 34th Street er en þá fylgjumst við með jólasveininum sem er á ferðum í New York og er hann svo gjafmildur, góður og vingjarnlegur að honum verður hent inn á geðveikrahæli. Líkt og í þessa mynd þá ferðast þessi framandi einstaklingur ásamt manneskjubarni og þarf barnið eiginlega að útskýra margt fyrir honum. Tæknibrellurnar eru ekkert að hrópa húrra fyrir að minu mati, enda var alltaf notað sama skæra ljós trikkið í hvert skipti sem eitthvað ótrulegt átti að gerast (t.d. þegar geimveran drepur einhverja manneskju með geislann sinn þá birtist skært ljós á skjánum þar sem maðurinn stendur og skjárinn frosnar og svo hverfur ljósið og þá er maðurinn líka búinn að hverfa). Tónlistin hans Benard Herrmann er einnig skemmtileg og frekar spooky fyrir sinn tíma.
Swingers (1996) - 8/10. Trent, the beautiful babies don't work the midnight to six shift on a Wednesday. This is like the skank shift.
Swingers er cult mynd sem fjallar um ástarlíf nokkra atvinnulausra leikara í Hollywood. Í sviðsljósinu er karakter Jon Favreau og eru vinir hans að reyna fá kjeppz til þess að reyna lukku sína meðal kvenfólksins. Meðal vina hans er Vince Vaughn og Ron Livingston (gaurinn í Office Space) og þetta er myndin þar sem þeir allir svona semi-slógu-i-gegn. Myndagæðin er ekki sú besta (þetta er svona grainy dæmi, svona næstuþví eins og í Clerks (hún var samt svart-hvít)) og myndin er greinilega búin til á litlum budgeti, en mér finnst samt eins og það gæti hafa hjálpað myndina (það hafði allavega engin neikv. áhrif). Myndagæðin veldur því að myndin lítur eldri út en hún virkilega er og passar það vel með hina gömlu swing tónlist sem einkennir myndina. Handritið er ótrulega skemmtilegt og eru samræðurnar oft á tíðum drepfyndnar þar sem Favreau er frekar Woody Allen-legur á meðan Vince Vaughn leikur þess týpa sem hann leikur í allar sínar myndir (og hér er hann bestur). Þrátt fyrir alla brandaranna og skemmtunina þá nær maður samt að tengjast karakter Favreau og finna með honum og er maður líkt og í There's Something About Mary ótrulega hamingjusamur þegar allt að lokum gengur upp fyrir aðalkarakterinn.
Besta atriðið er sennilega þegar þeir eru í hockey og panta mat:
Bound by Honor (1993) - 7/10. When you expect nothing and get everything, that's destiny.
Fjallar um 3 unglinga af rómönskum ættum sem alast upp í fátækrahverfi Los Angeles og fylgjumst við með örlög þeirra. Þótt að þeir allir tengjast glæpaklíkum og ofbeldi frá ungum aldri, þá fara þeir sitthvorra leið í lífinu... einn verður glæpamaður (fylgjumst aðallega með honum), einn verður lögreglumaður og sá síðasti verður listamaður háður dópi. Mér finnst atburðirnir í lífi glæpamannsins vera svaka-spennandi (fyrsta myndin sem ég hef séð sem fer mjög ítarlega í starfsemi glæpagengja í Bandariskum fangelsum). Það sem mér finnst hins vegar frekar slappt er hvernig allir þessir karakterar þurfa að tengjast hvor öðrum í gegnum alla myndina og randomly lenda í aðstæður þar sem einn þeirra þarf að skaða hinn. Þetta minnti mig svona frekar mikið á hvernig ýmsir karakterar í Crash klestu saman með mjög kjánalegu hætti. Aðalleikarinn ofleikur líka í þessa mynd, annars fara hinir leikararnir vel með hlutverk sín; þá aðallega Jesse Borrego (Con Air og helling af sjónvarpsþáttum) og Benjamin Bratt (sem var með svakalegt potential að mínu mati en það varð svo ekkert af honum). Annars fara Billy Bob Thornton, Ving Rhames og Danny Trejo með cameo hlutverk. Grand Theft Auto hefur sennilega sótt mikinn innblástur úr þessa mynd.
The Day the Earth Stood Still (1951) - 7/10. Your choice is simple: join us and live in peace, or pursue your present course and face obliteration. We shall be waiting for your answer. The decision rests with you.
Fræg sci-fi mynd sem varð endurgerð fyrir ári síðan. Þetta er önnur myndin eftir Robert Wise sem ég hef séð og er hún talsvert betri en sú fyrri (The Sand Pebbles). Plottið er mjög skemmtilegt og áhugavert þar sem geimvera frá annarri plánetu lendur á jörðina og labbar á meðal okkar og við skoðum eiginlega okkur sjálf í gegnum sjónarhorninu hans og gerum grein fyrir hversu brjálæð og undarleg við erum. Þetta minnir mikið á hvernig plottið í Miracle on 34th Street er en þá fylgjumst við með jólasveininum sem er á ferðum í New York og er hann svo gjafmildur, góður og vingjarnlegur að honum verður hent inn á geðveikrahæli. Líkt og í þessa mynd þá ferðast þessi framandi einstaklingur ásamt manneskjubarni og þarf barnið eiginlega að útskýra margt fyrir honum. Tæknibrellurnar eru ekkert að hrópa húrra fyrir að minu mati, enda var alltaf notað sama skæra ljós trikkið í hvert skipti sem eitthvað ótrulegt átti að gerast (t.d. þegar geimveran drepur einhverja manneskju með geislann sinn þá birtist skært ljós á skjánum þar sem maðurinn stendur og skjárinn frosnar og svo hverfur ljósið og þá er maðurinn líka búinn að hverfa). Tónlistin hans Benard Herrmann er einnig skemmtileg og frekar spooky fyrir sinn tíma.
Sunday, September 6, 2009
Myndir sem ég sá í síðustu viku
The Wicker Man (1973) - 8/10. O, Lord! O, Jesus Christ!
Þetta er bresk cult mynd með Edward Woodward, Cristopher Lee og Britt Ekland í aðalhlutverkum. Handritið er skrifað af prakkaranum Anthony Shaffer sem gerði einnig handritin að Sleuth (1970) (9/10) og Hitchcock myndina Frenzy (1972) (8/10). Söguþráðurinn er þannig að löggan Edward Woodward er kominn til eyjunnar Summerisle að leita eftir týnda stúlku. Fólkið á eyjunni kannast ekkert við þessa stúlku en löggan grunar að stúlkan muni láta lífið í heiðna hátíð sem muni eiga sér stað eftir nokkra daga og verður hann því að finna hana áður en... Eyjan er sem sagt heiðin að keltneskum sið og er Cristopher Lee (Saruman, Scaramanga) andlegur leiðtogi þeirra. Karakterinn hans Edward Woodwards er hins vegar mjög strangtrúaður kaþolikki og leikur hann hlutverk sitt frábærlega þar sem hann er alla myndina að leika uberpirraðan gaur sem fær kast yfir alla heiðna siði sem hann sér á eyjunni.
Þessi mynd er einn sú furðulegasta sem ég hef séð og nær hún með undarlegri folk tónlist, söngatriðum og karakterum að byggja upp atmosphere sem ég hef aldrei séð áður. Finnst mér þessi trailer nokkuð veginn lýsa því vel:
Endirinn er svo einn hryllilegasti, ógnvekjandi og yndislega daprasti endir sem ég hef séð. The Mist hvað? Ein af þessum sem allir kvikmynda áhugamenn verða sjá.
Inglourious Basterds (2009) - 8/10. Bonjourno
Trailerinn fyrir þessa mynda var arfaslök, Death Proof var slöpp, og Kill Bill myndirnar voru skref niðurávið fyrir Tarantino þannig ég bjóst ekki við miklu. Tarantino kom mér samt á óvart og hefur hann greinilega fundið góða taktana aftur. Myndin er gjörsamlega brjáluð en hún nær alveg að halda jafnvægi þannig að brjálæðin er ekkert yfirþyrmandi. Myndin er vel leikin, þá sérstaklega af Cristoph Waltz sem leikur The Jew Hunter og Brad Pitt sem leikur herforingjann Aldo Raine með þykkan Tennessee hreim sem er s.n.i.l.l.d. Karakter Brad Pitts minnir mig smá á karakter Sam Jacksons í Pulp Fiction þar sem þeir eru báðir hálfgerðir heimspekingar með miklar pælingar og lífsgildi... en þeir eru samt geðbilaðar drápsmaskínur. Annars var gaman að sjá vísbendingarnar í aðrar myndir, Sergio Leone vísanirnar, the Dirty Dozen skotið (þegar Brad Pitt/Lee Marvin er fyrst að fara tala við sína menn), Cat People lagið eftir David Bowie og svo bíosals-lokaatriðið sem gefur manni svakalega deja vu tilfinningu yfir Carrie. Annað sem ég fílaði í botn er skortur á væmni og hvernig Tarantino er ekkert að reyna vera neinn Ron Howard og reyna ná PG-13 mynd með því að sleppa mörgum grófum atriðum (mér fannst þessi oj atriði bæta myndina mjög og gefa henni tón). Besta atriði myndarinnar er pottþétt þegar Brad Pitt og co eru að reyna tala ítölsku en síðustu 5 mínútur myndarinnar eru meðal flottustu lokamínútur sem ég hef séð. Besta myndin í ár (move over, Karlar sem hate konur). Get ekki beðið eftir næstu mynd Tarantinos.
Citizen Kane (1941) - 10/10. Rosebud
Ég sá þessa reyndar ekki í síðustu viku (hef séð hana nokkrum sinnum áður) en þarf samt að skrifa um hana. Myndin er leikstýrð, skrifuð og leikin af Orson Welles með tónlist eftir meistara Bernard Hermann og með hinum mjög svo vanmetna Joseph Cotten (The Third Man, Shadow of a Doubt) í aukahlutverk. Myndin segir lífssögu karakter Welles sem verður að fjölmiðlajöfri og sýnir hvernig ungur, hraustur maður með góð lísgildi breyttist í vondan, einmanna ref innilokaður í höllina sína (rís og fall sem sagt, svona Scarface, There Will Be Blood dæmi). Það er meir en ár síðan ég sá þessa mynd en flottasti atriðin sem ég man eftir úr henni er sennilega atriðið þar sem foreldrar Welles tala við einhvern fjármálagaur og Welles (sem barn) er sýndur leika úti í snjónum og svo fer myndavélin út gegnum gluggan til barnsins. Þetta atriði ásamt helling af öðrum hafa verið eftirhermd í Simpsons, maður veit alltaf að mynd er góð/merkileg þegar hún er eftirhermd í fyrstu 10 seríurnar af Simpsons. Byrjunaratriðið er einnig svakalega flott og á maður erfitt með að skilja hvernig þeir náðu að taka slíkt upp fyrir 70 árum. Þessi mynd er meistaraverk.
Btw Siggi, ég er búna svara tölvupóstinn þinn.
Þetta er bresk cult mynd með Edward Woodward, Cristopher Lee og Britt Ekland í aðalhlutverkum. Handritið er skrifað af prakkaranum Anthony Shaffer sem gerði einnig handritin að Sleuth (1970) (9/10) og Hitchcock myndina Frenzy (1972) (8/10). Söguþráðurinn er þannig að löggan Edward Woodward er kominn til eyjunnar Summerisle að leita eftir týnda stúlku. Fólkið á eyjunni kannast ekkert við þessa stúlku en löggan grunar að stúlkan muni láta lífið í heiðna hátíð sem muni eiga sér stað eftir nokkra daga og verður hann því að finna hana áður en... Eyjan er sem sagt heiðin að keltneskum sið og er Cristopher Lee (Saruman, Scaramanga) andlegur leiðtogi þeirra. Karakterinn hans Edward Woodwards er hins vegar mjög strangtrúaður kaþolikki og leikur hann hlutverk sitt frábærlega þar sem hann er alla myndina að leika uberpirraðan gaur sem fær kast yfir alla heiðna siði sem hann sér á eyjunni.
Þessi mynd er einn sú furðulegasta sem ég hef séð og nær hún með undarlegri folk tónlist, söngatriðum og karakterum að byggja upp atmosphere sem ég hef aldrei séð áður. Finnst mér þessi trailer nokkuð veginn lýsa því vel:
Endirinn er svo einn hryllilegasti, ógnvekjandi og yndislega daprasti endir sem ég hef séð. The Mist hvað? Ein af þessum sem allir kvikmynda áhugamenn verða sjá.
Inglourious Basterds (2009) - 8/10. Bonjourno
Trailerinn fyrir þessa mynda var arfaslök, Death Proof var slöpp, og Kill Bill myndirnar voru skref niðurávið fyrir Tarantino þannig ég bjóst ekki við miklu. Tarantino kom mér samt á óvart og hefur hann greinilega fundið góða taktana aftur. Myndin er gjörsamlega brjáluð en hún nær alveg að halda jafnvægi þannig að brjálæðin er ekkert yfirþyrmandi. Myndin er vel leikin, þá sérstaklega af Cristoph Waltz sem leikur The Jew Hunter og Brad Pitt sem leikur herforingjann Aldo Raine með þykkan Tennessee hreim sem er s.n.i.l.l.d. Karakter Brad Pitts minnir mig smá á karakter Sam Jacksons í Pulp Fiction þar sem þeir eru báðir hálfgerðir heimspekingar með miklar pælingar og lífsgildi... en þeir eru samt geðbilaðar drápsmaskínur. Annars var gaman að sjá vísbendingarnar í aðrar myndir, Sergio Leone vísanirnar, the Dirty Dozen skotið (þegar Brad Pitt/Lee Marvin er fyrst að fara tala við sína menn), Cat People lagið eftir David Bowie og svo bíosals-lokaatriðið sem gefur manni svakalega deja vu tilfinningu yfir Carrie. Annað sem ég fílaði í botn er skortur á væmni og hvernig Tarantino er ekkert að reyna vera neinn Ron Howard og reyna ná PG-13 mynd með því að sleppa mörgum grófum atriðum (mér fannst þessi oj atriði bæta myndina mjög og gefa henni tón). Besta atriði myndarinnar er pottþétt þegar Brad Pitt og co eru að reyna tala ítölsku en síðustu 5 mínútur myndarinnar eru meðal flottustu lokamínútur sem ég hef séð. Besta myndin í ár (move over, Karlar sem hate konur). Get ekki beðið eftir næstu mynd Tarantinos.
Citizen Kane (1941) - 10/10. Rosebud
Ég sá þessa reyndar ekki í síðustu viku (hef séð hana nokkrum sinnum áður) en þarf samt að skrifa um hana. Myndin er leikstýrð, skrifuð og leikin af Orson Welles með tónlist eftir meistara Bernard Hermann og með hinum mjög svo vanmetna Joseph Cotten (The Third Man, Shadow of a Doubt) í aukahlutverk. Myndin segir lífssögu karakter Welles sem verður að fjölmiðlajöfri og sýnir hvernig ungur, hraustur maður með góð lísgildi breyttist í vondan, einmanna ref innilokaður í höllina sína (rís og fall sem sagt, svona Scarface, There Will Be Blood dæmi). Það er meir en ár síðan ég sá þessa mynd en flottasti atriðin sem ég man eftir úr henni er sennilega atriðið þar sem foreldrar Welles tala við einhvern fjármálagaur og Welles (sem barn) er sýndur leika úti í snjónum og svo fer myndavélin út gegnum gluggan til barnsins. Þetta atriði ásamt helling af öðrum hafa verið eftirhermd í Simpsons, maður veit alltaf að mynd er góð/merkileg þegar hún er eftirhermd í fyrstu 10 seríurnar af Simpsons. Byrjunaratriðið er einnig svakalega flott og á maður erfitt með að skilja hvernig þeir náðu að taka slíkt upp fyrir 70 árum. Þessi mynd er meistaraverk.
Btw Siggi, ég er búna svara tölvupóstinn þinn.
Sunday, August 30, 2009
Myndir sem ég sá í síðustu viku
*Out of the Past (1947) - 5/10. Fyrsta myndin sem ég sá í film noir maraþoni sem var á BBC. Robert Mitchum og Kirk Douglas fara með aðalhlutverkin og eru þeir frábærir í þessa mynd, sérstaklega Mitchum sem er bara nettasti leikari allra tíma. Myndin er bara týpisk film noir mynd; myrkur, skuggar, cigarettur, töffarar, glæpamenn og einhvers konar kaldhæðin realisma.
Myndin fjallar um karakter Mitchum sem á bensínstöð í einhverjum no-name smábæ í Californiu og á hann kærustu í þessum bæ. Kemur einn daginn maður inn í þessum bæ sem kannast við Mitchum, og þá kemur í ljós að Mitchum á sér dularfulla fortíð sem gangster í New York. Þetta er svona svipað og í A History of Violence. Þá eru aðstæðurnar sem leiddu til þess að Mitchum endaði í þessum smábæ lýstar með flashbacks þar sem atmospherið er mjög draumlegt. Þegar fortíðin hefur verið útskýrð þá er kominn tími til þess að takast á við nútíðina (Mitchum hefur verið fundinn og það eru menn á eftir honum) og finnst mér myndin missa sig hérna aðeins. Það koma svo margir twists and turns að ég týnist eiginlega og er ekki að skilja neitt sem er að gerast. Þannig að myndin fær fail fyrir þetta.
Myndin er frekar falleg að sjá og nær hún að búa til draumlegur atmosphere með mjög skilvirkum hætti og karlkyns aðaleikararnir fara vel með hlutverk sín en ég týnist í seinni hluta myndarinnar og það messar eiginlega upp alla myndina fyrir mig.
*Stranger on the Third Floor (1940) - 7/10. Film Noir mynd með Peter Lorre og einhverjum no-name leikurum. Peter Lorre leikur eins og venjulega super-creepy psycho (í öllum myndunum hans leikur hann annaðhvort þessa týpu eða lævísan dólg). Myndin fjallar um frettamann sem verður ásakaður um morð og er sýnd allri þeirri sálarangist sem hann fer í gegnum. Myndin er frekar ómerkileg þangað til að sýrutrippin byrja þar sem sálarangist fréttamannsins er sýnd með súrrrealiskum hætti (myndirnar niðri sýna dæmi um þessar sénur). Eru þau atriði ógeðslega flott og finnst mér það skömm að restin að myndin var svo ómerkileg þegar leikstjórinn hefur greinilega tök á myndavélina og getur gert betur. Annars ber Peter Lorre myndina upp í þau atriði sem hann leikur í og þau atriði sem hann leikur ekki í eru bara leiðinleg.
*The General (1927) - 4/10. Silent mynd um Buster Keaton sem er að reyna impressa konu í suðurríkjum Bandaríkjanna á tímum civil war. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af myndum án hljóðs (Battleship Potemkin t.d.) og er ég frekar hrifin af húmori sem tengist orðaleiki heldur en svona sjónrænt dæmi (er ekki heldur hrifin af Chaplin eða Marx brothers myndir). Myndin átti þó sínar góðar stundir en ég hló ekki nógu oft yfir þessa grínmynd til þess að telja hana góða.
*The Lady from Shanghai (1947) - 7/10. Film noir mynd leikstýrð af Orson Welles með honum og Rita Hayworth í aðalhlutverkum. Eins og allar Welles myndir þá er myndatakan fullkomin og alltaf svo kreatív. Sögurþráðurinn er mjög flókin og steiktur með fullt af twist and turns þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna útskýra hann. Ég get bara sagt að myndin er skipt í tvo hluta þar sem sá fyrsti er fullur af æsingi og hasar og í þeim seinni eru réttarhöld útaf öllum hasarnum. Mér finnst Welles ná mjög vel að gera myndina meir og meir spennandi þannig að við fáum geðveikt climax í lokin. Skemmtileg mynd en hún er samt engin Citizen Kane eða Touch of Evil. Lokaatriðið hefur verið hermt eftir í meðal annars The Man with the Golden Gun.
*Commando (1985) - 7/10. Fyndin action mynd með Arnold Schwarzenegger (náði að skrifa nafnið rétt án þess að googla það, yay). Söguþráðurinn er frekar steiktur og á sér stað mörg atriði sem meika ekkert séns. Barn (hún er leikin af Alyssa Milano sem fólk þekkir sennilega úr þeim mjög svo hræðilega þætti Charmed) Arnolds verður tekið af gaur og er hann að reyna neyða Arnold (sem er auðvitað súper hermaður) til þess að drepa núverandi forseti Val Verdes þannig að vondi gaurinn getur orðið forseti Val Verdes. Arnold nær svo auðvitað að drepa alla vonda gauranna og endurheimta barnið sitt eftir 90 minútur af stanslausu actioni og hlátri. Vá hvað ég get ekki beðið eftir að Arnold hætti sem ríkisstjóri Californiu og endurreisi Hollywood ferillinn sinn. Það er svakalegur skortur á góðum tongue-in-cheek action myndum ídag.
Saturday, August 22, 2009
Top 10 myndir
Pulp Fiction (1994)
Awesome mynd um gangstra i Los Angeles eftir Quentin Tarantino. Handritið er megatöff og Samuel L. Jackson kicks ass.
Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan (2006)
Awesome mynd um Borat sem er að ferðast í gegnum Bandaríkin til þess að búa til heimildamynd/fræðimynd. Drepfyndin.
Blue Velvet (1986)
Awesome mynd eftir David Lynch um unglingstrák í smábæ sem lendir í veseni við glæpagengi þegar hann fer að grafa dýpra í ákveðið glæpamál
The Big Lebowski (1998)
Awesome mynd eftir Coen bræður um the Dude og bowling-félagar hans sem lenda í ýmis konar drepfyndnum átökum eftir að nihilistar brjótast inn hjá the Dude of pissa á mottuna hans.
Grave of the Fireflies (1988)
Sorgleg anime mynd um áhrif sprengjuvörpunnar Banadaríkjumanna á Japan í annarri heimsstyrjöldinni á unglingsstrák og systur hans.
Rope (1948)
Awesome mynd eftir Alred Hitchcock um two súra gaura sem drepa vin sinn og boða svo i partý eftirá þar sem þeir fela lík vinar sins í skúffu fyrir framan nefið á öllu fólkinu. Myndin er 90 minútur og er hún öll ein taka (næstuþví).
Once Upon a Time in America (1984)
Awesome mynd eftir Sergio Leone um stráka sem alast upp í Hells Kitchen og verða að glæpabarónum. Nær á 4 klst. að segja lífssögu karakter Roberts De Niro með mjög áhrifaríkum hætti.
The Night of the Hunter (1955)
Awesome mynd um baráttuna milli góðs og ills (love & hate) þar sem við fylgjum systkinapar á hlaupum frá hinum grimma Robert Mitchum.
City of God (2002)
Awesome mynd um glæpaborg í Brasiliu og uppvöxt nokkra krakka úr henni. Ein af fáum myndum á tungumáli ég skil ekki sem ég met hátt.
Touch of Evil (1958)
Awesome mynd eftir Orson Welles um spilltan lögreglustjóra í svo kölluðum "Mexican American border town" sem lendir í hárunum á Mexikanskann Charlton Heston.
Voting history á imdb: http://www.imdb.com/mymovies/list?l=11464003
Awesome mynd um gangstra i Los Angeles eftir Quentin Tarantino. Handritið er megatöff og Samuel L. Jackson kicks ass.
Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan (2006)
Awesome mynd um Borat sem er að ferðast í gegnum Bandaríkin til þess að búa til heimildamynd/fræðimynd. Drepfyndin.
Blue Velvet (1986)
Awesome mynd eftir David Lynch um unglingstrák í smábæ sem lendir í veseni við glæpagengi þegar hann fer að grafa dýpra í ákveðið glæpamál
The Big Lebowski (1998)
Awesome mynd eftir Coen bræður um the Dude og bowling-félagar hans sem lenda í ýmis konar drepfyndnum átökum eftir að nihilistar brjótast inn hjá the Dude of pissa á mottuna hans.
Grave of the Fireflies (1988)
Sorgleg anime mynd um áhrif sprengjuvörpunnar Banadaríkjumanna á Japan í annarri heimsstyrjöldinni á unglingsstrák og systur hans.
Rope (1948)
Awesome mynd eftir Alred Hitchcock um two súra gaura sem drepa vin sinn og boða svo i partý eftirá þar sem þeir fela lík vinar sins í skúffu fyrir framan nefið á öllu fólkinu. Myndin er 90 minútur og er hún öll ein taka (næstuþví).
Once Upon a Time in America (1984)
Awesome mynd eftir Sergio Leone um stráka sem alast upp í Hells Kitchen og verða að glæpabarónum. Nær á 4 klst. að segja lífssögu karakter Roberts De Niro með mjög áhrifaríkum hætti.
The Night of the Hunter (1955)
Awesome mynd um baráttuna milli góðs og ills (love & hate) þar sem við fylgjum systkinapar á hlaupum frá hinum grimma Robert Mitchum.
City of God (2002)
Awesome mynd um glæpaborg í Brasiliu og uppvöxt nokkra krakka úr henni. Ein af fáum myndum á tungumáli ég skil ekki sem ég met hátt.
Touch of Evil (1958)
Awesome mynd eftir Orson Welles um spilltan lögreglustjóra í svo kölluðum "Mexican American border town" sem lendir í hárunum á Mexikanskann Charlton Heston.
Voting history á imdb: http://www.imdb.com/mymovies/list?l=11464003
Subscribe to:
Posts (Atom)