Friday, March 5, 2010

Doctor Zhivago

Doctor Zhivago (1965) - 8/10. Finally, when they could stand it no longer, they began doing what every army dreams of doing... They began to go home. That was the beginning of the Revolution.











Kvikmyndaútgáfa af frægu skáldsögu Boris Pasternak. David Lean er leikstjóri myndarinnar og finns mér hann skemmtilegur leikstjóri. Hann hefur meðal annars gert myndirnar The Bridge on the River Kwai, The Brief Encounter og Lawrence of Arabia. Þessar myndir er allt gamlar en ég verð að segja að þær hafa elst hrikalega vel. Ég myndi eiginlega segja að myndir Lean eldast best af öllum myndum. Þær líta einhvern veginn svo nútimalegar út, myndatakan er svo hrein og lítirnir ekkert daufir.













Skáldsagan og myndin rekur sögu og staða Rússlands á áhugaverðasti tímabil landsins (tímabilið fyrir/eftir Bolshevíka-byltinguna). Við fylgjum Doctor Zhivago (leikin af Omar Sharif) í gegnum þennan óróatíma í sögu Rússlands. Frásögnin hefst rétt áður en WWI skellur á, en á þessum tíma eru Bolshevíkar að styrkjast. Zhivago er svona semi-aðalsmaður og er sýnt hvernig hann lifir góðu lífi á meðan almenningur lifa við slæm kjör. Scenery myndarinnar er óvenjulegt, fallegt og lúmst creepy (enda er fátt tengt Rússlandi sem er ekki amk pínu creepy). Myrkar, kaldar borgir Rússlands og einkennilega arkitektúr þess útbúa umhverfi Doctor Zhivago. Og snjór... mikið af snjó. Ég hef ekki oft spekúlerað úti búninga fólks í myndum en ég tók vel eftir þeim hér og mér fannst búningarnir geðveikt töffir. Yeah...













Áður en WWI hefst er sýnt hvernig lögregluyfirvöld brjóta niður friðsamlegar göngur Bolshevíka og skilja tugi manna eftir látnir. David Lean sýnir okkur ekki beint hvernig þeim er slátrað en myndavélin fókuserar á andlit Omar Sharif sem stendur á svölum og hörfir yfir hryllingin. Omar Sharif sýnir hér sterkan leik og sorg í bland við reiði má sjá útfrá andlitstjáningu hans. Þannig gerum við okkur grein fyrir það sem er að gerast og er þetta mjög sterkt atriði í myndinni. Af þeim David Lean myndum sem ég hef séð myndi ég segja að myndatakan er mest experimental í þessari.













WWI skellir svo á og fer Zhivago til austurvigstöðvanna sem herlæknir. Er hér greinilega sýnt hversu hörmulegar austurvigstöðvarnar voru þar sem Rússneskir hermenn lifa í miklum hryllingi. Er sýnt hvernig þeir sitja í skotgrafir umlyktir snjó um miðja vetur, og mennirnir eru svo bláir/gráir að þeir líta út eins og draugar eða lík. Þar sem að aðstæðurnar voru svona shitty þá labba þessir draugar burt frá vígstöðvunum eftir áróður Bólshevíka.












Stríðið lýkur svo og Doc Zhivago snýr heim til konuna og börnin sín. En allt er breytt. Bolshevikar hafa sigrað og ný samfélagsskipun ríkir. Allir lífa við mikla fátækt og þeir sem voru ríkir fyrir byltingu eða þeir sem eru menttaðir lífa líka við þessi slæmu kjör (Zhivago+fjölskylda einnig). Narrator myndarinnar er hálfbróðir Zhivago (leikin af Alec Guinness (ol' school Obi-Wan Kenobi)) og er hann Bolshevika-lögreglumaður og hann poppar upp á ca 25-mínútna fresti. Hvert skipti sem hann poppar upp fær myndin hálf-creepy, hálf-súrrealistiskt vibe. Fjölskyldan lifir við shit kjör og hún ákveður að engin framtíð sé í borginni. Zhivago planar þá að flytja upp í hálendi Úralfjalla og stunda þar sjálfsþurftarbúskap. Fjölskyldan fer þá öll saman í mikla lestarferð um Rússland. Á þessa ferð er sýnt hvernig bæir og þorp hafa verið brennd niður á meðan það fólk sem lifur í þorp sem hafa ekki verið brennd niður lifa við slæm kjör, hræðslu og vonleysi.













Zhivago er svo rænt af Partisan kómmunistum og þarf hann að fylgja þeim um Úralfjöllin þar sem þeir brjóta niður ýmiss konar uppreisnir. Atriðið þegar honum er rænt er mjög flott tekið upp en þá er Zhivago að ferðast um auðan veg umlukin skóg og ríkir mikil þögn. En alltíeinu með skemmtilega myndavélafærslu er sýnt hvernig Partisanarnir umlykja honum frá skóginum úr báðum áttum. Vera Zhivago hjá Partisönunum gefur okkur sjónarhorn innan frá röðum Bolshevika. Hann nær samt að flýja frá þeim og lendir í alls konar fokki það sem eftir er af myndinni.













Þó að Omar Sharif er í fókus myndarinnar þá stelur Rod Steiger algjörlega myndina í hvert sinn sem hann poppar upp sem ógeðið Komarovsky (svipað og Orson Welles í The Third Man). Myndin er kringum 200 mínútur en þrátt fyrir það finnur maður aldrei fyrir neina þreyttu enda stórmerkileg saga hér á ferð.

Wednesday, March 3, 2010

Inside Man

Inside Man (2006) - 8/10. Sorry to interrupt you, Mister Mayor, but there's an old American saying: When there's blood on the streets, somebody's gotta go to jail.











Spike Lee mynd um bankarán og gíslatöku með Cliwe Owen og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Myndatakan er kreatív og Spike Lee notar sitt dæimgerða skot við einu tilviki þegar einn karakter fer að svífa á tilfinningaríka stund. Spike Lee lætir oft fólk svífa á tilfinningaríkum stundum. Það sem maður tekur sérstaklega eftir er hversu fjölbreyttir allir karakterarnir eru þegar kemur að húðlit og kynþátt. Enda er Spike Lee frægur fyrir að klaga yfir hversu "hvítt" Hollywood er og hversu "hvítar" myndirnar eru. Sagan er sterk og spennandi og leikstjórn Spike Lee er frábær.

Highlander

Highlander (1986) - 5/10. He's a Highlander, by God, and the last sound he hears should not be that of a wailing woman!














Highlander er svona fantasy action mynd sem hefur áunnið sér ágætt cult status. Ég hef séð brot úr sjónvarpsþáttunum en mér leist ekkert á þá.En þar sem þessi mynd er með ágæta einkunn á imdb (fyrir action mynd) og þeirri staðreynd að hún spawnaði sjónvarpsþáttaröð þá ákvað ég að sjá hana. Það sem maður uppgötvar fyrst í byrjun er hversu skrýtin og kjánaleg myndin er. Action atriðin meika lítið séns og eru hálf-kjánaleg. Mikið er um tímaflakk þar sem myndin á sér stað annaðhvort í 1980s New York eða hálendi Skotlands fyrir 600 árum síðan. Þó að myndin eigi sér stað á tveimur mjög svo mismunandi tímaskeiðum þá eru allir bardagar sverðabardagar. Söguþráðurinn er þannig að hópur fólks eru ódrepanlegir en þetta fólk getur bara drepið hvort annað (og eina leiðin til þess að drepa svona gaur er með því að höggva hausinn af með sverði). Mér fannst þessi mynd minna mér á myndum eins og They Live!, Repo Man og Brazil. Þetta eru allt 80s myndir þannig að kanski notuðu þeir svipaðar myndavélar með svipaðri myndgæði or something. Það eru allavega ekki nein önnur bein tengsl milli myndanna.

Það sem er mest áberandi með kvikmyndatökunni er að "krana-myndataka" er mikið notað. Hefðbundinn séna væri að tveir karakterar tala saman labbandi og svo alltíeinu svífur kameran upp í loftið og sýnir þá labba í burtu. Mér fannst myndatakan skemmtileg og sum skot er mjög góð (eitt úr lokabardaga karakter Sean Connery til dæmis). Mér fannst leikur Cristopher Lamberts passa mjög vel saman við steikta og furðulega þema myndarinnar. Tónlistin er öll eftir Queen. Ég hata Queen. Þetta ýkta Broadway sjitt hjá þeim passaði alls ekki inn í myndina og gerði hana miklu verr. Mér hefði fundist Georgio Moroder tónlist eða eitthvað í átt að Blade Runner stefið passa betur við.

Tuesday, March 2, 2010

Police Story + Man Bites Dog

C'est arrivé près de chez vous (1992) - 8/10. Belgisk mockumentary um fjöldamorðingja. Myndin er mjög skondin og tekst henni mjög vel að fá mann að hlæja þrátt fyrir að umfjöllunarefnið er mjög hrottalegt. Myndin byggir upp mjög sérstakt atmosphere þar sem manni finnur fyrir viðbjoð gegn atriðum þar konum er nauðgað og smákrökkum myrt en svo mínútu seinna fer maður að hlæja yfir bröndurum hjá þessum morðingja.

Ging chat goo si (1985) - 7/10. Brjáluð Jackie Chan action mynd frá Hong Kong. Jackie Chan leikstýrir myndina og hann gerir það vel. Bardagaatriðin eru frábær og meðal þau albestu sem maður hefur séð. Húmorinn gengur líka alveg upp.

Tuesday, February 16, 2010

Veikinda-myndir

edit: Liturinn ruglaðist eitthvað upp hjá mér, þess vegna lítur þetta svona skrítið út -.-

Ég var veikur í viku or so, og tók þá kvikmynda overkill:

*Aladdin (1992) - 7/10. Ein af síðustu klassísku disney myndirnar sem voru 'teiknaðar'. Í grunninn er þetta rómantísk grínmynd en myndin verður súrrealístisk á tímum og gerir virkilega not af mediumið sem er animation. Brandararnir virka, söguþráðurinn er spennandi og myndin er sjónrænt falleg.
*The Hudsucker Proxy (1994) - 9/10. Frábær Coen myndir þar sem bræðurnir taka sinni list út á ýstu nöf. Mér finnst þetta dæmi um Coen mynd þar sem gjörsamlega allt gengur upp. Leikstjórnin, handritið, tónlistin, cinematographyn, leikararnir og húmorinn er svo hrikalega fullkominn hér. Hún er yfirleitt talin meðal verri Coen myndum en mér finnst hún næstbest hjá þeim eftir The Big Lebowski. Introið er meðal bestu introum sem ég hef séð. Gott dæmi um frábæra rithæfileika bræðranna og Carter Burwell gerir einnig awesome score.














*Master and Commander: The Far Side of the World (2003) - 7/10. Þessi mynd tekur okkur umborð eitt skip Breska flotans á tímum Napóleon-styrjöldarinnar. Flestar svona "báta"
myndir sem ég hef séð finnst mér tapa miklu á hversu mikil einangrun virðist ríkja. Það eina sem maður sér í 90-120 mínútur er sama hafið og sami báturinn. Besta báta-myndin sem ég hef séð er Das Boot þó en hún gerir hrikalega miklu úr þessari einangrun og áhorfandinn liður að lokum eins og hann sé með þeim þarna níðrí kafbátnum. Þannig að það er hægt að nýta sér einangrunina. Master & Commander átti góða punkta og báta-bardagarnir voru mjög flottir.
*Barton Fink (1991) - 8/10. Jamm, önnur Coen mynd. Sagan bakvið myndina er víst að
bræðurnir voru með writer's block og skrifuðu þannig bara mynd um handritshöfund með writer's block. John Turturro fer sennilega með besta leik sinn hér sem nervy, tense New York gyðingur kominn til Hollywood. Myndin er mjög skemmtileg þangað til ástkonan er kynnt til sögu en myndin dalar allsvakalega þá. Hún pikkar svo upp aftur þegar eitt svakalegt gerist og eru lokamínúturnar hreint frábærar.














*Repulsion (1965) - 7/10. Polanski mynd um einma
nna franska táningsstelpu í London. Catherine Deneuve er mjög sterk í sínu hlutverki og er mjög áhugavert að horfa á ferlinu þegar hún verður geðveik. Bestu atriðin eru án efa þegar Polanski gerir allt súrrealistiskt og fer að leika sér með myndavélina en þau voru of fá fannst mér.














*The Asphalt Jungle (1950) - 7/10. Dæmigerð film noir mynd um sóðalega krimma, double crosses og sígarettur. Myndin svipar mjög til the Killing og mér finnst alveg líklegt að Kubrick hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann gerði hana.
*Viskningar och rop (1972) - 8/10. Ingmar Bergman mynd í lit um samband 3 systra þegar ein þeirra verður deyjandi. Maður veit það alltaf þegar maður horfir á Bergman myndir að maður muni sjá eitthvað sem hefur aldrei sést áður.














*Pitch Black (2000) - 7/10. Sci-fi mynd um hóp fólks á framandi plánetu. Er full af göllum og kjánalegum atriðum en er samt sem áður ágæt skemmtun.
*The Taking of Pelham One Two Three (1974) - 7/10. Upprunalega myndin um lestina Pelham 123 sem verður tekin af glæpamönnum. Walther Matthau leikur lögguna sem á að stoppa krimmanna og leikur hann dæmigerða hlutverk sitt sem grumpy en samt witty gammall kall. Myndin er spennandi og miklu betri en endurgerðin.
*The Curious Case of Benjamin Button (2008) - 9/10. Þessi David Fincher mynd er nú
uppáhalds-2008 myndin mín (move over sjónvarpsmyndin Recount) og Fincher hittir aftur í mark. Hún fjallar Benjamin Button sem byrjar líf sitt gammal en endar það ungur. Lífið hans er ævintýralegt og spennandi saga hér á ferð. Myndin verður mjög svo tilfinningarík þegar Button breyttist í krakka og gleymir öllu því sem hann hefur gert á sinni ævi. That made me a sad panda.










*The Defiant Ones (1958) - 8/10. Þriðja Stanley Kramer myndin sem ég hef séð og eins og hinar (epísku meistaraverkin Inherit the Wind og Judgment at Nuremberg) þá er þessi líka frábær. Hún fjallar um tvo strokufanga (einn svartur og hinn hvítur) og um hvernig samband þeirra í tengslum við þynþátt hvors annan breytist. Tony Curtis er ótrulegur í þessa mynd og sýnir einn sterkasta leik sem ég hef séð í atriðinu þegar hann afsalar rasisman sinn og svona semi-fórnar sjálfum sig til þess að bjarga svertingjann sem er leikinn af Sydney Poitier.

Friday, February 5, 2010

Notorious

Notorious (1946) - 6/10. Ég horfði ekki á þessa mynd whenever-þið-horfðuð-á-hana. Ég var samt buinn að sjá hana og þó svo hún væri ágæt þá valdi hún mér miklum vonbrigðum. Fagmannleg kvikmyndataka einkennir myndina og nokkur fræg skot eru að finna úr henni. Samt sem áður fannst mér tempóið dauflegt og mér fannst Cary Grant eins woody og hann getur mögulega verið. Ingrid Bergman hrifði mig ekki heldur hér. Mig minnir að mér hafi fundist söguþráðurinn áhugaverður en að öllum atburðum tók óralangan tíma og allt þetta persónulega þvaður og rómantík innámilli skemmti mér ekkert sérstaklega. Af þeim 14 or so Hitchcock myndir sem ég hef séð er þessi sennilega verst og segir það allt um gæði leikstjórans.

Anatomy of a Murder

Anatomy of a Murder (1959) - 10/10. Twelve people go off into a room: twelve different minds, twelve different hearts, from twelve different walks of life; twelve sets of eyes, ears, shapes, and sizes. And these twelve people are asked to judge another human being as different from them as they are from each other. And in their judgment, they must become of one mind - unanimous. It's one of the miracles of Man's disorganized soul that they can do it, and in most instances, do it right well. God bless juries.


















Fyrir rúma viku síðan datt ég ég í lukku pottinn og fann eina mynd sem ég hef beðið langan tíma eftir að poppi upp á dagskrána á SKY. Það var margt við þessa mynd sem benti til þess að mér myndi finnast hún góð: vel metinn hjá öðrum kvikmynda-unnendum, James Stewart, Otto Preminger + þeirri staðreynd að myndin skuli vera courtroom drama (en ég er mikill sucker fyrir þannig myndir). Ég vissi þó ekki að hún myndi verða eins sjúklega frábær og raun bar vitni.

















Myndin hefst á frægu opening credits sénu þar sem trippy taktar jazz meistara extraordinaire Duke Ellington og frumlega credits framsetningin gefur strax til kynna einstöku stefnuna sem myndin tekur:

Það sem ég strax tók eftir þegar myndin rúllaði af stað var myndatakan en hún var frekar spés. Mér fannst eins og myndavélin væri alltaf frekar nálægt leikurunum og eins og árekstur væri í vændum með hverri hreyfingu leikarans, en með líprum myndavélafærslum færði myndavélin sér alltaf og gaf okkur nýtt og ferskt skot frá nýjum vinkli.

James Stewart leikur lögfræðing sem hefur lent í tilvistarkreppu eftir að hann missir naumlega af embættið sem saksóknari í bænum hans. Eyðir hann dögunum í að veiða fisk með fyrrverandi lögfræðing sem er nú fyllibytta. Eyðir Stewart svo miklum tíma í að veiða að kæliskápurinn hans er fylltur fiski. En alltíeinu berst honum atvinnutækifæri þar sem ungur hermaður (leikinn af Ben Gazzara) biður hann um að verja sig gegn morðákæru. Ben Gazzara hefur drepið mann sem er talinn hafa nauðgað konu hans (Lee Remick) og þarf Stewart að bjarga honum. Vörnin sem Stewart notar svo er insanity og snúast réttarhöldin um tvennt: 1) hvort Lee Remick hafi verið nauðgað 2) hvort Ben Gazzara hafi verið nógu "tímabundið geðbilaður" til þess að afsaka glæp sinn.

















Samspil alla karakteranna er yndislegt að horfa á og tók ég strax eftir ákveðna subtle kekki, andlitshreyfingar og einkenni sem aðalkarakterarnir sýndu við dialogue. Mér finnst slíkt oft skorta í hefðbundnar myndir en hér sást það mjög greinilega. Fær Preminger og leikarahópurinn stórt hrós fyrir það. James Stewart fer með kostum og þó hann leiki svipuðum leik í flestum myndum sínum þá finnst mér hann eiga leik lífs síns hér. Þegar hann og George C. Scott takast á í réttarsalnum á sér stað eitt flottasta samspil tveggja leikara sem ég hef séð. Og það frábæra með þau atriði er að sjaldan eiga þeir tveir félagar dialogue saman og samt verða þau svona ýkt nett. Leikstjórinn Otto Preminger fer einnig á kostum en hann hámarkar tilþrif leikaranna með mjög skemmtilegri upptöku. Á tímum er það eins og ballett að horfa á coordinationið milli Stewart, Scott og myndavélina þar sem einn karakter segir eitthvað, færir sig til, myndavélin færir sig til, næsti karakter færir sig að myndavélinni og svo burt, og svo zoomar myndavélin út og hinn karakterinn traðkar inn frá hægri... og svo framvegis...

















Flottasta atriði myndarinnar er einmitt atriði tengt þessu. Atriðið er þegar George C. Scott reynir að blokkera sjón Stewarts þegar Scott er að yfirheyra mikilvægasta vitnið. Færslur Scotts, Stewarts og myndavélarinnar eru þá svo ótrulega nettar að þegar Stewart að lokum öskrar "OBJECTION, your honor" þá varð mesta sólheimarglott sem hefur nokkurn tímann sést á mér.















Myndin gefur okkur annars skemmtilega frásögn af réttarhöld from start to finish. Hefðbundnar courtroom dramas virðast eiginlega bara sýna yfirheyrslu vitna og fólki tengt glæpamálinu persónulega. Anatomy of a Murder sýnir þó bail procedúrið, kviðdómenda-valið, yfirheyrsla við "the arresting officer"/krufningarmanninum/maðurinn sem myndaði líkið... og svo framvegis... Þessar sénur verða ótrulega skemmtilegar þökk sé samspil lögfræðinganna. Það mætti segja að þar sem 12 Angry Men leyfði okkur inn í huga kviðdómenda þá gerði Anatomy of a Murder okkur að kviðdómendunum. Anatomy of a Murder tók mig staði sem Liz Lemon myndi segja "I want to go to there" um og náði ég að innsigla mína fyrstu 10/10 í mörg ár (Once Upon a Time in America var síðasta 10/10 sem ég gaf).

The Bad News Bears (1976)

The Bad News Bears (1976) - 8/10. All we got is a cruddy alky for a manager

















Rorschach!


Eftir að hafa skemmt mér konunglega á endurfundi með Walther Matthau datt ég í næst Matthau mynd sem ég hafði tekið upp á SKY og var þessi mynd endurgerð fyrir nokkrum árum með B-Bob Thornton í aðalhlutverki. Mig grunar miðað við imdb einkunnina að ég hafi verið meðal fáu sem fíluðu endurgerðina. Hin upprunalega Bad News Bears fjallar um fyrrverandi baseball kappa sem tekur við sem þjálfari smábarnalið í baseball. Þessi þjálfari er leikin af Walther Matthau og er hann drekkjandi, reykjandi, hóstandi, hrækjandi og blótandi nánast alla myndina. Liðið sem hann þjálfar er mesta saurlið sem hefur sést og þarf undrarverk til að laga það. Walther Matthau þarf til dæmis í byrjun myndarinnar að útskýra fyrir krökkunum hvernig baseball spilast og hvað baseball bolti er.













En Walther Matthau fræðir krakkana ekki einungis um hafnabolta, heldur líka um lífið. Hann tekur meðal annars krakkana með sér í vinnuna hans sem pool cleaner og lætur krakkana gera vinnuna sína fyrir hann. Hann kennir þeim líka að búa til drykki fyrir hann. Jackie Earle Haley og Tatum O´Neal leika tveim af þessum krökkum og standa sig klárlega best af barnaleikurunum.












Með mjög fyrirsjáanlegum hætti breyttist þetta lið úr ömurlegasta lið í heimi í það besta. Í lokaleiknum stendur liðið sér frábærlega vel og fagnar Matthau með að gefa krökkunum bjór og lýkur myndin á hamingjusömum nótum. Allt í allt var þetta falleg og skemmtileg saga, og góð skemmtun.

Charley Varrick

Charley Varrick (1973) - 8/10. The difference is the Mafia kills you, no trial, no judge. They never stop looking for you, not 'til you're dead. I'd rather have ten F.B.I.s after me.
















Snjöll krimmamynd leikstýrð af Don Siegel sem er frægastur fyrir fjölmargar Clint Eastwood myndir á þeim tíma þegar sá meistari var að verða icon. Walther Matthau, Andrew Robinson og Joe Don Baker fara með aðalhlutverk og er þetta fyrsta Walther Matthau myndin sem ég hef séð í langan tíma. Má líka nefna að alla myndina var það að vefjast fyrir mér hvar ég hefði séð Joe Don Baker áður, en sá kappi hefur leikið nokkur aukahlutverk og er með mjög einkennandi útlít og þá sérstaklega augnráð. Söguþráðurinn er þannig að ræningjar (Matthau og Robinson) ræna litlan banka í New Mexico. Þeir kjósa að ræna litlan banka því þeir telja sig 1) geta rænt hann auðveldari 2) geta flúið auðveldari (þar sem þetta myndi ekki vera eins stórt forgangsmál hjá löggunni) 3) ekki þurfa á aragrúa af peningum, heldur telja þeir að þeir verða saddir á þeirri fjárhæð sem má finna í litlum banka.

















Bankaránið sjálft er tekið upp með flottum hætti, en klippingin er er snögg og að mínu mati frekar frumleg. Þó að myndin sé nýbyrjuð (og að fólk er ennþá að aðlaga sér að myndinni) þá fannst mér þetta bankarán mjög spennnandi og gefa okkur ágætis kynning á aðalpersónurnar. Bankaránið sjálft gengur ekki upp smoothly, og eru bankaræningjarnir óheppnir með að nokkrar löggur deyja. En að bankaráninu loknu kemur upp mesta vandamálið en þá uppgötvar Matthau að féið sem hann stal tilheyrði Mafíunni og að það taldi uppí næstuþví milljón dollars (miklu meir en hann ætlaði að stela). Hefst nú eltingarleikur þar sem Matthau/Robinson eru forgangsmál #1 hjá bæði Mafíunni og lögreglunni.




















Myndin svipar pínu til No Country for Old Men bæði í útliti og söguþræði. Myndin er tekin upp á eyðimarkarsléttur í New Mexico og Don Siegel, alveg eins og Coen bræður, tekur upp náttúruna með fallegum hætti. Bæði Brolin og Matthau fá eftir sér bæði löggur og glæpamenn, og þó að þeir taki íllar ákvarðanir þá virðast þeir ekki eins vondir og allir hinir karakterarnir halda. Alveg eins og No Country þá er þessi mynd hín fínasta skemmtun. Spennan helst í gegnum alla myndina þar sem sífellt breyttar aðstæður verða og nýjar hindranir skýta upp kollinn sem aðalkarakterarnir þurfa bregðast við.

Friday, January 29, 2010

Waltz with Bashir

Vals Im Bashir (2008) - 7/10. Pray and shoot!














Animeruð heimildarmynd um upplifanir leikstjórans Ari Folman í Lebanon striðið 1982 sem var á milli Lebanon og Israel. Striðið (eins og flest önnur strið) var blóðugt og það er sjálfgefið að aragrúa af mönnum fara heim frá vigvellinum með mikla angist og hörmulegar minningar. Ísraelinn Ari Folman var einn þessara hermanna en hann hefur glatað/blokkerað öllum minningum af því sem gerðist í stríðinu. Martraðir kvelja honum þó um næturnar þar sem síendurtekið atriði frá striðinu skýtur upp kolli. Folman ákveður að endurheimta þessar glataðar minningar og takast á við þær. Fer hann þá í mikið ferðalag að hitta þeim hermönnum sem börðust með honum í þeirri von að þeir fylli upp minnisglufurnar hjá honum.

Allar þessar frásagnir af atriðum sem tengjast Folman hoppa út um allt og frásögnin er alls ekki linear. Ég hefði viljað fá skýrari frásögn af þáttöku hans í striðinu og öll þessi hopp í söguþráðinum hjálpaði mér alls ekki að skilja striðið sjálft né öðlast djúpari skilning á hugarástand og aðgerðum Folman. Mér fannst myndin af miklu leyti höfða frekar til Ísraelsmönnum og Aröbum sem ættu að þekkja þetta strið inn og út, heldur en hinn hefðbundni Vesturlandbúi (sem ég víst er). Þau stríðsbrot sem við sjáum er mjög áhrifarík og sýna með skilvirkum hætti hversu hrottaleg stríð eru.













Animationið er mjög óhefðbundið fyrir "stóra mynd" en það samanstendur af Adobe Flash teikningum (er mér víst sagt) sem hljómar frekar amateurish. Myndin svipar mjög mikið til A Scanner Darkly þegar það kemur að sjónrænu hliðina. Þó að animationið sé frekar basic þá lítur það samt sjúklega flott út. Hvers vegna var þó animation notað sem aðferð til þess að segja frá sögunni? Fyrst og fremst hlýtur kostnaður að hafa spilað þátt en live-action stríðsmyndir eru flestar sjúklega dýrar og hefði þetta sögusvið sennilega verið í dýrari kantinum. Annað mikilvægt sem animation gerir er að hún getur sýnt hluti með hætti sem myndi líta kjánalegur eða fáranlegur út ef það yrði tekið upp með live-action (Roger Ebert gaf gott dæmi um þetta frá Grave of the Fireflies þar sem ákveðin atriði sem myndi líta fötluð út í live-action verða að þeirri mest tilfinningaríku atriði tekin upp í kvikmyndasögunni þegar þau verða teiknuð upp). Það er eins og áhorfendur eigi auðveldara með að lifa sig inní fantasíuheima þegar þeir sjá að allt sé teiknað. Æj hvað ég útskýri þetta illa, ef ég fengi að skrifa þetta á sænsku þá myndi það koma betur út. Það er bara eins og fólk sé tilbúnari að slaka á með kröfur um realisma þegar kemur að ýktar teikningar.













Animationið er til staðar alveg til í lokin en þá er skipt yfir í live-action og kemur það hrikalega vel út hér en þá hefur verið sagt frá fjöldamorð með animationið og svo er eftirá sýnt öll fórnarlömbin í hrúgum með live-action. Slokknar algjörlega á öllu hljóði og er þessi lokaséna tilfinningaþrungin og heppnaðist mjög vel. Allt í allt var þetta góð mynd sem með hrikalega fallegri grafík náði að segja tilfinningaríka stríðsögu, það voru hins vegar hlutir sem hefði mátt bæta.

The Cell

The Cell (2000) - 8/10. Do you believe there is a part of yourself, deep inside in your mind, with things you don't want other people to see? During a session when I'm inside, I get to see those things.















Listræn hryllingsmynd eftir einum Tarsem Singh sem hefur vakið athygli fyrir einstakan upptökustíl. Í aðalhlutverkum eru Jennifer Lopez, Vince Vaughn og Vincent D'Onofrio. Jenny-from-the-Block leikur sálfræðing sem þarf að fara inn í undirmeðvitund fjöldamorðingja (Vincent D'Onofrio) til þess að komast að því hvar hann hefur falið eitt af fórnarlömbum sínum. Býr slíkur söguþráður til möguleika fyrir leikstjóra að reyna á ýstu mörk kvikmyndagerðar og oh boy, gerði Tarsem Singh það. Það mætti greina myndina í tvo hluta: draumaheimur og raunveruleiki. Í raunveruleikanum fer allt hið veraldlega fram (leitin af fyrst fjöldamorðingjanum og svo fórnarlömb hans) en í draumaheiminum fer fram svona existential stuff (þar sem hugur fjöldamorðingjans er greindur og þar sem átök hins góða og illa fer fram). Draumheimurinn er tekinn up með mjög kreatívum hætti og er nánast ólysanlegt að skýra frá þeirri fegurð sem sést á skjánum (og google virðist líka eiga erfitt með það, þar sem fá screenshot eru að finna af myndinni sem gera hana justice). Raunveruleikin er einnig fallegur en hann er tekinn upp með meira hefðbundnum hætti enda yrði það sennilega furðulegt að taka þessi atriði upp með svipuðum hætti og draumaheimurinn.













Mig langaði miklu frekar að horfa á þessar screwed up undermeðvitunds-sénur heldur en allt þetta þvaður og drama sem á sér stað innámilli í atriðin úr raunveruleika-heimnum. Hefðbundnu atriðin koma ekki eins vel út (mér fannst þau samt alveg alltilag) og má þar nefna að Vince Vaughn leikur aðallögreglugæjinn. Málin standa bara þannig að ég get ekki hlustað á Vince Vaughn án þess að hlægja, hvert einasta skipti þegar hann sagði eitthvað í þessa mynd þá hljómaði það bara eins og eitt af þau sarkastisku komment sem hann skýtur stöðugt frá sér í gamanmyndum. Mér finnst Jenny-from-the-Block koma mjög vel út úr þessa mynd enda passar fallega útlit hennar mjög vel með allri annarri fegurð í myndinni. En eins fljótt og hún opnar muninn og segir eitthvað þá fer allt í rugl.

Ef ég væri þvingaðir að líkja þessa mynd við annarri þá yrði það sennilega Pan's Labyrinth sem setti fram frumlegan draumaheim á skjáinn en hinn mikli munur er sá að 1) PL lítur ekki neitt út eins og þessi mynd og 2) PL lítur að minu mati hreinlega ljót út.
Ég hef ekki séð neitt líkt þessari mynd á ævi minni og grafíkin er svo undarleg og einstök að ég veit ekki hvort þetta eru sviðsetningar, CGI, animation eða hvahva. Þetta minnir mig ekki á neinu, þetta er eins og að hlusta á einhverja tónlist þar sem maður kannast ekki við neitt hljómfæri. Og mér fannst það frábært.

Dæmi um hversu falleg myndin er (youtube gerir henni ekki justice þó):

Wednesday, January 13, 2010

Dances with Wolves

Dances with Wolves (1990) - 7/10. I had never really known who John Dunbar was. Perhaps because the name itself had no meaning. But as I heard my Sioux name being called over and over, I knew for the first time who I really was.










Westri leikstýrður af Kevin Costner með Kevin Costner í aðalhlutverki. Hún fjallar um Norðurríkja hermanninum John Dunbar og tengsl hans við indjánum á tímum borgarastyrjaldar í Bandaríkjunum. Myndin byrjar á því að Costner vaknar alblóðugur í spítalatjaldi á einhvern front í borgarstríðinu. Hann er í miklu uppnámi og er með blóðugan og ónýtan fót, og með sjónrænni lýsingu er eiginlega útskýrt fyrir okkur að honum gruni að það þurfi ampútera fótinn. Hann missir þá allan lífsvilja og réðst á hermönnum Suðurríkjanna í hálfgerðri kamikaze attack í þeim tilgangi að drepa sjálfan sig. Hann nær þó að lifa af eftir að hafa valdið miklan skaða hjá Suðurríkjamönnum og fær hann mikið hrós hjá hershöfðingjum sínum og láta þeir laga fótinn hans (þeas lækna hann en ekki skera hann af).










Costner fær þá að velja sér hvar á landinu hann vilji vera og velur hann sér einangraða herstöð útá sléttum langt í vestri. Á þessu svæði er eiginlega ekkert barist, nema gegn veiklegum indjánum. Er með skilvirkum hætti sýnt hvernig karakter Costners er ólíkur öðrum hermönnum en hann virðist hafa meiri áhugi á listum, heimspeki, gátum lífsins, yada, yada, yada.










Hann endar upp einn á fjarlægri post þar sem hann þarf að byggja upp allt sjálfur. Við sjáum svo hvernig hann byggir upp allt sjálfur, ásamt ýmsar pælingar hans um náttúruna. Á þessum stað hittir hann ekki hvítan mann í langan tíma og einu samskipti hans verða við úlf, sem hann eins og titillinn bendir til; dansaði við. En með tímanum rekst hann á indjánum og smám saman uppgötvar hann að hann fílar lífnaðarhætti þeirra betur en lífnaðarhætti hvítra manna. Með tímanum verður hann einn af þeim og framkvæmir heavy treason með því að joina þeim mönnum sem hann hefði átt að passa sig á. Þetta er svona tveimur klukkustundum inní myndina og ég hef hreinlega fengið nóg af öllu þessu endalausa hamingju rúnki hjá indjánum. Ok, ég skil að þessir indjánar eru góðir og allt það, now move on. Og þar sem ekkert af viti gerist í langan tíma þá get ég ekki beðið eftir að hvítir menn koma með allri þeirri sweet, sweet misery & war til þess að gera söguþráðin spennandi aftur. Og með fyrirsjáanlegum hætti koma hvítir menn og oh boy, þessir gaurar eru svo ógeðfelldir og illir að ég sá fyrir mér ágætum endaspretti á þessari mynd.










Hellz Yeah

Og endaspretturinn varð ágætur.

Monday, January 11, 2010

District 9, Changeling + Short Cuts

District 9 (2009) - 8/10. Skemmtileg og kreatív action mynd þar sem Sharlto Copley fer á kostum. Hann nær með sannfærandi leik að sýna breytingu manns í geimveru og þeim sálarkvölum sem fylgir því.

Changeling (2008) - 8/10. I used to tell Walter, "Never start a fight... but always finish it." I didn't start this fight... but by God, I'm going to finish it.










Var ásamt Gran Torino ein af tveimur Clint Easwood myndum gefnar út 2008. Angelina Jolie leikur einstæða móðir ca 1928 í Los Angeles. Hún vinnur í einhverju símaveri og einn helgardag skilur hún strákinn sinn einn eftir heima til þess að mæta í vinnunni. Hún kemur svo heim og uppgötvar að barnið er ekki þar lengur. Damnit. Jolie er svo í rústi í einn mánuð þangað til löggan finnur barn sem svipar til hennar barn. Löggan gerir mikið PR stunt úr þessu enda hefur hún verið undir mikla gagnrýni og þarf hún að nýta sér svona jákvæðar sögur. En svo þegar Jolie loksins hittir strákinn þá efast hún um að það sé hann...Lögreglan neitar að hlusta á henni og þá hefst tveggja tíma spennandi rollercoaster ride. Angelina Jolie fer vel með hlutverk sitt sem hin brotna og vandræðilega móðir sem er ýtt út á ystu nöf. Clint Eastwood leikstýrir falleg og fagmannleg mynd en mér finnst hún kanski einum of hefðbundinn. Hún minnti mig pínu á Road to Perdition en mér fannst hún einmitt reyna ýmis artistic brögð sem þessi mynd gerði ekki og mér fannst sakna. John Malkovich fer með aukahlutverk og fer hann vel með það. Og kemur það ekki á óvart enda finnst mér hann sennilega besti leikari á síðustu árum og áratugi. Ég gef hana háa einkunn fyrir góða og spennandi sögu en ég held samt að ég myndi ekki nenna horfa á hana aftur enda fannst mér þessi kreatívi gneisti skorta.

Short Cuts (1993) - 8/10. I hate L.A. All they do is snort coke and talk.














Níu smásögur+eitt ljóð eru settar saman í einni þriggja tíma mynd leikstýrð af Robert Altman, sem dó nýlega. Myndin á sér stað í Los Angeles og segir frá áhuverðum atburðum í lífi 22(!) aðalkaraktera sem tengjast flestir saman lauslega í gegnum myndina. Þessir karakterar eru leiknir af svakalegum leikarahópi og algjörlega úti hött að telja allar stjörnurnar upp. Mér finnst intro myndarinnar og kynningin á karakterunum frekar snjöll en þá fylgjum við flugvélum sem eru að úða einhvern pöddu-drepandi vökva um allt Los Angeles. Förum við þá frá fólki til fólks og sjáum hvernig þau bregðast við þessu úði. Mér finnst þetta allavega binda saman allt vel í byrjun. Sterk og góð jazz tónlist er einnig áberandi í byrjun og er hún á fullu pumpu í gegnum alla myndina. Frásögn myndarinnar er svakalega experimental og þarf mikla færni til þess að púlla hana off. Ég veit ekki hversu margar myndir hafa verið sagðar með svipuðum hætti og í eins stórum stíl, en Altman fær allavega stórt hrós fyrir að láta þetta ganga upp. Í hverri smásögu á sér stað eitthvað mishap, tilviljun, slys eða tilfinningaríkt atriði og þessur sögur eru svo góðar og innihaldsríkar að það mætti alveg teygja út hverra sögu í eina ágæta heildarmynd. Þó að myndin sé 3 klukkustundir þá finnur maður ekki alveg fyrir því enda kemur nýtt climax í hverri smásögu á fætur annarri. Ef það eru einhverjir leikarar sem briljera framúr öðrum þá myndi ég nefna Tim Robbins sem ógeðfeldan eiginmann/lögregla og er frammistaða hans hrein og tær snilld. Annars gera Jack Lemmon, Madeline Stowe og Peter Gallagher frábæra hluti líka.

Wednesday, January 6, 2010

Myndir sem ég sá í jólafríinu

*Demolition Man (1993) - 5/10. Rugluð Stallone mynd.
*The King of Kong (2007) - 7/10. Áhugaverð heimildarmynd um baráttu tveggja manna um metið í Donkey Kong tölvuleiknum.
*Silent Hill (2006) - 7/10. Tölvuleikur breyttur í kvikmynd. Byggir upp frekar spooky atmosphere (askjan sem rignir niður+eyðibær þar sem eitthvað fucked up gerist áður).
*Frost/Nixon (2008) - 6/10. Góð frammístaða hjá Frank Langella (þó hann hegði sér lítið eins og Nixon) og ýmsar áhugaverðar upplýsingar gefnar um Nixon. Annars fannst mér lítið annað standa uppúr.
*The French Connection (1971) - 7/10. Gritty lögregludrama þar sem Gene Hackman og Roy Scheider leika brjálæðar lögreglur sem eru að elta upp dópsmyglurum. Myndin náði einstaklega vel að sýna hversu ömurlegt það er að vinna sem lögga.













*Badlands (1973) - 7/10. Rosa fallega tekin upp Terrence Malick mynd um ungt par sem verða fjöldamorðingjar.













*The Exorcist (1973) - 7/10. Fræg hryllingsmynd. Aðalgalli myndarinnar finnst mér vera tempóið en tempóið er hrikalega hægt að flestu leiti en svo spýtist það upp og verður alsvakalegt á stundum en snýr svo aftur í þetta hæga tempó.
*Tombstone (1993) - 6/10. Westri sem inniheldur helling af ónauðsynlegum sub-plots þar sem sumir þeirra verða rosa asnalegir á stundum. Aðalplottið er þó spennandi.
*Watchmen (2009) - 6/10. Einu skemmtilegu partarnir voru með Jackie Earle Haley sem er frábær. Mér fannst eins og myndin vissi ekki alveg hvað hún ætlaði sér, hún var eiginlega bara helling af kynningum á persónum og innámilli var klemmt inn smá sápóperustuff sem snertu karakteranna.
*The Shootist (1976) - 7/10. Hógvær mynd um aldraðan vilta vestrið sheriff sem ætlar að deyja með style eftir að hann uppgötvar að hann sé með krabbamein.
*Blood Simple. (1984) - 8/10. Besta myndin sem ég sá í fríinu og er hún fyrsta mynd Coen bræðra. Leigumorð verður að mikilli flækju þar sem ýmsir aðilar gera mistök og þá lenda 3 karakterar í mikilli andlegri angist og þurfa að bregðast við breyttar aðstæður. Þetta er svona svipað eins og í Fargo þar sem einn karakter gerir mistök og svo hinn og svo næsti og að lokum eru allir í myndinni að reyna bjarga eigin skinni. Eins og í Fargo þá finnst mér Coen bræður gera hálfgert grín að öllum karakterunum. Tónlistin er mjög áhrifrík einnig en ákveðið píano ditty er endurtekið á tilfinningaríkum stundum.













*Home Alone (1990) - 7/10. Ágæt og einföld skemmtun þar sem Macaulay Culkin reynir að drepa Joe Pesci.
*Solyaris (1972) - 7/10. Rússnesk sci-fi mynd um sálfræðing sem fer á rússneskri geimstöð þar sem allt er í rugli til þess að sálgreina astronautanna. Sálfræðingurinn eins og allir hinir meðlimir geimstöðarinnar smitast af einhverjum ofurkrafti sem umlýkur geimstöðina. Látna fyrrverandi ástkona sálfræðingsins "endurlífgast" og verður myndin sjúklega existentialistisk þar sem hugtök eins og ást, raunveruleiki og draumar eru grannlega skoðuð.












*The Magnificent Ambersons (1942) - 7/10. Orson Welles mynd um dramað sem umlýkur fjölskylduna Ambersons. Er hrikalega falleg, og Joseph Cotten og Anne Baxter fara vel með hlutverk sín.

















*Training Day (2001) - 8/10. Sérstök mynd að mínu mati þar sem fyrri helmingurinn er frekar vafasamur en svo þegar nokkur twist poppa inn þá breyttist myndin gjörsamlega og verður ótrulega spennandi og að lokum stendur maður upp fyrir framan sjónvarpið þegar spennan nær hámarki.